Handbolti

HK samdi við fjóra leikmenn

Þorkell, Þorgrímur, Lárus og Daði kátir í nýja búningnum.
Þorkell, Þorgrímur, Lárus og Daði kátir í nýja búningnum. mynd/hk
HK er byrjað að safna liði fyrir átök næsta vetrar í Olís-deild karla og í dag samdi liðið við fjóra leikmenn.

Leikmennirnir eru Þorgrímur Smári Ólafsson, Lárus Helgi Ólafsson, Daði Laxdal Gautason og Þorkell Magnússon.

Þorgrímur Smári er rétthentur leikmaður og spilar sem leikstjórnandi/skytta. Þorgrímur hefur undanfarin tvö ár leikið með Val en þar á undan var hann í Gróttu og ÍR.  

Lárus Helgi, sem er bróðir Þorgríms Smára, er markmaður en einhverjir HK-ingar ættu nú að kannast við Lalla, eins og hann er oftast kallaður, en hann lék með HK tímabilið 2010 - 2011. Lárus hefur eins og bróðir sinn leikið með Val undanfarin tvö ár.

Þorkell Magnússon er rétthentur hornamaður og lék með ÍH á nýafstöðnu tímabili í 1. deildinni en Þorkell er uppalinn FH-ingur og varð meðal annars Íslandmeistari með FH árið 2011.

Daði Laxdal Gautason leikur sem vinstri skytta og er uppalinn í Gróttu en hefur verið undanfarin tvö ár í Val. Daði er fæddur 1994 og hefur verið fastamaður í U-20 ára landsliði Íslands.

Í gær tilkynnti HK að Guðmundur Helgi Pálsson yrði aðstoðarþjálfara Bjarka Sigurðssonar. Hann var einnig aðstoðarmaður Bjarka hjá ÍR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×