Lífið

Óförðuð Greta Mjöll

Ellý Ármanns skrifar
mynd/instagram
Greta Mjöll Samúelsdóttir sem komst áfram í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn með lagið Eftir eitt lag eftir Ástu Björgu Björgvinsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega því hún setti mynd af sér á instagram síðuna sína þar sem hún er nývöknuð og óförðuð en gullfalleg eins og ávallt.  



„Ég leit svona út þegar ég vaknaði. Ég var með blautt hárið þegar ég sofnaði en það var Ragna Fossberg á Rúv sem farðaði mig á miðvikudaginn þegar tökur fóru fram," segir Greta Mjöll kát yfir úrslitunum.

„Þá er maður vaknaður fyrir Euro. Mér finnst ég nú ekki þurfa neitt smink. Hárið er allavega grand!“
Farðar þú þig daglega?  „Já ég er yfirleitt alltaf með púður og maskara. Ég nenni ekki að splæsa í eyeliner. Ég lita augabrúnirnar sjálf og á augnahárin set ég maskara,“ segir þessi fallega söngkona.

Meðfylgjandi má sjá myndir ásamt texta sem Greta setti á instagram við undirbúninginn.

„Búðarrölt með stelpunum.“
„Bestu dagarnir innihalda "börger" og sjeik.“
„Í skýjunum eftir frábært kvöld! Takk fyrir stuðninginn!!“
Rakel Pálsdóttir bakrödd og gítar, Greta Mjöll Samúelsdóttir söngur, Bergrún Íris Sævarsdóttir textasmiður og stílisti, Hólmfríður Samúelsdóttir bakrödd og trommukassi, Birna Björnsdóttir listræn stjórnun og Ásta Björg Björgvinsdóttir bakrödd, lagahöfundur og harmonikka.

„Hár "in the making" #baksviðs.“
Ásta Björg í förðunarherberginu í Efstaleiti.

„Þá er andlitið allavega komið á. Let the games begin!“
„Baksviðs og í græna herberginu.“
„Who wore it better.“
Fannar Sveinsson, annar umsjónarmaður Hraðfrétta og Greta slá á létta strengi í Efstaleitinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.