Íslenski boltinn

Leikur Stjörnunnar og Zvezda í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjarnan þreytti frumraun sína í Evrópukeppni fyrir tveimur árum.
Stjarnan þreytti frumraun sína í Evrópukeppni fyrir tveimur árum. Vísir/Andri Marinó
Stjarnan tekur á móti rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Samsung-vellinum í kvöld. Þetta er í annað skiptið sem Stjarnan tekur þátt í Meistaradeildinni, en fyrir tveimur árum tapaði Garðabæjarliðið 3-1 samanlagt fyrir öðru rússnesku liði, Zorkij.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi, auk þess sem fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Ríkharð Óskar Guðnason lýsir leiknum.

Seinni leikurinn fer fram í Perm í Rússlandi 16. október næstkomandi.


Tengdar fréttir

Harpa: Viljum alltaf bæta okkur

Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum.

Ásgerður: Erum reynslunni ríkari

Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar í fótbolta taka á móti rússneska liðinui Zvezda 2005 í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×