Gagnrýni

Prýðilegt pönkrokk

Freyr Bjarnason skrifar
Hljómsveitin er frá Manchester á Englandi.
Hljómsveitin er frá Manchester á Englandi. Fréttablaðið/Ernir
Pins

Iceland Airwaves

Harpa Silfurberg



Hljómsveitin Pins er frá Manchester á Englandi og er hreinræktuð kvennasveit, skipuð þeim Faith Holgate (söngur og gítar), Lois McDonald (gítar), Anna Donigan (bassi) og Lara Williams (trommur).

Holgate mætti á sviðið með gítarinn í hendi, berleggjuð í svörtu, þröngu dressi, og tókst ágætlega að vinna salinn á sitt band. Hljómsveitin spilaði frekar hægt og einfalt pönkrokk og skilaði sínu mjög vel.

Stundum minnti Pins á The Savages, svokallað póstpönk-band einnig frá Englandi, sem spilaði á Airwaves í fyrra við góðar undirtektir.

Niðurstaða:Prýðilegt pönkrokk frá kvennasveitinni Pins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.