Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 24-32 | Burst í Vodafone-höllinni Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 16. apríl 2015 18:30 Haukamenn fagna. Vísir/stefán Haukar tóku forystuna í einvíginu við Val eftir stórsigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 24-32, Hafnfirðingum í vil. Haukarnir höfðu mikla yfirburði og spiluðu líklega sinn besta leik í vetur.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Vodafone-höllinni og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Sóknarleikurinn, sem hefur verið akkilesarhæll Hauka á undanförnum árum, gekk frábærlega, líkt og í einvíginu gegn FH. Árni Steinn Steinþórsson hélt uppteknum hætti frá því í FH-seríunni og skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Hauka sem komust í 1-6 eftir níu mínútna leik. Valsvörnin var heillum horfin og Haukarnir skoruðu hver markið á fætur öðru með skotum meðfram síðum varnarmanna Valsmanna. Stephen Nielsen átti erfitt uppdráttar í markinu og fyrir vikið hrönnuðust Haukamörkin upp. Varnarleikur Hauka var einnig mjög sterkur og dró tennurnar úr sóknarmönnum Vals, að frátöldum Elvari Friðrikssyni sem skoraði fimm af 10 mörkum Vals í fyrri hálfleik. Síðustu sekúndur fyrri hálfleiks voru lýsandi fyrir vandræði Vals. Eftir að Kári Kristján Kristjánsson minnkaði muninn í 10-18 af vítalínunni fékk Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, að líta rauða spjaldið fyrir brot á Janusi Daða Smárasyni. Og til að bæta gráu ofan á svart skoraði Adam Haukur Baumruk með skoti beint úr aukakastinu sem dæmt var. Haukar leiddu því með níu mörkum í hálfleik gegn deildarmeisturunum, 10-19. Seinni hálfleikurinn var aldrei spennandi og í raun bara spurning hversu mikill munurinn á liðunum yrði. Haukarnir voru duglegir að láta reka sig út af í byrjun seinni hálfleiks en Valsmönnum tókst ekki að nýta sér það sem skyldi. Gestirnir frá Hafnarfirði hleyptu Valsmönnum nær en sjö mörk og svo fór að þeir hrósuðu sigri, 24-32. Janus var markahæstur í liði Hauka með níu mörk en hann átti auk þess fjölda stoðsendinga. Árni Steinn kom næstur með sjö mörk en fjórir leikmenn Hauka gerðu þrjú mörk. Elvar var atkvæðamestur í liði Vals með sex mörk. Bjartur Guðmundsson nýtti sínar mínútur vel og skoraði fjögur mörk, líkt og Ómar Ingi Magnússon sem átti auk þess glæsilegar stoðsendingar á félaga sína.vísir/stefánPatrekur: Besti leikur okkar í vetur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði að frammistaðan gegn Val hefði verið sú besta hjá sínu liði í vetur. „Já, ég held það. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn, hvernig hugarfarið og hvernig við nálguðumst þetta erfiða verkefni,“ sagði Patrekur. „Við vorum mjög þéttir og það var mikil samstaða í liðinu. Sóknarleikurinn var fjölbreyttur og það var frábært að skora 19 mörk í fyrri hálfleik gegn jafn öflugu liði og Val. „Það skiluðu allir frábærri vinnu og liðsheildin var sterk,“ sagði Patrekur en sóknarleikur Hauka var flottur í kvöld líkt og í seríunni gegn FH. „Það eru reyndar ekki bara þessir FH-leikir. Við höfum bætt okkur mikið eftir áramót eftir að hafa verið slakir fyrri hluta móts,“ sagði Patrekur sem var ánægður með hvernig Haukaliðið spilaði í seinni hálfleik en Hafnfirðingar gáfu ekkert eftir þrátt fyrir að leiða með níu mörkum í hálfleik. „Við erum að spila í úrslitakeppni og á móti toppliði sem er með frábæra leikmenn svo það þýðir ekkert að slaka á. Ég lagði áherslu á það og það er það sem maður er alltaf að reyna sem þjálfari, að einbeita sér að því sem maður getur stjórnað.“ Þrátt fyrir öruggan og sannfærandi sigur í kvöld er Patrekur á jörðinni en Haukar og Valur mætast öðru sinni í Schenker-höllinni á laugardaginn. „Við erum bara 1-0 yfir og undirbúningurinn verður sá sami. Við greinum þennan leik og höldum áfram að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við mætum með heilbrigt sjálfstraust í næsta leik og vitum að við getum spilað góðan handbolta. „En það er ekkert sjálfgefið og menn þurfa alltaf að sanna sig upp á nýtt,“ sagði Patrekur að endingu.vísir/stefánJanus Daði: Skytturnar voru heitar Janus Daði Smárason átti afbragðs leik í liði Hauka í kvöld, skoraði níu mörk og átti auk þess fjölda stoðsendinga á samherja sína. Hann var að vonum sáttur eftir leikinn. „Við höfum verið að spila okkur í gang í vetur. Við spiluðum líka gríðarlega vel gegn FH í átta-liða úrslitunum,“ sagði Janus og bætti við: „Við komum einbeittir til leiks í kvöld og kláruðum þetta í fyrri hálfleik. „Þetta gekk voða vel hjá okkur í fyrri hálfleik og skytturnar voru heitar. Árni (Steinn Steinþórsson) setti boltann alltaf í skeytin, það var sama hvar hann stóð,“ sagði Janus sem átti sjálfur frábæran leik eins og áður sagði. „Ég klikkaði reyndar á víti eins og við höfum verið að gera í vetur. Við klikkuðum reyndar bara á einu í kvöld sem er jákvætt. „En þetta spilaðist nokkuð vel fyrir okkur í kvöld,“ sagði Janus en við hverju býst hann á laugardaginn? „Bara hörkuleik. Þeir koma örugglega grimmari til leiks en við verðum á heimavelli og þurfum að berjast fyrir sigrinum.“vísir/stefánFinnur Ingi: Þurfum að laga allt fyrir næsta leik „Það fór allt úrskeiðis,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Vals, aðspurður um hvað hafi orðið Valsmönnum að falli gegn Haukum í kvöld. „Við vorum lélegir í vörn og fengum þar af leiðandi ekki markvörslu og hraðaupphlaup. „Við vorum líka að ströggla í sóknarleiknum og þurftum að hafa mikið fyrir öllu,“ sagði Finnur en Valsliðinu tókst aldrei að minnka muninn að neinu ráði í seinni hálfleik, þrátt fyrir að Haukar væru mikið einum færri. „Við spiluðum illa í yfirtölunni. Það er ekkert hægt að minnka muninn ef maður nýtir ekki svona kafla. Það er bara þannig.“ Þrátt fyrir útreiðina í kvöld hefur Finnur trú á að Valsmönnum takist að snúa dæminu sér í vil á laugardaginn. „Það fór allt úrskeiðis í kvöld svo við þurfum að laga allt fyrir laugardaginn. Við þurfum að fá miklu meiri grimmd í vörnina og það þarf að vera betra flæði í sóknarleiknum. Þetta var gríðarlega erfitt í kvöld. „Við getum snúið þessu við. Það þarf enn að vinna þrjá leiki. Við erum alveg í sömu stöðu og áður,“ sagði Finnur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Haukar tóku forystuna í einvíginu við Val eftir stórsigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 24-32, Hafnfirðingum í vil. Haukarnir höfðu mikla yfirburði og spiluðu líklega sinn besta leik í vetur.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Vodafone-höllinni og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Sóknarleikurinn, sem hefur verið akkilesarhæll Hauka á undanförnum árum, gekk frábærlega, líkt og í einvíginu gegn FH. Árni Steinn Steinþórsson hélt uppteknum hætti frá því í FH-seríunni og skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Hauka sem komust í 1-6 eftir níu mínútna leik. Valsvörnin var heillum horfin og Haukarnir skoruðu hver markið á fætur öðru með skotum meðfram síðum varnarmanna Valsmanna. Stephen Nielsen átti erfitt uppdráttar í markinu og fyrir vikið hrönnuðust Haukamörkin upp. Varnarleikur Hauka var einnig mjög sterkur og dró tennurnar úr sóknarmönnum Vals, að frátöldum Elvari Friðrikssyni sem skoraði fimm af 10 mörkum Vals í fyrri hálfleik. Síðustu sekúndur fyrri hálfleiks voru lýsandi fyrir vandræði Vals. Eftir að Kári Kristján Kristjánsson minnkaði muninn í 10-18 af vítalínunni fékk Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, að líta rauða spjaldið fyrir brot á Janusi Daða Smárasyni. Og til að bæta gráu ofan á svart skoraði Adam Haukur Baumruk með skoti beint úr aukakastinu sem dæmt var. Haukar leiddu því með níu mörkum í hálfleik gegn deildarmeisturunum, 10-19. Seinni hálfleikurinn var aldrei spennandi og í raun bara spurning hversu mikill munurinn á liðunum yrði. Haukarnir voru duglegir að láta reka sig út af í byrjun seinni hálfleiks en Valsmönnum tókst ekki að nýta sér það sem skyldi. Gestirnir frá Hafnarfirði hleyptu Valsmönnum nær en sjö mörk og svo fór að þeir hrósuðu sigri, 24-32. Janus var markahæstur í liði Hauka með níu mörk en hann átti auk þess fjölda stoðsendinga. Árni Steinn kom næstur með sjö mörk en fjórir leikmenn Hauka gerðu þrjú mörk. Elvar var atkvæðamestur í liði Vals með sex mörk. Bjartur Guðmundsson nýtti sínar mínútur vel og skoraði fjögur mörk, líkt og Ómar Ingi Magnússon sem átti auk þess glæsilegar stoðsendingar á félaga sína.vísir/stefánPatrekur: Besti leikur okkar í vetur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði að frammistaðan gegn Val hefði verið sú besta hjá sínu liði í vetur. „Já, ég held það. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn, hvernig hugarfarið og hvernig við nálguðumst þetta erfiða verkefni,“ sagði Patrekur. „Við vorum mjög þéttir og það var mikil samstaða í liðinu. Sóknarleikurinn var fjölbreyttur og það var frábært að skora 19 mörk í fyrri hálfleik gegn jafn öflugu liði og Val. „Það skiluðu allir frábærri vinnu og liðsheildin var sterk,“ sagði Patrekur en sóknarleikur Hauka var flottur í kvöld líkt og í seríunni gegn FH. „Það eru reyndar ekki bara þessir FH-leikir. Við höfum bætt okkur mikið eftir áramót eftir að hafa verið slakir fyrri hluta móts,“ sagði Patrekur sem var ánægður með hvernig Haukaliðið spilaði í seinni hálfleik en Hafnfirðingar gáfu ekkert eftir þrátt fyrir að leiða með níu mörkum í hálfleik. „Við erum að spila í úrslitakeppni og á móti toppliði sem er með frábæra leikmenn svo það þýðir ekkert að slaka á. Ég lagði áherslu á það og það er það sem maður er alltaf að reyna sem þjálfari, að einbeita sér að því sem maður getur stjórnað.“ Þrátt fyrir öruggan og sannfærandi sigur í kvöld er Patrekur á jörðinni en Haukar og Valur mætast öðru sinni í Schenker-höllinni á laugardaginn. „Við erum bara 1-0 yfir og undirbúningurinn verður sá sami. Við greinum þennan leik og höldum áfram að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við mætum með heilbrigt sjálfstraust í næsta leik og vitum að við getum spilað góðan handbolta. „En það er ekkert sjálfgefið og menn þurfa alltaf að sanna sig upp á nýtt,“ sagði Patrekur að endingu.vísir/stefánJanus Daði: Skytturnar voru heitar Janus Daði Smárason átti afbragðs leik í liði Hauka í kvöld, skoraði níu mörk og átti auk þess fjölda stoðsendinga á samherja sína. Hann var að vonum sáttur eftir leikinn. „Við höfum verið að spila okkur í gang í vetur. Við spiluðum líka gríðarlega vel gegn FH í átta-liða úrslitunum,“ sagði Janus og bætti við: „Við komum einbeittir til leiks í kvöld og kláruðum þetta í fyrri hálfleik. „Þetta gekk voða vel hjá okkur í fyrri hálfleik og skytturnar voru heitar. Árni (Steinn Steinþórsson) setti boltann alltaf í skeytin, það var sama hvar hann stóð,“ sagði Janus sem átti sjálfur frábæran leik eins og áður sagði. „Ég klikkaði reyndar á víti eins og við höfum verið að gera í vetur. Við klikkuðum reyndar bara á einu í kvöld sem er jákvætt. „En þetta spilaðist nokkuð vel fyrir okkur í kvöld,“ sagði Janus en við hverju býst hann á laugardaginn? „Bara hörkuleik. Þeir koma örugglega grimmari til leiks en við verðum á heimavelli og þurfum að berjast fyrir sigrinum.“vísir/stefánFinnur Ingi: Þurfum að laga allt fyrir næsta leik „Það fór allt úrskeiðis,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Vals, aðspurður um hvað hafi orðið Valsmönnum að falli gegn Haukum í kvöld. „Við vorum lélegir í vörn og fengum þar af leiðandi ekki markvörslu og hraðaupphlaup. „Við vorum líka að ströggla í sóknarleiknum og þurftum að hafa mikið fyrir öllu,“ sagði Finnur en Valsliðinu tókst aldrei að minnka muninn að neinu ráði í seinni hálfleik, þrátt fyrir að Haukar væru mikið einum færri. „Við spiluðum illa í yfirtölunni. Það er ekkert hægt að minnka muninn ef maður nýtir ekki svona kafla. Það er bara þannig.“ Þrátt fyrir útreiðina í kvöld hefur Finnur trú á að Valsmönnum takist að snúa dæminu sér í vil á laugardaginn. „Það fór allt úrskeiðis í kvöld svo við þurfum að laga allt fyrir laugardaginn. Við þurfum að fá miklu meiri grimmd í vörnina og það þarf að vera betra flæði í sóknarleiknum. Þetta var gríðarlega erfitt í kvöld. „Við getum snúið þessu við. Það þarf enn að vinna þrjá leiki. Við erum alveg í sömu stöðu og áður,“ sagði Finnur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira