Umfjöllun: Bosnía - Ísland 33-32 | Síðasta korterið reyndist dýrkeypt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2014 00:01 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk í sínum 300. landsleik. vísir/stefán Ísland tapaði fyrir Bosníu með einu marki, 33-32, í Sarajevó í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Katar á næsta ári. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik, en Bosníumenn sigu fljótlega fram úr. Íslenska vörnin átti í vandræðum og réð lítið við skyttuna Nikola Prce sem skoraði fimm af fyrstu 11 mörkum heimamanna. Bosnía komst í tvígang þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn, en í stöðunni 8-11 tók við frábær kafli hjá íslenska liðinu. Strákarnir skoruðu sjö mörk gegn einu og komust þremur mörkum yfir, 15-12. Sóknarleikurinn gekk frábærlega á þessum kafla og varnarleikurinn varð betri með hverri mínútunni sem leið. Bosníumenn náðu minnka muninn í eitt mark, 15-14, eftir leikhlé sem Dragan Markovic, þjálfari þeirra, tók, en Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og sáu til þess að Ísland leiddi með þremur mörkum, 17-14, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Virkilega sterk staða sérstaklega í ljósi þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki uppi á marga fiska, eða aðeins 22%. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru spilaðar á ótrúlegum hraða. Ísland var þó alltaf skrefinu á undan og hélt heimamönnum í nógu mikilli fjarlægð, ekki síst fyrir tilstuðlan Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar sem skoraði fjögur mörk í röð á stuttum kafla. En um miðjan seinni hálfleik snerist leikurinn við. Markovic breytti yfir í framliggjandi vörn sem sló vopnin úr höndum íslenska liðsins. Sóknarleikurinn varð ráðleysislegur og Bosníumenn þvinguðu leikmenn Íslands í erfið skot og erfiðar sendingar. Hinum megin á vellinum réð íslenska vörnin ekkert við Prce og Ivan Karacic og markvarslan var sem fyrr ekki góð. Bosníumenn unnu síðustu 16 mínútur leiksins með fimm mörkum, 10-5, og leikinn á endanum með einu marki, 33-32. Íslenska liðið var lengst af með góð tök á leiknum, en síðasti fjórðungurinn gerði útslagið. Ísland verður að hafa svör við þessari framliggjandi vörn sem Bosnía beitti á lokakafla leiksins ef ekki á illa að fara í seinni leiknum sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 15. júní. Varnarleikurinn og markvarslan þurfa sömuleiðis að vera mun betri, en skotnýting Bosníu í leiknum í kvöld var 72%, sem er alltof há tala.Alexander Petersson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk, en Ásgeir Örn og Guðjón Valur Sigurðsson komu næstir með sex mörk hvor, en sá síðarnefndi lék sinn 300. landsleik í kvöld. Prce skoraði 11 mörk fyrir Bosníu, úr aðeins 14 skotum. Næstur kom Karacic með sex mörk. Handbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Bosníu með einu marki, 33-32, í Sarajevó í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Katar á næsta ári. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik, en Bosníumenn sigu fljótlega fram úr. Íslenska vörnin átti í vandræðum og réð lítið við skyttuna Nikola Prce sem skoraði fimm af fyrstu 11 mörkum heimamanna. Bosnía komst í tvígang þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn, en í stöðunni 8-11 tók við frábær kafli hjá íslenska liðinu. Strákarnir skoruðu sjö mörk gegn einu og komust þremur mörkum yfir, 15-12. Sóknarleikurinn gekk frábærlega á þessum kafla og varnarleikurinn varð betri með hverri mínútunni sem leið. Bosníumenn náðu minnka muninn í eitt mark, 15-14, eftir leikhlé sem Dragan Markovic, þjálfari þeirra, tók, en Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og sáu til þess að Ísland leiddi með þremur mörkum, 17-14, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Virkilega sterk staða sérstaklega í ljósi þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki uppi á marga fiska, eða aðeins 22%. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru spilaðar á ótrúlegum hraða. Ísland var þó alltaf skrefinu á undan og hélt heimamönnum í nógu mikilli fjarlægð, ekki síst fyrir tilstuðlan Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar sem skoraði fjögur mörk í röð á stuttum kafla. En um miðjan seinni hálfleik snerist leikurinn við. Markovic breytti yfir í framliggjandi vörn sem sló vopnin úr höndum íslenska liðsins. Sóknarleikurinn varð ráðleysislegur og Bosníumenn þvinguðu leikmenn Íslands í erfið skot og erfiðar sendingar. Hinum megin á vellinum réð íslenska vörnin ekkert við Prce og Ivan Karacic og markvarslan var sem fyrr ekki góð. Bosníumenn unnu síðustu 16 mínútur leiksins með fimm mörkum, 10-5, og leikinn á endanum með einu marki, 33-32. Íslenska liðið var lengst af með góð tök á leiknum, en síðasti fjórðungurinn gerði útslagið. Ísland verður að hafa svör við þessari framliggjandi vörn sem Bosnía beitti á lokakafla leiksins ef ekki á illa að fara í seinni leiknum sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 15. júní. Varnarleikurinn og markvarslan þurfa sömuleiðis að vera mun betri, en skotnýting Bosníu í leiknum í kvöld var 72%, sem er alltof há tala.Alexander Petersson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk, en Ásgeir Örn og Guðjón Valur Sigurðsson komu næstir með sex mörk hvor, en sá síðarnefndi lék sinn 300. landsleik í kvöld. Prce skoraði 11 mörk fyrir Bosníu, úr aðeins 14 skotum. Næstur kom Karacic með sex mörk.
Handbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira