Íslenski boltinn

FH-ingar ekki alveg sloppnir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn fagna hér Íslandsmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum.
Stjörnumenn fagna hér Íslandsmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum. Vísir/Andri Marinó
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hittist í dag og fór meðal annars yfir agamál í lokaumferð Pespi-deildar karla um síðustu helgi. Nefndin tók hinsvegar ekki fyrir öll mál.

FH-ingurinn Kassim Doumbia var dæmdur í fjögurra leikja bann og Eyjamaðurinn Ian David Jeffs byrjar næsta tímabil í tveggja leikja banni. Hólmar Örn Rúnarsson var einnig dæmdur í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda og FH fékk 5000 króna sekt vegna átta refsistiga.

FH-ingar eru samt ekki alveg sloppnir. Aga- og úrskurðarnefnd mun nefnilega ekki taka fyrir umgjörð úrslitaleiks FH og Stjörnunnar en nokkrir eftirmálar urðu af leiknum.

Það á því eftir að úrskurða um mál tengdum lokaleik Pepsi-deildar karla en framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Íslands mun fara yfir það mál á allra næstu dögum.

Enn er verið að afla gagna um það sem miður fór í umgjörð leiksins á Kaplakrikavelli en aldrei hafa fleiri áhorfendur komið á leik í deildarkeppni efstu deildar á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×