Peugeot-Citroën mun fækka bílgerðum Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2014 15:29 Carlos Tavares forstjóri Peugeot-Citroën. Það er líklega ekki gott að tapa 1.125 milljörðum króna, en það hefur bílaframleiðandinn Peugeot-Citroën gert á síðastliðnum 2 árum. Því hefur fyrirtækið upplýst um viðreisnaráætlun sem felur meðal annars í sér fækkun bílgerða fyrirtæksins úr 45 í 26 fram til ársins 2020. Peugeot-Citroën hefur trú á því að bílar þeirra verði betri ef þeim fækkar þar sem allur fókus og þróunarkostnaður beinist að færri afurðum. Peugeot-Citroën ætlar að leggja mikla áherslu á Kínamarkað og Asíu almennt, en eins og kunnugt er keypti kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng 7% í Peugeot-Citroën nýverið. Einnig verður herjað af meiri krafti en áður á Rússlandsmarkað og S-Ameríku. Í viðreisnaráætlun Peugeot-Citroën er gert ráð fyrir að taprekstri fyrirtækisins muni ljúka árið 2016. Vonandi gengur það eftir en viðbrögð markaðarins, bæði við uppgjöri Peugeot-Citroën og viðreisnaráætluninni, voru þau að hlutabréf í Peugeot-Citroën lækkuðu um 4,5%. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent
Það er líklega ekki gott að tapa 1.125 milljörðum króna, en það hefur bílaframleiðandinn Peugeot-Citroën gert á síðastliðnum 2 árum. Því hefur fyrirtækið upplýst um viðreisnaráætlun sem felur meðal annars í sér fækkun bílgerða fyrirtæksins úr 45 í 26 fram til ársins 2020. Peugeot-Citroën hefur trú á því að bílar þeirra verði betri ef þeim fækkar þar sem allur fókus og þróunarkostnaður beinist að færri afurðum. Peugeot-Citroën ætlar að leggja mikla áherslu á Kínamarkað og Asíu almennt, en eins og kunnugt er keypti kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng 7% í Peugeot-Citroën nýverið. Einnig verður herjað af meiri krafti en áður á Rússlandsmarkað og S-Ameríku. Í viðreisnaráætlun Peugeot-Citroën er gert ráð fyrir að taprekstri fyrirtækisins muni ljúka árið 2016. Vonandi gengur það eftir en viðbrögð markaðarins, bæði við uppgjöri Peugeot-Citroën og viðreisnaráætluninni, voru þau að hlutabréf í Peugeot-Citroën lækkuðu um 4,5%.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent