„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2014 12:24 Sigurjón Árnason í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Sjötti dagur aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans vegna meintrar markaðsmisnotkunar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlarnir Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson eru ákærðir fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Með því hafi þeir blekkt almenning og gefið röng og misvísandi skilaboð um verð hlutabréfanna. Skýrslutaka yfir Sigurjóni hefur farið fram í morgun og mun halda áfram eftir hádegi. Hann heldur því fram að viðskipti bankans með eigin hlutabréf hafi verið eðlileg og segir að verðbréfamiðlarar hafi ekki gert neitt rangt í vinnu sinni heldur þvert á móti staðið sig mjög vel. Dagurinn byrjaði á 90 mínútna langri ræðu Sigurjóns þar sem hann fór meðal annars yfir regluverk bankans varðandi verðbréfasvið og hvernig ákvarðanir voru teknar. Þá tók hann sér tíma í að gagnrýna embætti Sérstaks saksóknara og sagði að rannsókn málsins hefði alls ekki verið hlutlaus. „Ég held að það hafi aldrei verið reitt jafnhátt til höggs til að sanna að eitthvað sé glæpur,“ sagði Sigurjón.Myndi kaupa allt í Kauphöllinni nema Össur Hann bætti svo við að yfirmaður saksóknara í málinu og aðstoðarmanna hans, Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, færi grátandi í fjölmiðla til að kvarta undan niðurskurði og að embættið gæti ekki klárað rannsóknir sínar. Dómari minnti Sigurjón þá á að halda sig við sakarefnið. Sigurjón var formaður fjármálanefndar sem var yfir verðbréfasviði bankans. Sú nefnd hittist einu sinni í viku á fundum en að sögn Sigurjóns voru ekki teknar neinar ákvarðanir á nefndarfundum varðandi viðskipti með hlutabréfum bankans eða í öðrum fyrirtækjum. Fundirnir hafi fyrst og fremst snúist um upplýsingagjöf þar sem millistjórnendur hinna ýmsu sviða greindu bankastjórunum, Sigurjóni og Halldóri, frá stöðu mála. Sigurjón heldur því fram að þær aðferðir sem unnið hafi verið eftir varðandi viðskipti bankans í eigin bréfum hafi verið til staðar áður en hann kom þangað til starfa árið 2003. Aldrei hafi neinn gert athugasemdir við viðskiptin fyrr en nú og sé málið allt með ólíkindum. Sérstakur saksóknari hafi snúið öllu á hvolf í málatilbúnaði sínum. Það sé fráleitt að halda því fram að verði Landsbankans hafi verið handstýrt og haldið uppi á ákærutímabilinu, frá 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, þar sem verðmæti bankans hafi á því tímabili lækkað um 268 milljarða. „Vitið þið hvað þetta er mikill peningur, 268 milljarðar? Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina, kaupa bara allt, nema kannski Össur,“ sagði Sigurjón. Tengdar fréttir Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Sjötti dagur aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans vegna meintrar markaðsmisnotkunar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlarnir Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson eru ákærðir fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Með því hafi þeir blekkt almenning og gefið röng og misvísandi skilaboð um verð hlutabréfanna. Skýrslutaka yfir Sigurjóni hefur farið fram í morgun og mun halda áfram eftir hádegi. Hann heldur því fram að viðskipti bankans með eigin hlutabréf hafi verið eðlileg og segir að verðbréfamiðlarar hafi ekki gert neitt rangt í vinnu sinni heldur þvert á móti staðið sig mjög vel. Dagurinn byrjaði á 90 mínútna langri ræðu Sigurjóns þar sem hann fór meðal annars yfir regluverk bankans varðandi verðbréfasvið og hvernig ákvarðanir voru teknar. Þá tók hann sér tíma í að gagnrýna embætti Sérstaks saksóknara og sagði að rannsókn málsins hefði alls ekki verið hlutlaus. „Ég held að það hafi aldrei verið reitt jafnhátt til höggs til að sanna að eitthvað sé glæpur,“ sagði Sigurjón.Myndi kaupa allt í Kauphöllinni nema Össur Hann bætti svo við að yfirmaður saksóknara í málinu og aðstoðarmanna hans, Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, færi grátandi í fjölmiðla til að kvarta undan niðurskurði og að embættið gæti ekki klárað rannsóknir sínar. Dómari minnti Sigurjón þá á að halda sig við sakarefnið. Sigurjón var formaður fjármálanefndar sem var yfir verðbréfasviði bankans. Sú nefnd hittist einu sinni í viku á fundum en að sögn Sigurjóns voru ekki teknar neinar ákvarðanir á nefndarfundum varðandi viðskipti með hlutabréfum bankans eða í öðrum fyrirtækjum. Fundirnir hafi fyrst og fremst snúist um upplýsingagjöf þar sem millistjórnendur hinna ýmsu sviða greindu bankastjórunum, Sigurjóni og Halldóri, frá stöðu mála. Sigurjón heldur því fram að þær aðferðir sem unnið hafi verið eftir varðandi viðskipti bankans í eigin bréfum hafi verið til staðar áður en hann kom þangað til starfa árið 2003. Aldrei hafi neinn gert athugasemdir við viðskiptin fyrr en nú og sé málið allt með ólíkindum. Sérstakur saksóknari hafi snúið öllu á hvolf í málatilbúnaði sínum. Það sé fráleitt að halda því fram að verði Landsbankans hafi verið handstýrt og haldið uppi á ákærutímabilinu, frá 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, þar sem verðmæti bankans hafi á því tímabili lækkað um 268 milljarða. „Vitið þið hvað þetta er mikill peningur, 268 milljarðar? Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina, kaupa bara allt, nema kannski Össur,“ sagði Sigurjón.
Tengdar fréttir Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37