Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var Svisslendingurinn í essinu sínu í leiknum. Hann átti ótrúlegt skot þegar hann svaraði Kohlschreiber með skoti aftur fyrir bakið en hann vann svo stigið.
Það var þó ekki allt og sumt. Eftir að hafa runnið til í uppgjöf þá náði hann engu að síður að svara Kohlschreiber, liggjandi í grasinu, en tapaði að lokum stiginu.
Federer vann þó viðureignina sem var jöfn og spennandi en Federer á titil að verja á mótinu.
Skotin tvö má sjá í spilurunum hér fyrir ofan og neðan.