Gallon af bensíni komið undir 3 dollara Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 11:05 2,92 dollarar á hvert gallon bensíns. Það samsvarar 92 krónum á hvern lítra. Verð á bensíni hefur hríðlækkað í Bandaríkjunum undanfarið og víða má kaupa gallon af bensíni undir 3 dollurum. Umreiknað lítraverð á þessari bensínstöð í Mississippi er 92 krónur, en þar kostar gallonið 2,92 dollara. Hvert gallon er 3,785 lítrar. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og er áfram er spáð lækkun verðsins. Því má búast við því að í flestum ríkjum Bandaríkjanna verði hægt að kaupa gallonið á undir 3 dollurum áður en árið er úti. Aukin framleiðsla á eldsneyti í Bandaríkjunum hefur ýtt undir lækkun verðs og hefur verð á olíutunnu ekki verið lægra í ríflega tvö ár, eða 97 dollarar. Sífellt eyðslugrennri bílar hafa einnig haft áhrif til lækkunar eldsneytisverðs. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent
Verð á bensíni hefur hríðlækkað í Bandaríkjunum undanfarið og víða má kaupa gallon af bensíni undir 3 dollurum. Umreiknað lítraverð á þessari bensínstöð í Mississippi er 92 krónur, en þar kostar gallonið 2,92 dollara. Hvert gallon er 3,785 lítrar. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og er áfram er spáð lækkun verðsins. Því má búast við því að í flestum ríkjum Bandaríkjanna verði hægt að kaupa gallonið á undir 3 dollurum áður en árið er úti. Aukin framleiðsla á eldsneyti í Bandaríkjunum hefur ýtt undir lækkun verðs og hefur verð á olíutunnu ekki verið lægra í ríflega tvö ár, eða 97 dollarar. Sífellt eyðslugrennri bílar hafa einnig haft áhrif til lækkunar eldsneytisverðs.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent