Tónlist

Lög poppkóngsins seljast vel

Michael Jackson verður alltaf konungur poppsins.
Michael Jackson verður alltaf konungur poppsins. Vísir/Getty
Poppkóngurinn Michael Jackson hefur selt tæplega fjórar milljónir smáskífa síðan að hann lést, en í gær voru nákvæmlega fimm ár síðan að þessi meistari lést.

Plöturnar tvær, sem komu út eftir andlát hans, þær Michael og Xscape hafa einnig selst mjög vel.

Það lag sem halað hefur verið mest niður á þessum árum er lagið Man In The Mirror, sem var að finna á Bad plötunni sem kom út árið 1987. Laginu hefur verið halað niður 413.000 sinnum. Thriller situr í öðru sæti yfir mest sóttu lögin en því var halað niður 244.000 sinnum og þá var laginu Billie Jean halað 224.000 sinnum.

Thriller platan sem kom út árið 1982 er mest selda plata allra tíma og hefur selst í um  65 milljónum eintaka. Þá eru plöturnar, Bad, Off The Wall, Dangerous og HIStory, ásamt Thriller á listanum yfir mest seldu plötur sögunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.