Lífið

Jón Gnarr spyr Gísla Martein út í hundaskít

Samúel Karl Ólason skrifar
„Hver er þetta sem er að henda þessu drasli? Einhverjir krakkar eða eitthvað fólk frá Akureyri sem kemur hingað?,“ spyr Jón Gnarr, í þriðja myndbandinu sem birt er undir nafninu Rusl í Reykjavík. Jón stendur nú í mikilli leit að þeim einstaklingi sem kastar rusli á götur Reykjavíkur.

Að þessu sinni gengur Jón upp að Gísla Marteini, sem er að koma heim úr göngutúr með hund sinn Tinna, og spyr hann hvort hundaskítur sem Jón tók upp sé eftir þá félaga.

Gísli neitar því og segist alltaf taka upp skítinn eftir Tinna, en svo virðist vera sem að borgarstjórinn trúi því ekki alveg.

Áður hafði Jón gengið á Gunnar Nelson og forvitnast um hvort hann bæri ábyrgð á fernu sem Jón fann á gangstétt. Þegar Jón fann tyggjó á bílaplani upp í Árbæ, lá beinast við að spyrja Katrínu Jakobsdóttur hvort hún hefði fleygt því.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.