Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við Ríkisskattstjóra, heimsótti í desember 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem gisting hafði verið auglýst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og airbnb.com.
Um var að ræða leiðbeinandi eftirlit með gistileyfum og skattskyldu tekna vegna sölu á gistingu. Unnið verður úr þeim gögnum sem þarna söfnuðust.
Lögreglan og Ríkisskattstjóri munu halda eftirliti þessu áfram og hvetja því þá sem hyggjast leigja hús, íbúðir eða herbergi til ferðamanna að sækja um tilskilin leyfi áður en starfsemin hefst, vera með löglega tekjuskráningu og greiða af þeim tekjum lögbundna skatta og gjöld.
Sækja þarf um rekstrarleyfi til lögreglu/sýslumanns áður en rekstur hefst og starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits.
Fylgjast með auglýsingum vegna leiguíbúða á samskiptamiðlum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent


Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf