Ertu með þyngdina á heilanum? Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 8. október 2014 09:00 Vísir/Getty Á tímum útlits og æskudýrkunar er líkamsþyngd eitthvað sem margir hafa áhyggjur af. Fyrirsætur og frægar leikkonur verða sífellt grennri, allstaðar eru greinar og pistlar um hvernig sé best að grenna sig og margir upplifa mikla pressu að líta út á einhvern ákveðinn hátt. Það er þó staðreynd að enginn getur nokkurn tímann náð því markmiði að verða fullkominn og því kannski æskilegt að finna önnur markmið í lífinu. Fólk er fallegt af öllum stærðum og gerðum, andlegt og líkamlegt heilbrigði er það sem skiptir mestu máli. Hér koma nokkur góð ráð til þess að losna undan þyngdar þráhyggjunni og beina orkunni á betri staði.1. Ekki bera þig saman við aðra. Það er ekki til neins, þú getur aldrei orðið alveg eins og einhver annar. Það eru allir mismunandi og það er allt í lagi.2. Hættu að spá í megrunarkúrum. Þeir eru kallaðir kúrar af ástæðu, þeir gagnast þér í stuttan tíma og það er alltaf nýr tískukúr. Flestir þyngjast hratt aftur og verða jafnvel þyngri en þeir voru áður þegar þeir hætta á kúrnum. Einbeittu þér frekar að því að vera heilbrigð sál í heilbrigðum líkama. Nærðu líkama þinn með hollri fæðu af því að það er gott fyrir þig. Taktu lítil skref í átt að hollum lífstíl í stað öfgafullra breytinga sem endast stutt.3. Lífið er stórkostlegt, mundu að þú ert frjáls manneskja sem getur allt sem þú vilt. Lífið snýst um upplifanir ekki tölu á vigtinni. Ekki láta þyngd þína hindra þig í að lifa lífinu og upplifa stórkostlega hluti. Lifðu í núinu og ekki fresta hlutunum af því að þú hefur ekki náð þyngdinni sem þú stefnir að.4. Þyngd þín skilgreinir þig ekki, hún er bara tala. Þú ert einstök manneskja og það er enginn eins og þú. Það er enginn með sama persónuleika, tilfinningar eða sömu reynslu og þú. Þyngdin skiptir engu máli fyrir þína persónu. Fögnum fjölbreytileikanum! Heilsa Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Á tímum útlits og æskudýrkunar er líkamsþyngd eitthvað sem margir hafa áhyggjur af. Fyrirsætur og frægar leikkonur verða sífellt grennri, allstaðar eru greinar og pistlar um hvernig sé best að grenna sig og margir upplifa mikla pressu að líta út á einhvern ákveðinn hátt. Það er þó staðreynd að enginn getur nokkurn tímann náð því markmiði að verða fullkominn og því kannski æskilegt að finna önnur markmið í lífinu. Fólk er fallegt af öllum stærðum og gerðum, andlegt og líkamlegt heilbrigði er það sem skiptir mestu máli. Hér koma nokkur góð ráð til þess að losna undan þyngdar þráhyggjunni og beina orkunni á betri staði.1. Ekki bera þig saman við aðra. Það er ekki til neins, þú getur aldrei orðið alveg eins og einhver annar. Það eru allir mismunandi og það er allt í lagi.2. Hættu að spá í megrunarkúrum. Þeir eru kallaðir kúrar af ástæðu, þeir gagnast þér í stuttan tíma og það er alltaf nýr tískukúr. Flestir þyngjast hratt aftur og verða jafnvel þyngri en þeir voru áður þegar þeir hætta á kúrnum. Einbeittu þér frekar að því að vera heilbrigð sál í heilbrigðum líkama. Nærðu líkama þinn með hollri fæðu af því að það er gott fyrir þig. Taktu lítil skref í átt að hollum lífstíl í stað öfgafullra breytinga sem endast stutt.3. Lífið er stórkostlegt, mundu að þú ert frjáls manneskja sem getur allt sem þú vilt. Lífið snýst um upplifanir ekki tölu á vigtinni. Ekki láta þyngd þína hindra þig í að lifa lífinu og upplifa stórkostlega hluti. Lifðu í núinu og ekki fresta hlutunum af því að þú hefur ekki náð þyngdinni sem þú stefnir að.4. Þyngd þín skilgreinir þig ekki, hún er bara tala. Þú ert einstök manneskja og það er enginn eins og þú. Það er enginn með sama persónuleika, tilfinningar eða sömu reynslu og þú. Þyngdin skiptir engu máli fyrir þína persónu. Fögnum fjölbreytileikanum!
Heilsa Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira