það þarf þjóðarátak gegn sykurneyslu Rikka skrifar 8. nóvember 2014 12:00 Gunnar Már Sigfússon Gunnar Már Sigfússon venti kvæði sínu í kross og fór úr því að vera einn vinsælasti einkaþjálfari landsins í að vera einn vinsælasti og söluhæsti matreiðslubókahöfundur hér á landi. Meðfram því að vera að skrifa nýja bók er Gunnar með námskeið á netinu sem kennir fólki að hætta að borða sykur á sex vikum. Viðtökurnar hafa farið fram úr öllum væntingum og er Gunnar með íslenska þátttakendur um heim allan. „Sykurneysla er greinilega hafin yfir landamæri og sykurvandamálið er ekki bundið við Ísland, þetta er alheimsvandamál. Ég er með íslenska þátttakendur um allan heim; í Dubai, Noregi, Spáni og víðar,“ segir Gunnar.Sykur helsta orsök lífsstílssjúkdóma Árleg sykurneysla á hvern Íslending er talin vera um sextíu kíló á ári og er það álit margra að neyslan sé okkar helsta lýðheilsuvandamál og orsök algengustu lífsstílssjúkdóma sem mannfólkið glímir við á vestrænum slóðum. „Fyrir mér er það alveg ljóst að sykur er helsti sökudólgur algengustu lífsstílssjúkdómanna. Heilbrigðiskerfið þolir engan veginn aukna tíðni þessara sjúkdóma og nú er bara kominn sá tími sem við verðum hvert og eitt okkar að taka ábyrgð á neyslu okkar og minnka verulega sykurneysluna. Þetta er kannski heldur mikil einföldun á málinu en ég held að allir séu sammála um að þetta væri risaskref í rétta átt og gæti verið góð byrjun á fleiri jákvæðum breytingum sem við getum öll gert,“ segir hann og bætir við að með námskeiðunum vilji hann leggja sitt lóð á vogarskálarnar. „Ég er búinn að vera í heilsubransanum í yfir tuttugu ár svo sykur er eitthvað sem ég hef meirihluta ævinnar takmarkað neyslu á og mælt með því að aðrir geri slíkt hið sama. Það er búin að vera svo hröð þróun í sykurneyslunni á undanförnum áratugum. Að mínu mati er þetta stærsta heilsuógn sem við höfum staðið frammi fyrir nokkurn tímann. Með þessum námskeiðum vil ég leggja mitt af mörkum þótt margt fleira þurfi að koma til. Það þarf þjóðarátak gegn sykurneyslu,“ segir hann.Þarf að taka á rót vandans Námskeiðið Hættu að borða sykur er sem fyrr segir einungis haldið á netinu en það gerir nútímamanneskjunni auðveldara fyrir að nálgast námskeiðin á sínum forsendum og tíma. Daglega fá þátttakendur póst sem fræðir þá um hvernig hægt sé að hætta eða takmarka neyslu sykurs, sykurlausar uppskriftir, sem og fræðslu um skaðsemi sykursins og í hvaða matvöru hann sé að finna. „Ég er sannfærður um það að ef vel á að takast þarftu að vita hvar sykur er að finna í neysluvörunum og geta þannig valið vörur sem innihalda minna af sykri. Ég held að fáir geti tekið þetta á hnefanum og bara hætt að borða sykur til frambúðar, það þarf meira að koma til, það þarf að taka löngunina út úr þessu öllu saman og það er gert með því að borða rétt samsetta fæðu sem tekur á rót vandans, lönguninni í sykur,“ segir Gunnar. Sykurminna 2015 Námskeiðin hafa fengið góð viðbrögð og virðist sem ekkert lát sé á eftirspurninni. „Það skín í gegn að allir þeir sem hafa tekið þátt í námskeiðinu eru meðvitaðri um hvar sykur er að finna og hversu skaðlegur hann er í raun. Fólk er farið að hugsa þetta öðruvísi og kaupa öðruvísi inn og það er heila málið. Mörgum hefur tekist að hætta sykurneyslu og aðrir hafa stórminnkað hana og það er frábært að heyra frá fólki að hugarfarið sé breytt og hugsunarlaust sykurát sé á undanhaldi,“ segir Gunnar og kveðst sannfærður um að það að hætta í sykri muni auka lífsgæði allra sem það gera og bæta heilsu þeirra. „Ég finn að þessi viðbrögð sem ég er að upplifa frá fólki eftir þessar vikur tvíefla mig í þessum málum og nú er bara að spýta í lófana og gera enn betur,“ segir hann að lokum og vonast til þess að árið 2015 verði árið sem Íslendingar taki sig saman, minnki meðvitað sykurneyslu sína og taki með því skref í átt á betri heilsu og lífsgæðum.Sykurlausa súkkulaðikaka Gunnars Más Einföld og bragðgóð súkkulaðikaka sem einfalt er að leika eftir 200 g 85% dökkt súkkulaði (því dekkra súkkulaði því minna um sykur) 200 g smjör 1 dl sukrin-sætuefni 1 tsk. vanilludropar 4 egg Hitaðu ofninn í 200°C. Settu súkkulaðið og smjörið í pott og bræddu á lágum hita. Hrærðu í hrærivél eggin, sætuefnið og vanilludropana þar til blandan verður létt og fín. Blandaðu súkkulaðiblöndunni í eggjablönduna og settu í smurt eldfast mót eða bökunarform. Bakaðu í 6-8 mínútur og leyfðu síðan að kólna. Berðu fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Gunnar Már Sigfússon venti kvæði sínu í kross og fór úr því að vera einn vinsælasti einkaþjálfari landsins í að vera einn vinsælasti og söluhæsti matreiðslubókahöfundur hér á landi. Meðfram því að vera að skrifa nýja bók er Gunnar með námskeið á netinu sem kennir fólki að hætta að borða sykur á sex vikum. Viðtökurnar hafa farið fram úr öllum væntingum og er Gunnar með íslenska þátttakendur um heim allan. „Sykurneysla er greinilega hafin yfir landamæri og sykurvandamálið er ekki bundið við Ísland, þetta er alheimsvandamál. Ég er með íslenska þátttakendur um allan heim; í Dubai, Noregi, Spáni og víðar,“ segir Gunnar.Sykur helsta orsök lífsstílssjúkdóma Árleg sykurneysla á hvern Íslending er talin vera um sextíu kíló á ári og er það álit margra að neyslan sé okkar helsta lýðheilsuvandamál og orsök algengustu lífsstílssjúkdóma sem mannfólkið glímir við á vestrænum slóðum. „Fyrir mér er það alveg ljóst að sykur er helsti sökudólgur algengustu lífsstílssjúkdómanna. Heilbrigðiskerfið þolir engan veginn aukna tíðni þessara sjúkdóma og nú er bara kominn sá tími sem við verðum hvert og eitt okkar að taka ábyrgð á neyslu okkar og minnka verulega sykurneysluna. Þetta er kannski heldur mikil einföldun á málinu en ég held að allir séu sammála um að þetta væri risaskref í rétta átt og gæti verið góð byrjun á fleiri jákvæðum breytingum sem við getum öll gert,“ segir hann og bætir við að með námskeiðunum vilji hann leggja sitt lóð á vogarskálarnar. „Ég er búinn að vera í heilsubransanum í yfir tuttugu ár svo sykur er eitthvað sem ég hef meirihluta ævinnar takmarkað neyslu á og mælt með því að aðrir geri slíkt hið sama. Það er búin að vera svo hröð þróun í sykurneyslunni á undanförnum áratugum. Að mínu mati er þetta stærsta heilsuógn sem við höfum staðið frammi fyrir nokkurn tímann. Með þessum námskeiðum vil ég leggja mitt af mörkum þótt margt fleira þurfi að koma til. Það þarf þjóðarátak gegn sykurneyslu,“ segir hann.Þarf að taka á rót vandans Námskeiðið Hættu að borða sykur er sem fyrr segir einungis haldið á netinu en það gerir nútímamanneskjunni auðveldara fyrir að nálgast námskeiðin á sínum forsendum og tíma. Daglega fá þátttakendur póst sem fræðir þá um hvernig hægt sé að hætta eða takmarka neyslu sykurs, sykurlausar uppskriftir, sem og fræðslu um skaðsemi sykursins og í hvaða matvöru hann sé að finna. „Ég er sannfærður um það að ef vel á að takast þarftu að vita hvar sykur er að finna í neysluvörunum og geta þannig valið vörur sem innihalda minna af sykri. Ég held að fáir geti tekið þetta á hnefanum og bara hætt að borða sykur til frambúðar, það þarf meira að koma til, það þarf að taka löngunina út úr þessu öllu saman og það er gert með því að borða rétt samsetta fæðu sem tekur á rót vandans, lönguninni í sykur,“ segir Gunnar. Sykurminna 2015 Námskeiðin hafa fengið góð viðbrögð og virðist sem ekkert lát sé á eftirspurninni. „Það skín í gegn að allir þeir sem hafa tekið þátt í námskeiðinu eru meðvitaðri um hvar sykur er að finna og hversu skaðlegur hann er í raun. Fólk er farið að hugsa þetta öðruvísi og kaupa öðruvísi inn og það er heila málið. Mörgum hefur tekist að hætta sykurneyslu og aðrir hafa stórminnkað hana og það er frábært að heyra frá fólki að hugarfarið sé breytt og hugsunarlaust sykurát sé á undanhaldi,“ segir Gunnar og kveðst sannfærður um að það að hætta í sykri muni auka lífsgæði allra sem það gera og bæta heilsu þeirra. „Ég finn að þessi viðbrögð sem ég er að upplifa frá fólki eftir þessar vikur tvíefla mig í þessum málum og nú er bara að spýta í lófana og gera enn betur,“ segir hann að lokum og vonast til þess að árið 2015 verði árið sem Íslendingar taki sig saman, minnki meðvitað sykurneyslu sína og taki með því skref í átt á betri heilsu og lífsgæðum.Sykurlausa súkkulaðikaka Gunnars Más Einföld og bragðgóð súkkulaðikaka sem einfalt er að leika eftir 200 g 85% dökkt súkkulaði (því dekkra súkkulaði því minna um sykur) 200 g smjör 1 dl sukrin-sætuefni 1 tsk. vanilludropar 4 egg Hitaðu ofninn í 200°C. Settu súkkulaðið og smjörið í pott og bræddu á lágum hita. Hrærðu í hrærivél eggin, sætuefnið og vanilludropana þar til blandan verður létt og fín. Blandaðu súkkulaðiblöndunni í eggjablönduna og settu í smurt eldfast mót eða bökunarform. Bakaðu í 6-8 mínútur og leyfðu síðan að kólna. Berðu fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira