Lífið

Rasísk ummæli Trump valda uppnámi

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Donald Trump sparar ekki stóru og ljótu orðin.
Donald Trump sparar ekki stóru og ljótu orðin. Mynd/Image Forum
Þegar Donald Trump tilkynnti forsetaframboð á dögunum lét hann í ljós skoðun sína á innflytjendum frá Mexíkó, nágrannaríki Bandaríkjanna.

Hann kallaði þá meðal annars nauðgara og morðingja. Eftir þessi ummæli fór allt í háaloft og fólk byrjaði að safna á undirskriftarlista þar sem fyrirtæki eru hvött til þess að sniðganga forsetaframbjóðandann.

Nokkur fyrirtæki hafa brugðist við enda ekki mjög aðlaðandi fyrir viðskiptavini að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styðja slíka fordóma og fáfræði.

Sjónvarpsstöðvarnar Univision og NBC hafa slitið samstarfi við Trump. Univision hefur ákveðið að hætta að sýna frá Miss Universe-keppnunum sem Donald á og NBC ætlar ekki að leyfa honum að birtast í The Apprentice-þáttunum.

Nú munu Macy’s-búðirnar ekki lengur selja varning Trumps en hann hefur verið með sína eigin vörulínu í búðunum frá árinu 2004.

Donald Trump hefur ekki verið hræddur við að tjá skoðanir sínar opinberlega og koma með sínar eigin kenningar.

Frægt dæmi um það er þegar hann hélt því fram að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri ekki bandarískur og krafði hann um að gera fæðingarvottorð sitt opinbert.

Obama svaraði honum með því að sýna honum brot úr Lion King og sagði það vera fæðingarmyndbandið sitt.



Hægt er að sjá uppátæki forsetans hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.