Bílar

Aston Martin dregur saman seglin

Finnur Thorlacius skrifar
Aston Martin DBX jeppinn sem kynntur var í Genf.
Aston Martin DBX jeppinn sem kynntur var í Genf.
Breski sportbílaframleiðandinn Aston Martin á í vanda og fyrirtækið hefur verið rekið með tapi síðustu ár. Því mun Aston Martin segja upp hluta starfsfólks síns sem nú telur 2.100 manns.

Ennfremur ætlar Aston Martin að leggja áherslu á framleiðslu rafmagnsbíla og jeppa. Aston Martin hefur ekki gefið upp hve margir missa vinnuna, en það verði samt umtalsverður fjöldi fólks.

Þetta 102 ára fyrirtæki tókst að safna 200 milljón punda auknu rekstrarfé nýlega, aðallega frá eignarhaldsfélögum frá Kuwait og Ítalíu og það ætti að tryggja reksturinn til nokkurs tíma en fyrirtækið getur ekki haldið áfram lengi að tapa fé.

Aston Martin kynnti hugmyndajeppann DBX á bílasýningunni í Genf á þessu ári og nýr jeppi frá fyriortækinu verður byggður á honum en hann kemur ekki á markað fyrr en árið 2019. Meiningin með honum er að draga að nýja kúnna, ekki síst konur og yngri kaupendur. Á næsta ári mun Aston Martin kynna arftaka DB9 bílsins, sem væntanlega fær nafnið DB10. 






×