Gunnars majónes í Kauphöll Íslands Atli Fannar Bjarkason skrifar 26. júní 2014 07:00 Gunnars majónes fór á hausinn. Samt er majónes hollt samkvæmt lágkolvetnalífsstílnum sem selur fleiri bækur en Arnaldur Indriðason. Það þýðir samt ekki að dvelja í fortíðinni. Fyrirtækið þarf að komast aftur á flug og það hratt. Þúsundir samloka með rækjusalati eru í húfi. Uppgang Íslands síðustu ár má rekja til makríls og ferðamanna. Makríllinn er fluttur út en stöðugur straumur Þjóðverja með fulla vasa af brakandi evrum virðist hafa farið fram hjá Gunnars majónesi. Leiðin til að koma íslensku majónesi á kortið hjá þeim er augljós: Að rúlla kokteilsósu í trójuhesti á diskinn hjá hverjum einasta af þessum milljón ferðamönnum sem eru væntanlegir til landsins á næsta ári. Verkefnið er strembið. Það fyrsta sem Gunnars majónes þarf að gera er að opna vefsíðuna cocktailsauce.com. Lénið er laust (ég athugaði). Þar myndi texti á borð við: „Welcome to Iceland — home of the cocktail sauce“ blasa við netverjum ásamt ágripi um sósuna, hvað skilur hana frá svipuðum sósum sem önnur ríki þykjast framleiða og tillögum um hvernig skal neyta hennar. Framsetningin þarf að vera nútímaleg, skemmtileg og ögrandi. Við þurfum tvist sem fær ferðamanninn til að brosa og Íslendinga með í lið. Ef rétt er haldið á spilunum getur hver einasti sjoppustarfsmaður, leiðsögumaður og hvalaskoðunarskipstjóri tekið þátt í verkefninu. Hugmyndin er að fá þekktan grínista til að framleiða fimm útgáfur af uppruna kokteilsósunnar og leyfa fólki að kjósa um hver er líklegust til að vera sönn. Steindi myndi negla það. Tenging við samfélagsmiðla er líka nauðsynleg. Við viljum að ferðamennirnir birti mynd af kokteilsósu á Instagram. Og merki með viðeigandi kassamerki: #CocktailSauceNation. Loks þarf að hressa upp á umbúðirnar. Horfa til hvernig Bandaríkjamenn pakka inn sósum. Nýju umbúðunum þarf svo að koma fyrir við hliðina á harðfisknum á vinsælum ferðamannastöðum, frá 10-11 í Leifsstöð til Staðarskála í Hrútafirði. Enginn ferðamaður yfirgefur landið án þess að dýfa franskri kartöflu í kokteilsósu og Gunnars majónes verður skráð í Kauphöll Íslands árið 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun
Gunnars majónes fór á hausinn. Samt er majónes hollt samkvæmt lágkolvetnalífsstílnum sem selur fleiri bækur en Arnaldur Indriðason. Það þýðir samt ekki að dvelja í fortíðinni. Fyrirtækið þarf að komast aftur á flug og það hratt. Þúsundir samloka með rækjusalati eru í húfi. Uppgang Íslands síðustu ár má rekja til makríls og ferðamanna. Makríllinn er fluttur út en stöðugur straumur Þjóðverja með fulla vasa af brakandi evrum virðist hafa farið fram hjá Gunnars majónesi. Leiðin til að koma íslensku majónesi á kortið hjá þeim er augljós: Að rúlla kokteilsósu í trójuhesti á diskinn hjá hverjum einasta af þessum milljón ferðamönnum sem eru væntanlegir til landsins á næsta ári. Verkefnið er strembið. Það fyrsta sem Gunnars majónes þarf að gera er að opna vefsíðuna cocktailsauce.com. Lénið er laust (ég athugaði). Þar myndi texti á borð við: „Welcome to Iceland — home of the cocktail sauce“ blasa við netverjum ásamt ágripi um sósuna, hvað skilur hana frá svipuðum sósum sem önnur ríki þykjast framleiða og tillögum um hvernig skal neyta hennar. Framsetningin þarf að vera nútímaleg, skemmtileg og ögrandi. Við þurfum tvist sem fær ferðamanninn til að brosa og Íslendinga með í lið. Ef rétt er haldið á spilunum getur hver einasti sjoppustarfsmaður, leiðsögumaður og hvalaskoðunarskipstjóri tekið þátt í verkefninu. Hugmyndin er að fá þekktan grínista til að framleiða fimm útgáfur af uppruna kokteilsósunnar og leyfa fólki að kjósa um hver er líklegust til að vera sönn. Steindi myndi negla það. Tenging við samfélagsmiðla er líka nauðsynleg. Við viljum að ferðamennirnir birti mynd af kokteilsósu á Instagram. Og merki með viðeigandi kassamerki: #CocktailSauceNation. Loks þarf að hressa upp á umbúðirnar. Horfa til hvernig Bandaríkjamenn pakka inn sósum. Nýju umbúðunum þarf svo að koma fyrir við hliðina á harðfisknum á vinsælum ferðamannastöðum, frá 10-11 í Leifsstöð til Staðarskála í Hrútafirði. Enginn ferðamaður yfirgefur landið án þess að dýfa franskri kartöflu í kokteilsósu og Gunnars majónes verður skráð í Kauphöll Íslands árið 2016.