Lífið

Skeyta saman hátíðum

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Kara Hergils er framkvæmdarstjóri Reykjavík Dance Festival.
Kara Hergils er framkvæmdarstjóri Reykjavík Dance Festival. Vísir/Stefán
Danslistahátíðin Reykjavík Dance Festival og leiklistarhátíðin LÓKAL fara fram víðsvegar um höfuðborgina í vikunni og koma fram undir yfirskriftinni Every Body's Spectacular.

Fyrstu sýningarnar verða í kvöld og er af nógu að taka en alls er um að ræða sjö erlend verk og þrettán íslensk.

„Í kvöld erum við með opnun í Gamla bíói klukkan fimm og þar verður Margrét Bjarnardóttir með opnunarverk og þar eru allir velkomnir að koma og skála með okkur og starta hátíðinni,“ segir Kara Hergils, framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival.

Hátíðirnar eru nú í fyrsta sinn í nánu samstarfi en Reykjavík Dance Festival verður haldin fjórum sinnum í ár og verður næst í nóvember. „Sjálfstæða danssenan á Íslandi er ekki stór og við vildum hafa fleiri viðburði og hafa hana sýnilegri oftar yfir árið og bjóða upp á vettvang til þess að sýna.“

Kara segir sameiningu hátíðanna bjóða upp á ýmis tækifæri. „Það gerir okkur kleift að flytja inn fleiri og stærri verk. Leikhús er orðið svo fljótandi hugtak að mörkin á milli leiklistar og dans eru ekkert svo skýr lengur. Það er svolítið smart að skeyta þetta svona saman.“

Nánari dagskrá er hægt að nálgast á Reykjavikdancefestival.com. Miði á stakar sýningar kostar 2.900, hátíðar­passi er á 9.900 og stendur hátíðin til 30. ágúst næstkomandi. 


Tengdar fréttir

Fyrir mér var Bríet mögnuð kona

Saga baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur (1846-1940) verður rakin í dansverkinu Bríet eftir Önnu Kolfinnu Kuran sem einnig er meðal flytjenda. Það verður frumsýnt 28. ágúst í Smiðjunni við Sölvhólsgötu og er meðal atriða á Reykjavík Dance Festival.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×