Yfirvegaður les maður Fréttablaðið í miðri sprengingu Jón Gnarr skrifar 12. september 2015 06:00 Ég hef alla ævina verið að reyna að botna í þessu lífi. Ég hef lesið bækur, horft á heimildarmyndir, rætt við annað fólk og svo auðvitað prófað ýmislegt. Ég hef velt fyrir mér Guði, tilviljunum, andlegum heimum, tilgangi og lögmálum og rytma alheimsins. Ég hef hugsað um heimspeki og siðfræði. Hvað er réttlæti? Ég hef velt fyrir mér listinni og sköpun, kærleika og krafti jákvæðrar hugsunar. Hvað er dauðinn? Ég hef brotið heilann um illskuna og eigingirnina og afhverju sumt fólk er gott og gefandi á meðan aðrir virðast bara vilja hirða allt sem þeir geta fengið og helst ekki gefa neitt í staðinn. Ég hef pælt í og leikið mér með persónuleikann og sjálfið. Hver er ég? Er eitthvað til sem gæti kallast ég eða er einstaklingurinn ég eftilvill samansettur úr mörgum ólíkum sjálfum sem vinna saman? Er til mannsandi? Hvað aðgreinir okkur, ef eitthvað, frá öðrum dýrum og verum jarðarinnar? Hafa kindur sál? Hafa hundar húmor eða kunna kettir að skammast sín? Og afhverju hefur það með kunnáttu að gera? Er munurinn á réttu og röngu ekki meðfæddur eiginleiki heldur einungis lært fag? Hvað er tími? Er eilífðin endalaus tími eða ástand án tíma? Hvað er innsæi og hafa konur almennt meira af því en menn? Hvað er frelsi og hvað er ábyrgð og hvernig tengist þetta tvennt?Margt er þveröfugt við það sem við höldum Ég hef áttað mig á því að það eru náttúruleg lögmál að verki í heiminum. Jörðin hefur aðdráttarafl og hver ein og einasta hreyfing felur í sér einhverja gagnhreyfingu. Það eru frekar einföld og skýr eðlislögmál að verki sem grundvalla þann raunveruleika sem við skynjum. Ég veit líka að það er ekki endilega allur raunveruleikinn. Ég veit að það eru hlutir í kringum okkur sem við skynjum ekki. Við sjáum ekki alla liti og heyrum ekki öll hljóð. Og það eru aðrar víddir sem við skynjum alls ekki eða jafnvel aðeins að takmörkuðu leiti. Er tíminn til dæmis sjálfstæð vídd? Ég hef áttað mig á því að margt er þveröfugt við það sem við höldum. Ég á það til að fá exem. Ég er með viðkvæma húð einsog margt rauðhært og bláeygt fólk. Maður gæti í fljótu bragði haldið að það væri vegna þess að ónæmiskerfið væri laskað eða ekki alveg nógu virkt. En því er þveröfugt farið. Í rauninni er ónæmiskerfi mitt ofvirkt. Það stendur sig svo vel að það veldur mér sjálfum óþægindum. Og er kannski svipað ástatt um margt annað?Vanlíðan er hugarástand En það eru líka til aðeins flóknari og alþýðlegri lögmál. Það eru lögmál sem oft eiga sér orðatiltæki og snúa að lífsháttum og menningu. Þau eru ekki algild en því sem næst. Ef maður borðar of mikið og hreyfir sig lítið verður maður feitur. Flest sem er gott og lætur manni líða vel er minna virði en allt sem er ekki gott og lætur manni líða illa. Það er til dæmis betra að strita í líkamsræktarsal heldur en að liggja uppí sófa. Vanlíðan er hugarástand. Þeir fiska sem róa. Þeir sem róa ekki fiska ekki heldur og fá þarafleiðandi ekkert að éta. Og árangur krefst fyrirhafnar og erfiðis. Heppni er stórlega ofmetin. Og þveröfugt við það sem við höldum almennt þá eru mistök ekki slæm heldur eðlilegur hluti af árangri. Uppgötvanir og snilldarverk eru oftar en ekki eitthvað sem byggir á misskilningi. Og þetta á líka við um samskipti. Það sem maður gefur frá sér kemur líklega til manns aftur með einum eða öðrum hætti. Ófullkomnun er eðlilegur hluti af fullkomleika lífsins og örlög okkar virðast að svo miklu leyti ráðast af tilviljunum. Það er þó ekki algilt. Allt er afstætt. Óeðlileg hegðun er oft aðeins eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Lífið er glundroði. Jörðin snýst um sjálfa sig á 1.765 km hraða á klukkustund á sama tíma og hún snýst á 100.000 km hraða í kringum sólina í sólkerfi sem snýst um vetrarbrautina á 800.000 km hraða á klukkustund. Og þetta er að gerast í alheimi sem þenst út á ógnarhraða og varð líklega til í sprengingu. Þetta er líklega merkilegasta frétt þessarar viku. Takk fyrir að lesa þetta og ég óska þér og þínum góðrar ferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Ég hef alla ævina verið að reyna að botna í þessu lífi. Ég hef lesið bækur, horft á heimildarmyndir, rætt við annað fólk og svo auðvitað prófað ýmislegt. Ég hef velt fyrir mér Guði, tilviljunum, andlegum heimum, tilgangi og lögmálum og rytma alheimsins. Ég hef hugsað um heimspeki og siðfræði. Hvað er réttlæti? Ég hef velt fyrir mér listinni og sköpun, kærleika og krafti jákvæðrar hugsunar. Hvað er dauðinn? Ég hef brotið heilann um illskuna og eigingirnina og afhverju sumt fólk er gott og gefandi á meðan aðrir virðast bara vilja hirða allt sem þeir geta fengið og helst ekki gefa neitt í staðinn. Ég hef pælt í og leikið mér með persónuleikann og sjálfið. Hver er ég? Er eitthvað til sem gæti kallast ég eða er einstaklingurinn ég eftilvill samansettur úr mörgum ólíkum sjálfum sem vinna saman? Er til mannsandi? Hvað aðgreinir okkur, ef eitthvað, frá öðrum dýrum og verum jarðarinnar? Hafa kindur sál? Hafa hundar húmor eða kunna kettir að skammast sín? Og afhverju hefur það með kunnáttu að gera? Er munurinn á réttu og röngu ekki meðfæddur eiginleiki heldur einungis lært fag? Hvað er tími? Er eilífðin endalaus tími eða ástand án tíma? Hvað er innsæi og hafa konur almennt meira af því en menn? Hvað er frelsi og hvað er ábyrgð og hvernig tengist þetta tvennt?Margt er þveröfugt við það sem við höldum Ég hef áttað mig á því að það eru náttúruleg lögmál að verki í heiminum. Jörðin hefur aðdráttarafl og hver ein og einasta hreyfing felur í sér einhverja gagnhreyfingu. Það eru frekar einföld og skýr eðlislögmál að verki sem grundvalla þann raunveruleika sem við skynjum. Ég veit líka að það er ekki endilega allur raunveruleikinn. Ég veit að það eru hlutir í kringum okkur sem við skynjum ekki. Við sjáum ekki alla liti og heyrum ekki öll hljóð. Og það eru aðrar víddir sem við skynjum alls ekki eða jafnvel aðeins að takmörkuðu leiti. Er tíminn til dæmis sjálfstæð vídd? Ég hef áttað mig á því að margt er þveröfugt við það sem við höldum. Ég á það til að fá exem. Ég er með viðkvæma húð einsog margt rauðhært og bláeygt fólk. Maður gæti í fljótu bragði haldið að það væri vegna þess að ónæmiskerfið væri laskað eða ekki alveg nógu virkt. En því er þveröfugt farið. Í rauninni er ónæmiskerfi mitt ofvirkt. Það stendur sig svo vel að það veldur mér sjálfum óþægindum. Og er kannski svipað ástatt um margt annað?Vanlíðan er hugarástand En það eru líka til aðeins flóknari og alþýðlegri lögmál. Það eru lögmál sem oft eiga sér orðatiltæki og snúa að lífsháttum og menningu. Þau eru ekki algild en því sem næst. Ef maður borðar of mikið og hreyfir sig lítið verður maður feitur. Flest sem er gott og lætur manni líða vel er minna virði en allt sem er ekki gott og lætur manni líða illa. Það er til dæmis betra að strita í líkamsræktarsal heldur en að liggja uppí sófa. Vanlíðan er hugarástand. Þeir fiska sem róa. Þeir sem róa ekki fiska ekki heldur og fá þarafleiðandi ekkert að éta. Og árangur krefst fyrirhafnar og erfiðis. Heppni er stórlega ofmetin. Og þveröfugt við það sem við höldum almennt þá eru mistök ekki slæm heldur eðlilegur hluti af árangri. Uppgötvanir og snilldarverk eru oftar en ekki eitthvað sem byggir á misskilningi. Og þetta á líka við um samskipti. Það sem maður gefur frá sér kemur líklega til manns aftur með einum eða öðrum hætti. Ófullkomnun er eðlilegur hluti af fullkomleika lífsins og örlög okkar virðast að svo miklu leyti ráðast af tilviljunum. Það er þó ekki algilt. Allt er afstætt. Óeðlileg hegðun er oft aðeins eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Lífið er glundroði. Jörðin snýst um sjálfa sig á 1.765 km hraða á klukkustund á sama tíma og hún snýst á 100.000 km hraða í kringum sólina í sólkerfi sem snýst um vetrarbrautina á 800.000 km hraða á klukkustund. Og þetta er að gerast í alheimi sem þenst út á ógnarhraða og varð líklega til í sprengingu. Þetta er líklega merkilegasta frétt þessarar viku. Takk fyrir að lesa þetta og ég óska þér og þínum góðrar ferðar.