Kári Stefánsson útskýrir af hverju sumir dökkhærðir fá rautt skegg Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson fer yfir skeggvöxt og hárlit. Ég er ekki í þessum hópi, hópi þessara tísku stráka. Þegar maður býr á Íslandi lætur maður sér vaxa skegg ef Guð leyfir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um skeggtískuna sem tröllríður nú öllu. Blaðamaður sló á þráðinn til Kára, til þess að fá úr því skorið hvers vegna sumir karlmenn, sem kannski eru dökkhærðir, eru með rautt skegg. Að sjálfsögðu var Kári með svör á reiðum höndum.Stökkbreyting erfðavísis Þegar Kári útskýrir hárlit fer hann strax í fagmál. „Þetta er stökkbreyting í afkvæmum erfðavísis sem býr til viðtæki fyrir melanocortin. Þessi stökkbreyting leiðir til þess að sumir fá rautt hár og verða viðkvæmir fyrir sólarljósi. Tjáningarmyndin á þessari stökkbreytingu getur verið mismunandi,“ segir Kári og heldur áfram: „Sumir verða algjörlega rauðhærðir á meðan aðrir fá kannski bara rauðan lokk í skeggið, eins og til dæmis ég. Þrátt fyrir að ég hafi verið með tiltölulega dökkt hár.“ Kári segir stökkbreytinguna vera misjafnlega sterka, „Tjáningarmyndin er ekki eins fullkomin, sumt fólk verður algjörlega rauðhært og þá viðkvæmara fyrir sólarljósi.“Xabi Alonso er spænskur og er með tiltölulega dökkt hár en rautt skegg. Hann ætti að forðast sólarljósið, að sögn Kára.Eykur líkur á sortuæxlum Einn fylgifiskur þessarar stökkbreytingar er víðsjárverður. „Þegar þessi stökkbreyting finnst í fólki suðurfrá, eins og á Spáni, eykur hún mjög mikið líkurnar á sortuæxlum. En til þess að sortuæxlin eigi sér stað verða menn að vera fyrir miklu sólarljósi,“ segir Kári. Hann segir stökkbreytinguna finnast í sex prósentum Spánverja, sautján prósent Svía en tuttugu og sex prósent Íslendinga. „Á Íslandi hefur þessi stökkbreyting engin áhrif á tíðni sortuæxla. Hún þrefaldar tíðnina á Spáni og tvöfaldar hana í Svíþjóð. Þannig að hversu mikil áhrif hún hefur á hættuna á sortuæxlum, markast af því hvað menn verða fyrir miklu sólarljósi. Eins og þú veist kæri samlandi,“ segir Kári í góðlátlegum tóni við blaðamann og heldur áfram: „Þá getur maður flúið sólarljósið hér á landi, ef maður er viðkvæmur fyrir því.“James Harden er með eitt þekktasta skegg veraldar.Skeggtískan og Kári Kári gefur lítið fyrir þá sem safna skeggi í tískuskyni og segist alls ekki elta nýjustu strauma í tískunni. „Þessi skeggítska þetta er bara afturhvarf til hins gamla tíma. Það voru allir með skegg hér þegar land byggðist og þeir sem voru ekki með skegg voru hæddir fyrir það. Ég hef verið með skegg síðan ég var í vöggu. Ég hef bara alltaf verið með skegg.“ Þegar hann er spurður hvort hann noti hluti eins og skeggolíu, sem er vinsæl hjá skeggjuðum karlmönnum hussar Kári. „Ég veit ekki einu sinni hvað skeggolía er.“ Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Ég er ekki í þessum hópi, hópi þessara tísku stráka. Þegar maður býr á Íslandi lætur maður sér vaxa skegg ef Guð leyfir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um skeggtískuna sem tröllríður nú öllu. Blaðamaður sló á þráðinn til Kára, til þess að fá úr því skorið hvers vegna sumir karlmenn, sem kannski eru dökkhærðir, eru með rautt skegg. Að sjálfsögðu var Kári með svör á reiðum höndum.Stökkbreyting erfðavísis Þegar Kári útskýrir hárlit fer hann strax í fagmál. „Þetta er stökkbreyting í afkvæmum erfðavísis sem býr til viðtæki fyrir melanocortin. Þessi stökkbreyting leiðir til þess að sumir fá rautt hár og verða viðkvæmir fyrir sólarljósi. Tjáningarmyndin á þessari stökkbreytingu getur verið mismunandi,“ segir Kári og heldur áfram: „Sumir verða algjörlega rauðhærðir á meðan aðrir fá kannski bara rauðan lokk í skeggið, eins og til dæmis ég. Þrátt fyrir að ég hafi verið með tiltölulega dökkt hár.“ Kári segir stökkbreytinguna vera misjafnlega sterka, „Tjáningarmyndin er ekki eins fullkomin, sumt fólk verður algjörlega rauðhært og þá viðkvæmara fyrir sólarljósi.“Xabi Alonso er spænskur og er með tiltölulega dökkt hár en rautt skegg. Hann ætti að forðast sólarljósið, að sögn Kára.Eykur líkur á sortuæxlum Einn fylgifiskur þessarar stökkbreytingar er víðsjárverður. „Þegar þessi stökkbreyting finnst í fólki suðurfrá, eins og á Spáni, eykur hún mjög mikið líkurnar á sortuæxlum. En til þess að sortuæxlin eigi sér stað verða menn að vera fyrir miklu sólarljósi,“ segir Kári. Hann segir stökkbreytinguna finnast í sex prósentum Spánverja, sautján prósent Svía en tuttugu og sex prósent Íslendinga. „Á Íslandi hefur þessi stökkbreyting engin áhrif á tíðni sortuæxla. Hún þrefaldar tíðnina á Spáni og tvöfaldar hana í Svíþjóð. Þannig að hversu mikil áhrif hún hefur á hættuna á sortuæxlum, markast af því hvað menn verða fyrir miklu sólarljósi. Eins og þú veist kæri samlandi,“ segir Kári í góðlátlegum tóni við blaðamann og heldur áfram: „Þá getur maður flúið sólarljósið hér á landi, ef maður er viðkvæmur fyrir því.“James Harden er með eitt þekktasta skegg veraldar.Skeggtískan og Kári Kári gefur lítið fyrir þá sem safna skeggi í tískuskyni og segist alls ekki elta nýjustu strauma í tískunni. „Þessi skeggítska þetta er bara afturhvarf til hins gamla tíma. Það voru allir með skegg hér þegar land byggðist og þeir sem voru ekki með skegg voru hæddir fyrir það. Ég hef verið með skegg síðan ég var í vöggu. Ég hef bara alltaf verið með skegg.“ Þegar hann er spurður hvort hann noti hluti eins og skeggolíu, sem er vinsæl hjá skeggjuðum karlmönnum hussar Kári. „Ég veit ekki einu sinni hvað skeggolía er.“
Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira