Ford lokar verksmiðju í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 16:03 Ford Galaxy. Í verksmiðju Ford í Genk í Belgíu hefur nú verið framleiddur síðasti bíllinn í 50 ára sögu hennar. Þar voru alls framleiddir 14 milljón bílar. Ford ákvað árið 2012 að loka þessari verksmiðju og með lokun hennar og lokun verksmiðju Opel í Antwerpen árið 2010 eru aðeins tvær bílaverksmiðjur í Belgíu eftir, verksmiðja Audi í Brussel og Volvo í Gent. Í verksmiðju Ford í Genk unnu 4.000 manns, en talið er að um 11.800 störf tapist í Belgíu vegna lokunarinnar þar sem íhlutaframleiðendur þar þurfa einnig að segja upp fólki. Síðasti bíllinn sem rann af færiböndunum í Genk var af gerðinni Ford Galaxy og verður hann gefinn góðgerðarsamtökum. Ford mun næstu mánuði taka niður framleiðslulínur verksmiðjunnar og fá nokkur hundruð manns áfram vinnu við það starf. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Í verksmiðju Ford í Genk í Belgíu hefur nú verið framleiddur síðasti bíllinn í 50 ára sögu hennar. Þar voru alls framleiddir 14 milljón bílar. Ford ákvað árið 2012 að loka þessari verksmiðju og með lokun hennar og lokun verksmiðju Opel í Antwerpen árið 2010 eru aðeins tvær bílaverksmiðjur í Belgíu eftir, verksmiðja Audi í Brussel og Volvo í Gent. Í verksmiðju Ford í Genk unnu 4.000 manns, en talið er að um 11.800 störf tapist í Belgíu vegna lokunarinnar þar sem íhlutaframleiðendur þar þurfa einnig að segja upp fólki. Síðasti bíllinn sem rann af færiböndunum í Genk var af gerðinni Ford Galaxy og verður hann gefinn góðgerðarsamtökum. Ford mun næstu mánuði taka niður framleiðslulínur verksmiðjunnar og fá nokkur hundruð manns áfram vinnu við það starf.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent