Missir hlutverk í Ted 2 í skugga játningar um barnaníð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. október 2014 11:30 Stephen Collins. vísir/getty Leikarinn Stephen Collins er búinn að missa hlutverk sitt í kvikmyndinni Ted 2 eftir að TMZ birti upptöku í gær þar sem leikarinn játar að hafa misnotað stúlkur undir lögaldri kynferðislega. Þetta kemur fram í Entertainment Weekly. Óljóst er hvaða hlutverki hann var búinn að landa í myndinni eða hvort hann var byrjaður að leika í henni en Ted 2 verður frumsýnd í júní á næsta ári.Vísir sagði frá því í gær að TMZ hefði birt upptöku af fjölskylduráðgjafafundi Stephens og eiginkonu hans, Faye Grant. Faye tók fundinn upp árið 2012 án þess að Stephen vissi af því. Á upptökunni lýsir Stephen því í smáatriðum hvernig hann braut gegn ungum stúlkum kynferðislega. Leikarinn hefur ekki gefið út yfirlýsingu en Faye sagði í gær ekki hafa gefið TMZ upptökuna. „Ég vaknaði í dag og sá að mjög persónuleg upptaka, sem ég sendi yfirvöldum árið 2012 að þeirra beiðni vegna rannsóknar á glæpsamlegu athæfi, hafði verið send til fjölmiðla. Ég kom ekki nálægt því að senda þessa upptöku til fjölmiðla,“ segir Faye í samtali við E! News. Þá segir hún í samtali við TMZ að henni bjóði við hegðun Stephens. „Ég hef oft hvatt Stephen til að leita sér meðferðar við barnagirnd en hann hefur neitað að leita sér hjálpar eða leggjast inn á spítala vegna þessarar girndar.“ Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa misnotað ungar stúlkur „Það var ein stund þar sem ég snerti hönd hennar og setti hönd hennar á getnaðarlim minn,“ segir leikarinn Stephen Collins. 7. október 2014 12:51 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Sjá meira
Leikarinn Stephen Collins er búinn að missa hlutverk sitt í kvikmyndinni Ted 2 eftir að TMZ birti upptöku í gær þar sem leikarinn játar að hafa misnotað stúlkur undir lögaldri kynferðislega. Þetta kemur fram í Entertainment Weekly. Óljóst er hvaða hlutverki hann var búinn að landa í myndinni eða hvort hann var byrjaður að leika í henni en Ted 2 verður frumsýnd í júní á næsta ári.Vísir sagði frá því í gær að TMZ hefði birt upptöku af fjölskylduráðgjafafundi Stephens og eiginkonu hans, Faye Grant. Faye tók fundinn upp árið 2012 án þess að Stephen vissi af því. Á upptökunni lýsir Stephen því í smáatriðum hvernig hann braut gegn ungum stúlkum kynferðislega. Leikarinn hefur ekki gefið út yfirlýsingu en Faye sagði í gær ekki hafa gefið TMZ upptökuna. „Ég vaknaði í dag og sá að mjög persónuleg upptaka, sem ég sendi yfirvöldum árið 2012 að þeirra beiðni vegna rannsóknar á glæpsamlegu athæfi, hafði verið send til fjölmiðla. Ég kom ekki nálægt því að senda þessa upptöku til fjölmiðla,“ segir Faye í samtali við E! News. Þá segir hún í samtali við TMZ að henni bjóði við hegðun Stephens. „Ég hef oft hvatt Stephen til að leita sér meðferðar við barnagirnd en hann hefur neitað að leita sér hjálpar eða leggjast inn á spítala vegna þessarar girndar.“
Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa misnotað ungar stúlkur „Það var ein stund þar sem ég snerti hönd hennar og setti hönd hennar á getnaðarlim minn,“ segir leikarinn Stephen Collins. 7. október 2014 12:51 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Sjá meira
Viðurkennir að hafa misnotað ungar stúlkur „Það var ein stund þar sem ég snerti hönd hennar og setti hönd hennar á getnaðarlim minn,“ segir leikarinn Stephen Collins. 7. október 2014 12:51