Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast félagarnir Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.
Í fyrsta þætti fóru þeir í Adrenalíngarðinn og létu gamminn geysa. Nú halda þeir ferð sinni áfram um Suðurlandið. Í þætti dagsins fylgjumst með þeim þeysa um sveitirnar og meðal annars finna svokallaða gleðibumbu við Laugavatn.
Strákarnir kíkja einnig á Gullfoss og Geysi. Davíð er síðan búinn að skipuleggja tjaldútilegu og er stefnan tekin á Álfaskeið við Flúðir.
Brynjólfi lýst ekki vel á þetta þar sem og þráir frekar mjúkt rúm á hóteli. Vinirnir lenda í miklu karpi yfir þessu en ná þó að sættast að lokum.
Fundu falda gleðibumbu
Tengdar fréttir

Fyrsti þáttur af Illa farnir
Strákarnir í Illa farnir láta gamminn geysa í Adrenalíngarðinum.

Illa farnir vinir fara á ferðalag um Ísland
Þættirnir Illa farnir eru hugmynd Davíðs Arnars Oddgeirssonar, Arnars Þórs Þórssonar og Brynjólfs Löve. Félagarnir ferðast um Ísland og búa til ævintýri.