„Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2014 15:31 Sigurjón Árnason ásamt verjanda sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Skýrslutaka saksóknara yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón er ákærður ásamt þremur öðrum fyrir markaðsmisnotkun í aðdraganda bankahrunsins. Saksóknari spurði bankastjórann fyrrverandi út í mörg einstök viðskipti Landsbankans með eigin bréf á ákærutímabilinu en Sigurjón vissi ekkert um flest þeirra. Hann bar við að rekstur bankans hefði aldrei gengið upp ef hann hefði þurft að skipta sér af öllum viðskiptum svo hann treysti einfaldlega starfsfólki eigin fjárfestinga bankans. „Ég hafði ekki tíma til að liggja yfir einstökum viðskiptum. Maður var að vinna 15 tíma á dag, 6-7 daga vikunnar og að stjórna 3000 manna banka með starfsemi í 15 löndum. Á meðan ég fékk ekki meldingar frá áhættustýringu um að það væri verið að gera eitthvað rangt þá brást ég ekki við,“ sagði Sigurjón fyrir dómi í dag. Einu viðskiptin sem Sigurjón kannaðist við og viðurkenndi að hafa átt frumkvæði að voru skipti á hlutabréfum í Landsbankanum og Glitni. Þau viðskipti fóru fram í september 2008. Þegar saksóknari spurði hvort að þau viðskipti hefðu verið skynsamleg á þeim tíma, miðað við ástandið á fjármálamörkuðum, sagði Sigurjón svo hafa verið. „Það er alltaf mjög skynsamlegt að eiga stöðu í bankabréfum, það var það líka á þessum tíma. Ég átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp nokkrum dögum síðar. Mér leið ekki svo illa á þessum tíma að allt væri að fara norður og niður. Maður var bara eins og froskur í potti,“ sagði Sigurjón um vikurnar áður en ríkið þjóðnýtti Glitni og forsætisráðherra bað guð um að blessa Ísland.Sigurjón varð bankastjóri Landsbankans árið 2003 en hann starfaði áður í Búnaðarbankanum.Vísir/Rósa„Þú ert búin að tapa því máli!“ Á meðal þeirra viðskipta sem saksóknari spurði Sigurjón út í var lánveiting til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlut í Landsbankanum í lok september 2008 en Sigurjón og verjandi hans brugðust ókvæða við. „Þú ert búin að tapa því máli!“ sagði Sigurjón við saksóknara og hafði vissulega rétt fyrir sér þar sem hann var sýknaður í apríl síðastliðnum, ásamt Elínu Sigfúsdóttur, af markaðsmisnotkun vegna lánveitingarinnar. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar og tók dómari undir það í dag að Sigurjón þyrfti ekki að svara spurningum vegna Imon ehf. Spurður út í mikil kaup eigin fjárfestinga í bréfum bankans í lok september og byrjun október 2008 og hvort hann hefði ekki haft áhyggjur af því svaraði Sigurjón neitandi. Hann kvaðst hafa haft meiri áhyggjur af Icesave og Glitni á þeim tíma. Saksóknari spurði jafnframt hvort að starfsmenn eigin fjárfestinga hefðu verið færir um að ákveða einir þessi miklu kaup í bréfum bankans. Sigurjón svaraði því til að starfsmennirnir hefðu aldrei leitað til sín né hins bankastjórans, Halldórs, vegna kaupanna. Við skýrslutökuna notaði Sigurjón tækifærið, líkt og í ræðu sinni í morgun, til að gagnrýna rannsókn málsins og embætti Sérstaks saksóknara. Sagði hann meðal annars undir lok yfirheyrslunnar við saksóknara og aðstoðarmenn hennar: „Þið eruð að berja hausnum við steininn og ráðast á saklaust fólk.“ Aðalmeðferðinni verður framhaldið á morgun og hefjast þá vitnaleiðslur. Tengdar fréttir „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Skýrslutaka saksóknara yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón er ákærður ásamt þremur öðrum fyrir markaðsmisnotkun í aðdraganda bankahrunsins. Saksóknari spurði bankastjórann fyrrverandi út í mörg einstök viðskipti Landsbankans með eigin bréf á ákærutímabilinu en Sigurjón vissi ekkert um flest þeirra. Hann bar við að rekstur bankans hefði aldrei gengið upp ef hann hefði þurft að skipta sér af öllum viðskiptum svo hann treysti einfaldlega starfsfólki eigin fjárfestinga bankans. „Ég hafði ekki tíma til að liggja yfir einstökum viðskiptum. Maður var að vinna 15 tíma á dag, 6-7 daga vikunnar og að stjórna 3000 manna banka með starfsemi í 15 löndum. Á meðan ég fékk ekki meldingar frá áhættustýringu um að það væri verið að gera eitthvað rangt þá brást ég ekki við,“ sagði Sigurjón fyrir dómi í dag. Einu viðskiptin sem Sigurjón kannaðist við og viðurkenndi að hafa átt frumkvæði að voru skipti á hlutabréfum í Landsbankanum og Glitni. Þau viðskipti fóru fram í september 2008. Þegar saksóknari spurði hvort að þau viðskipti hefðu verið skynsamleg á þeim tíma, miðað við ástandið á fjármálamörkuðum, sagði Sigurjón svo hafa verið. „Það er alltaf mjög skynsamlegt að eiga stöðu í bankabréfum, það var það líka á þessum tíma. Ég átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp nokkrum dögum síðar. Mér leið ekki svo illa á þessum tíma að allt væri að fara norður og niður. Maður var bara eins og froskur í potti,“ sagði Sigurjón um vikurnar áður en ríkið þjóðnýtti Glitni og forsætisráðherra bað guð um að blessa Ísland.Sigurjón varð bankastjóri Landsbankans árið 2003 en hann starfaði áður í Búnaðarbankanum.Vísir/Rósa„Þú ert búin að tapa því máli!“ Á meðal þeirra viðskipta sem saksóknari spurði Sigurjón út í var lánveiting til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlut í Landsbankanum í lok september 2008 en Sigurjón og verjandi hans brugðust ókvæða við. „Þú ert búin að tapa því máli!“ sagði Sigurjón við saksóknara og hafði vissulega rétt fyrir sér þar sem hann var sýknaður í apríl síðastliðnum, ásamt Elínu Sigfúsdóttur, af markaðsmisnotkun vegna lánveitingarinnar. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar og tók dómari undir það í dag að Sigurjón þyrfti ekki að svara spurningum vegna Imon ehf. Spurður út í mikil kaup eigin fjárfestinga í bréfum bankans í lok september og byrjun október 2008 og hvort hann hefði ekki haft áhyggjur af því svaraði Sigurjón neitandi. Hann kvaðst hafa haft meiri áhyggjur af Icesave og Glitni á þeim tíma. Saksóknari spurði jafnframt hvort að starfsmenn eigin fjárfestinga hefðu verið færir um að ákveða einir þessi miklu kaup í bréfum bankans. Sigurjón svaraði því til að starfsmennirnir hefðu aldrei leitað til sín né hins bankastjórans, Halldórs, vegna kaupanna. Við skýrslutökuna notaði Sigurjón tækifærið, líkt og í ræðu sinni í morgun, til að gagnrýna rannsókn málsins og embætti Sérstaks saksóknara. Sagði hann meðal annars undir lok yfirheyrslunnar við saksóknara og aðstoðarmenn hennar: „Þið eruð að berja hausnum við steininn og ráðast á saklaust fólk.“ Aðalmeðferðinni verður framhaldið á morgun og hefjast þá vitnaleiðslur.
Tengdar fréttir „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24
Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37