Lífið

Jón Gnarr mætti ekki í búningi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/ernir
Jón Gnarr var einn fjögurra sem hlaut Lennon Ono friðarverðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag.

Jón hlaut verðlaunin ásamt Jann Wenner, einn stofnanda og útgefanda tímaritsins Rolling Stone, Jeremy Gilley, upphafsmann Peace One Day samtakanna, og Doreen Remen og Yvonne Force Villareal, stofnanda Art Production sjóðsins.

Jón var frekar hefðbundinn í klæðaburði í dag og klæddist ljósum jakkafötum og bar reffilegan hatt en skemmst er frá því að minnast þegar hann mætti í Star Wars-búningi þegar verðlaunin voru veitt árið 2012.

Jón Gnarr.
Dagur B. Eggertsson, Yoko Ono og Jón Gnarr.
Líf Magneudóttir og Sóley Tómasdóttir.
S. Björn Blöndal og Ágúst Már Garðarsson.
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir.
Oliver Lockett, Scott Guinn, Heiða Kristín Helgadóttir og Guðmundur Kristján Jónsson.
Verðlaunahafar.
Josh Fox og Diana Gray.

Tengdar fréttir

Jón Gnarr veitir Kvennaathvarfinu sex milljónir

„Þetta þýðir að við getum hrint í framkvæmd ýmsum verkefnum sem okkur hefur lengi dreymt um en ekki haft fjármagn til að framkvæma,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir.

Ber mikla virðingu fyrir Jóni Gnarr

Kveikt verður á friðarsúlunni á fæðingardegi Johns Lennons í sjöunda sinn í Viðey í kvöld. Yoko Ono, ekkja hans, mun einnig afhenda friðarverðlaun sín í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.