Vænar bleikjur farnar að taka flugurnar í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 23. maí 2014 16:21 Sigurður Grímsson landaði þessari flottu bleikju úr Þingvallavatni fyrir tveimur dögum. Mynd: Sigurður Grímsson Nú er urriðinn greinilega farinn í dýpra vatn því hann eru alveg hættur að koma á flugur veiðimanna við Þingvallavatn. Þetta á sér eðlilegar skýringar og ekkert annað en náttúran sem ræður för en þegar urriðinn hverfur tekur bleikjan við og þeir sem vilja hafa með sér fisk í soðið fagna því að sjá bleikju á línuendanum. Bleikjan hefur verið að gefa sig meira og meira síðustu dagana og það veit á gott því besti tíminn fer að bresta á. Bleikjan sem hefur veiðst síðustu daga þykir væn og afskaplega vel haldin enda engin furða á því þegar fæðuframboðið í vatninu er jafn gott og það er. Veiðin er sem oftast mest í þjóðgarðinum en ágæt veiði hefur líka verið við Arnarfell og Nesjavallamegin en þar var Sigurður Grímsson fyrir fáum dögum og náði þar í flotta bleikju sem fór beint á grillið. Hún var að sögn veiðimanns afskaplega bragðgóð en bleikjan úr vatninu þykir einmitt vera góð á grillið og nóg er af henni svo það er í góðu lagi að hirða hana. Murtan er ekki síðri en það hafa margir komist á lagið með að elda hana í heilu lagi á grilli og það þarf ekki annað en að taka úr henni innyflin, salt, pipar og sítrónusafa yfir. Grilla hana svo á háum hita þar til hún er vel elduð í gegn. Þetta er eldunaraðferð sem er mikið notuð á sardínur við miðjarðarhafið og virkar svona líka vel á murtu sem hingað til hefur verið hent aftur í vatnið af veiðimönnum. Það er kannski kominn tími til að það breytist? Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Nú er urriðinn greinilega farinn í dýpra vatn því hann eru alveg hættur að koma á flugur veiðimanna við Þingvallavatn. Þetta á sér eðlilegar skýringar og ekkert annað en náttúran sem ræður för en þegar urriðinn hverfur tekur bleikjan við og þeir sem vilja hafa með sér fisk í soðið fagna því að sjá bleikju á línuendanum. Bleikjan hefur verið að gefa sig meira og meira síðustu dagana og það veit á gott því besti tíminn fer að bresta á. Bleikjan sem hefur veiðst síðustu daga þykir væn og afskaplega vel haldin enda engin furða á því þegar fæðuframboðið í vatninu er jafn gott og það er. Veiðin er sem oftast mest í þjóðgarðinum en ágæt veiði hefur líka verið við Arnarfell og Nesjavallamegin en þar var Sigurður Grímsson fyrir fáum dögum og náði þar í flotta bleikju sem fór beint á grillið. Hún var að sögn veiðimanns afskaplega bragðgóð en bleikjan úr vatninu þykir einmitt vera góð á grillið og nóg er af henni svo það er í góðu lagi að hirða hana. Murtan er ekki síðri en það hafa margir komist á lagið með að elda hana í heilu lagi á grilli og það þarf ekki annað en að taka úr henni innyflin, salt, pipar og sítrónusafa yfir. Grilla hana svo á háum hita þar til hún er vel elduð í gegn. Þetta er eldunaraðferð sem er mikið notuð á sardínur við miðjarðarhafið og virkar svona líka vel á murtu sem hingað til hefur verið hent aftur í vatnið af veiðimönnum. Það er kannski kominn tími til að það breytist?
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði