10 áhrifamestu heimildamyndirnar um heilsu og mataræði Rikka skrifar 26. september 2014 09:00 Mynd/skjáskot Heilsuvísir tók saman lista af 10 áhrifamestu heimildamyndunum um heilsu og mataræði sem hafa verið gerðar á síðasta áratug. Fed up (2014) Fed Up er ný heimildarmynd sem kom út núna í byrjun september. Hún er framleidd af fréttakonunni Katie Couric sem margir þekkja úr fréttaskýringþættinum 60 mínútur. Í myndinni er farið yfir þann raunveruleika sem blasir við okkur að allt sem að við héldum að við vissum fyrir víst um mataræði og hreyfingu síðustu 30 ár er rangt. Myndin er skylduáhorf fyrir alla þá sem að hafa áhuga á heilsu og hreyfingu. Mynd/skjáskot May I be Frank (2010) May I be Frank fjallar um Frank Ferrante, 54 ára bandaríkjamann sem lifir á brúninni. Hann er offitu- og þunglyndissjúklingur, fíkniefnaneytandi og búin að brjóta allar brýr að baki sér í samskiptum sínum við fjölskyldu og vini … semsagt gjörsamlega á botninum. Myndin segir á hvetjandi hátt frá breytingu á lífsmunstri Franks frá botninum að toppnum á 42 dögum. Myndin fékk frábærar viðtökur og hefur unnið til fjölda verðlauna. Mynd/Skjáskot Simply raw (2009) Simply raw fjallar um sex sykursjúka einstaklinga sem taka þeirri áskorun að neyta einungis hráfæðis í 30 daga samfleytt. Á þessu tímabili mega þeir heldur ekki reykja, drekka, neyta koffíns né taka inn sykursýkislyf. Myndin er á köflum mjög tilfinningaþrungin enda um viðamiklar og erfiðar breytingar að ræða í lífi einstaklinganna. Mynd/skjáskot Vegucated (2011) Er frábær og oft á tíðum mjög fyndin heimildarmynd um þrjá New York búa sem að elska kjöt- og mjólkurvörur. Þeir taka þeirri áskorun að neyta ekki dýraafurða í 6 vikur og á sama tíma gera þeir sjálfstæða rannsókn á aðbúnaði dýra í Bandaríkjunum. Breyttist skoðun þeirra á neyslu dýravara á þessum 6 vikum? Fóru þau aftur í að neyta þeirra? Vegucated er margverðlaunuð heimildarmynd sem vakti mikla athygli og umtal eftir að hún kom út. Mynd/Skjáskot Food Fight (2008) Er áhugaverð heimildarmynd sem fjallar að miklu leyti um upphaf lífrænu byltingarinnar í Bandaríkjunum. Í myndinni koma fram þær breytingar sem hafa orðið í framleiðslu á ræktun matvæla undanfarin ár og rýnt í það hvernig framtíðin komi til með að líta út haldi allt áfram í þeim farvegi sem að landbúnaður er í dag. Mynd/skjáskot Supersize me (2004) Það mætti segja að heimildarmyndin Supersize me sé einskonar frumkvöðull á sviði heimildarmynda sem fjalla um heilsu og hreyfingu. Myndin segir frá Morgan Spurlock, leikstjóra myndarinnar, sem tekur það að sér að lifa einungis á því sem er í boði á matseðli McDonalds í heila 30 daga. Myndin er mjög áhrifaríkt þar sem að við fáum það beint í æð hvað mataræði hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu. mynd/skjáskot Sicko (2007) Sicko er mjög heimildamynd eftir leikstjórann Michael Moore og var hún tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda 2008. Í myndinni er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum gagnrýnt og borið saman við heilbrigðiskerfi annars staðar í heiminum. Michael er þekktur fyrir að hafa sterkar pólítískar skoðanir og kemur þeim oft á framfæri með húmórískum hætti. Mynd/skjáskot The percect human diet (2012) Merkilegt mynd sem veltir vöngum yfir því af hverju við mannfólkið erum að fitna. Reynt er að finna svar við því hver sé hin fullkomna fæða og vinna úr þeim ótal upplýsingum og ráðum sem gefin er um það sem er hollt og óhollt. Farið er yfir fæðuval forfeðra okkar og það borið saman við fæðu nútímamannsins. Mynd/Skjáskot Food Inc. (2008) Food Inc. fjallar um þróun matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum. Notkun skordýraeiturs, stera og erðabreytinga eru skoðuð ofan í kjölin og aðbúnaður dýra sömuleiðis. Nokkuð merkilegt mynd sem gaman er að horfa á og bera saman við framþróun matvælaframleiðslu hér á Íslandi. Food matters (2008) Frábær mynd um hvernig við erum að eyðileggja góða heilsu með slæmu mataræði og hvað við getum gert til þess að bæta það. Rætt er við lækna, næringafræðing og aðra sérfræðinga um lífrænan mat, næringaþerapíu og hráfæði svo dæmi séu tekin. Heilsa Óskarinn Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Mynd/skjáskot Heilsuvísir tók saman lista af 10 áhrifamestu heimildamyndunum um heilsu og mataræði sem hafa verið gerðar á síðasta áratug. Fed up (2014) Fed Up er ný heimildarmynd sem kom út núna í byrjun september. Hún er framleidd af fréttakonunni Katie Couric sem margir þekkja úr fréttaskýringþættinum 60 mínútur. Í myndinni er farið yfir þann raunveruleika sem blasir við okkur að allt sem að við héldum að við vissum fyrir víst um mataræði og hreyfingu síðustu 30 ár er rangt. Myndin er skylduáhorf fyrir alla þá sem að hafa áhuga á heilsu og hreyfingu. Mynd/skjáskot May I be Frank (2010) May I be Frank fjallar um Frank Ferrante, 54 ára bandaríkjamann sem lifir á brúninni. Hann er offitu- og þunglyndissjúklingur, fíkniefnaneytandi og búin að brjóta allar brýr að baki sér í samskiptum sínum við fjölskyldu og vini … semsagt gjörsamlega á botninum. Myndin segir á hvetjandi hátt frá breytingu á lífsmunstri Franks frá botninum að toppnum á 42 dögum. Myndin fékk frábærar viðtökur og hefur unnið til fjölda verðlauna. Mynd/Skjáskot Simply raw (2009) Simply raw fjallar um sex sykursjúka einstaklinga sem taka þeirri áskorun að neyta einungis hráfæðis í 30 daga samfleytt. Á þessu tímabili mega þeir heldur ekki reykja, drekka, neyta koffíns né taka inn sykursýkislyf. Myndin er á köflum mjög tilfinningaþrungin enda um viðamiklar og erfiðar breytingar að ræða í lífi einstaklinganna. Mynd/skjáskot Vegucated (2011) Er frábær og oft á tíðum mjög fyndin heimildarmynd um þrjá New York búa sem að elska kjöt- og mjólkurvörur. Þeir taka þeirri áskorun að neyta ekki dýraafurða í 6 vikur og á sama tíma gera þeir sjálfstæða rannsókn á aðbúnaði dýra í Bandaríkjunum. Breyttist skoðun þeirra á neyslu dýravara á þessum 6 vikum? Fóru þau aftur í að neyta þeirra? Vegucated er margverðlaunuð heimildarmynd sem vakti mikla athygli og umtal eftir að hún kom út. Mynd/Skjáskot Food Fight (2008) Er áhugaverð heimildarmynd sem fjallar að miklu leyti um upphaf lífrænu byltingarinnar í Bandaríkjunum. Í myndinni koma fram þær breytingar sem hafa orðið í framleiðslu á ræktun matvæla undanfarin ár og rýnt í það hvernig framtíðin komi til með að líta út haldi allt áfram í þeim farvegi sem að landbúnaður er í dag. Mynd/skjáskot Supersize me (2004) Það mætti segja að heimildarmyndin Supersize me sé einskonar frumkvöðull á sviði heimildarmynda sem fjalla um heilsu og hreyfingu. Myndin segir frá Morgan Spurlock, leikstjóra myndarinnar, sem tekur það að sér að lifa einungis á því sem er í boði á matseðli McDonalds í heila 30 daga. Myndin er mjög áhrifaríkt þar sem að við fáum það beint í æð hvað mataræði hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu. mynd/skjáskot Sicko (2007) Sicko er mjög heimildamynd eftir leikstjórann Michael Moore og var hún tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda 2008. Í myndinni er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum gagnrýnt og borið saman við heilbrigðiskerfi annars staðar í heiminum. Michael er þekktur fyrir að hafa sterkar pólítískar skoðanir og kemur þeim oft á framfæri með húmórískum hætti. Mynd/skjáskot The percect human diet (2012) Merkilegt mynd sem veltir vöngum yfir því af hverju við mannfólkið erum að fitna. Reynt er að finna svar við því hver sé hin fullkomna fæða og vinna úr þeim ótal upplýsingum og ráðum sem gefin er um það sem er hollt og óhollt. Farið er yfir fæðuval forfeðra okkar og það borið saman við fæðu nútímamannsins. Mynd/Skjáskot Food Inc. (2008) Food Inc. fjallar um þróun matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum. Notkun skordýraeiturs, stera og erðabreytinga eru skoðuð ofan í kjölin og aðbúnaður dýra sömuleiðis. Nokkuð merkilegt mynd sem gaman er að horfa á og bera saman við framþróun matvælaframleiðslu hér á Íslandi. Food matters (2008) Frábær mynd um hvernig við erum að eyðileggja góða heilsu með slæmu mataræði og hvað við getum gert til þess að bæta það. Rætt er við lækna, næringafræðing og aðra sérfræðinga um lífrænan mat, næringaþerapíu og hráfæði svo dæmi séu tekin.
Heilsa Óskarinn Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira