Bílaframleiðendur hætta að selja bíla í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 14:58 Fáir bílar seljast nú í Rússlandi. Rússneska rúblan hrapar nú sem aldrei fyrr og er farin að nálgast hálfvirði gangvart dollar frá byrjun árs. Afleiðingarnar eru margvíslegar og flestar slæmar fyrir íbúa Rússlands. Ein þeirra er sú að bílaframleiðendur heimsins hætta nú einn af öðrum að selja bíla þar, því lítið fæst fyrir þá. General Motors, Audi og Jaguar-Land Rover hafa alfarið hætt sölu bíla í Rússlandi og hætt er við því að margir fleiri fylgi í kjölfarið. BMW hugleiðir nú að hætta sölu bíla sinna í Rússlandi, en Bloomberg telur að fyrirtækið gæti tapað 100 til 150 milljón evrum á sölu bíla þar vegna lækkunar rúblunnar. Volkswagen og Toyota hafa ekki enn hætt sölu, en eru bæði að íhuga það og Toyota hefur hækkað stórlega verð bíla sinna þar til að vega upp lækkun rúblunnar. Um leið og rúblan hækkar aftur er talið líklegt að bílaframleiðendur hefji aftur sölu, en markaðurinn fyrir bíla er stór í Rússlandi og um hann munar fyrir framleiðendurna. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Rússneska rúblan hrapar nú sem aldrei fyrr og er farin að nálgast hálfvirði gangvart dollar frá byrjun árs. Afleiðingarnar eru margvíslegar og flestar slæmar fyrir íbúa Rússlands. Ein þeirra er sú að bílaframleiðendur heimsins hætta nú einn af öðrum að selja bíla þar, því lítið fæst fyrir þá. General Motors, Audi og Jaguar-Land Rover hafa alfarið hætt sölu bíla í Rússlandi og hætt er við því að margir fleiri fylgi í kjölfarið. BMW hugleiðir nú að hætta sölu bíla sinna í Rússlandi, en Bloomberg telur að fyrirtækið gæti tapað 100 til 150 milljón evrum á sölu bíla þar vegna lækkunar rúblunnar. Volkswagen og Toyota hafa ekki enn hætt sölu, en eru bæði að íhuga það og Toyota hefur hækkað stórlega verð bíla sinna þar til að vega upp lækkun rúblunnar. Um leið og rúblan hækkar aftur er talið líklegt að bílaframleiðendur hefji aftur sölu, en markaðurinn fyrir bíla er stór í Rússlandi og um hann munar fyrir framleiðendurna.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent