Amabadama spilar lög Stuðmanna Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2015 10:00 Hljómsveitin Amabadama kemur fram ásamt Stuðmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni á Innipúkanum. Þau ætla jafnframt að semja nýtt lag saman sérstaklega fyrir hátíðina. vísir/andri marinó Hljómsveitin Amabadama og Jakob Frímann Magnússon sameinast á sviði á Innipúkanum í ár og verða með tónleikaprógramm sem gert er sérstaklega fyrir hátíðina með efni frá litríkum ferli Jakobs og smellum Amabadama. „Þetta verður mjög skemmtilegt, ég er svakalega mikill Stuðmanna aðdáandi, á plöturnar og kann myndirnar utan að,“ segir Salka Sól Eyfeld önnur af söngkonum Amabadama. Hljómsveitin hennar sló eftirminnilega í gegn þegar hún lék í fyrsta sinn á Innipúkanum í fyrra og hefur verið ein vinsælasta hljómsveit landsins undanfarið. Jakob Frímann er einnig fullur tilhlökkunar fyrir samstarfinu. „Amabadama hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því ég heyrði fyrst í sveitinni. Ég hlakka mikið til,“ segir Jakob. Þau ætla þó ekki eingöngu að troða upp saman á tónleikunum og leika lög hvers annars, því einnig ætla þau að semja nýtt lag saman sérstaklega fyrir hátíðina. Jakob á að baki áratuga langan feril sem tónlistarmaður, tónskáld og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur gefið út tónlist sína hérlendis sem erlendis undir nöfnunum JFM, Jobbi Maggadon og Jack Magnet, og á að baki gríðarmargar skífur með Stuðmönnum, auk verka Strax, Röggu & The Jack Magic Orchestra og fleiri sveita. Vænta má að þekkt lög sem Jakob hefur samið, eins og einhverjir Stuðmannaslagarar verði komnir í reggíbúning á tónleikunum. Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannhelgina, eins og hefð er fyrir. Aðaltónleikadagskráin fer fram á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Auk þess verður boðið upp á götuhátíðarstemningu í Naustinni, götunni fyrir framan staðina, yfir daginn. Leyfi hefur fengist frá Reykjavíkurborg til að loka götunni þar sem boðið verður upp á enn meiri tónlist, veitingar, markað og almennt fjör. Aðrir listamenn og hljómsveitir sem staðfest hafa þátttöku í Innipúkanum í ár eru Mammút, Maus, Sóley, Ylja, Kimono, Sin Fang, Muck, Steed Lord, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Babies og indí-hetjurnar í Sudden Weather Change sem snúa aftur á svið eftir nokkurra ára hlé. Fleiri listamenn og hljómsveitir verða kynntar til leiks á næstu dögum og vikum, en ætla má að sameiginlegur fjöldi þeirra verði um 25. Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Hljómsveitin Amabadama og Jakob Frímann Magnússon sameinast á sviði á Innipúkanum í ár og verða með tónleikaprógramm sem gert er sérstaklega fyrir hátíðina með efni frá litríkum ferli Jakobs og smellum Amabadama. „Þetta verður mjög skemmtilegt, ég er svakalega mikill Stuðmanna aðdáandi, á plöturnar og kann myndirnar utan að,“ segir Salka Sól Eyfeld önnur af söngkonum Amabadama. Hljómsveitin hennar sló eftirminnilega í gegn þegar hún lék í fyrsta sinn á Innipúkanum í fyrra og hefur verið ein vinsælasta hljómsveit landsins undanfarið. Jakob Frímann er einnig fullur tilhlökkunar fyrir samstarfinu. „Amabadama hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því ég heyrði fyrst í sveitinni. Ég hlakka mikið til,“ segir Jakob. Þau ætla þó ekki eingöngu að troða upp saman á tónleikunum og leika lög hvers annars, því einnig ætla þau að semja nýtt lag saman sérstaklega fyrir hátíðina. Jakob á að baki áratuga langan feril sem tónlistarmaður, tónskáld og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur gefið út tónlist sína hérlendis sem erlendis undir nöfnunum JFM, Jobbi Maggadon og Jack Magnet, og á að baki gríðarmargar skífur með Stuðmönnum, auk verka Strax, Röggu & The Jack Magic Orchestra og fleiri sveita. Vænta má að þekkt lög sem Jakob hefur samið, eins og einhverjir Stuðmannaslagarar verði komnir í reggíbúning á tónleikunum. Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannhelgina, eins og hefð er fyrir. Aðaltónleikadagskráin fer fram á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Auk þess verður boðið upp á götuhátíðarstemningu í Naustinni, götunni fyrir framan staðina, yfir daginn. Leyfi hefur fengist frá Reykjavíkurborg til að loka götunni þar sem boðið verður upp á enn meiri tónlist, veitingar, markað og almennt fjör. Aðrir listamenn og hljómsveitir sem staðfest hafa þátttöku í Innipúkanum í ár eru Mammút, Maus, Sóley, Ylja, Kimono, Sin Fang, Muck, Steed Lord, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Babies og indí-hetjurnar í Sudden Weather Change sem snúa aftur á svið eftir nokkurra ára hlé. Fleiri listamenn og hljómsveitir verða kynntar til leiks á næstu dögum og vikum, en ætla má að sameiginlegur fjöldi þeirra verði um 25.
Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira