Fjármunir Zuckerberg eru metnir á litla 45 milljarða dollara eða rétt tæplega sex billjónir íslenskra króna. Hann vonast til þess að peningarnir komi til með að nýtast í baráttunni gegn sjúkdómum, við það að bæta menntun og ýmsa innviði samfélagsins. Hjónin hafa stofnað félag sem á að sjá um að útdeila fjármununum.
Zuckerberg birtir einnig bréf til dóttur sinnar en hún hefur hlotið nafnið Max. „Líkt og allir aðrir foreldrar viljum við að þú alist upp í betri heimi en við þekkjum í dag. [...] Við verðum að horfa til framtíðar, 25, 50 eða 100 ár. Stærstu vandamál heimsins verða leyst með því að horfa langt fram í tímann en ekki að hugsa í skammtímalausnum.“
Frekari smáatriði um hvernig útdeilingu fésins verður háttað verða gefin út síðar segir í yfirlýsingunni.
Priscilla and I are so happy to welcome our daughter Max into this world!For her birth, we wrote a letter to her about...
Posted by Mark Zuckerberg on Tuesday, 1 December 2015