Handbolti

ÍR búið að smíða seinni bekkinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Vefst ekki fyrir handlögnum mönnum að smíða bekk
Vefst ekki fyrir handlögnum mönnum að smíða bekk Mynd/Fésbókarsíða ÍR
ÍR-ingar hafa ekki setið auðum höndum í fríinu sem gert var á Olís deild karla í handbolta vegna Evrópukeppninnar í Danmörku. ÍR smíðaði seinni varamannabekkinn með rútusætunum.

ÍR mætti til leiks með einn nýjan bekk í lok nóvember eins og frægt er og í gær lauk smíðinni á seinni bekknum og munu því varamenn og þjálfarateymi beggja liða sitja í góðum sætum þegar flautað verður leiks á nýjan leik í Austurberginu.





Bjarki Sigurðsson er handlaginn.
Guðjón L. Sigurðsson leyfði ÍR ekki að færa bekkinn þegar liðið fékk HK í heimsókn í nóvember eins greint var frá í þessari frétt hér á Vísi.

Nú þarf ekki að hafa áhyggjur af því að það endurtaki sig því nú geta allir haft það gott á bekkjunum hjá ÍR.

Stórir sem smáir lögðu hönd á plóg
Frábært framtak hjá leikmönnum, forráðamönnum og þjálfurum ÍR í Breiðholti en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem ÍR birti á Fésbókarsíðu sinni eru handlagnir menn á öllum aldri í Breiðholtinu.

Kristófer Fannar markvörður tekur sig vel út með borvélina



Fleiri fréttir

Sjá meira


×