Anarkismi Jón Gnarr skrifar 20. júní 2015 07:00 Ég var þrettán ára þegar ég uppgötvaði anarkisma. Það var í gegnum pönktónlist. Fyrst var það líklega Sex Pistols með lagið Anarchy in the UK. Ég heillaðist af þessu orði og vildi vita allt um það. Ég notast við orðið anarkismi því mér finnst orðið „stjórnleysi“ lélegt orð. Eins og með svo mörg íslensk orð sem eru fabríkeruð af fræðimönnum þá er það mjög gildishlaðið. Anarkismi er dregið af gríska orðinu anarchos, sem þýðir „án stjórnar“. En það er ekki þar með sagt að allt það sem ekki er stjórnað sé þarafleiðandi stjórnlaust. Og nákvæmlega þar liggur kjarninn í heimspeki anarkismans. Anarkismi er ekki það sama og kaos. Hann byggir á grundvallarrétti sérhverrar manneskju til að leita og finna sér sína hamingju og lífsfyllingu svo framarlega sem gjörðir hennar ganga ekki á rétt annarra til að gera hið sama. Það finnst mér líka vera það sem hvert heilbrigt samfélag hlýtur að stefna að ef það vill verða sivílíseraðra en það er. Ábyrgð er mikilvæg í því samhengi. Hún er best geymd hjá einstaklingum. Yfirvöld eiga ekki að taka ábyrgð af einstaklingum nema í undantekningartilfellum eða þegar þeir reyna að koma sér undan henni. Það er betra að fólk sé svo sivílíserað að það hendi ekki drasli á göturnar heldur en að það sé öflugt yfirvald sem sér um að hreinsa eftir það. Það dregur úr ábyrgð og eflir ábyrgðarleysi. Yfirvald og stjórnun er jafnan réttlætt með því að fólk sé ábyrgðarlaust og því þurfi að stjórna. Í því felst mikið vald og sérhagsmunir sem menn eru svo ekki til í að láta af hendi þótt fólk sé orðið þroskaðra og með ríkari sjálfsábyrgð. Gott dæmi er umræðan um einkasölu ríkisins á áfengi sem er í eðli sínu frumstæð og hallærisleg aðferð.Ef lýðræðið er súpa er anarkisminn krydd Ég held að hugmyndafræði anarkismans hafi alla burði til að þróast og þroskast. Hann er eitt af innihaldsefnunum í lýðræðinu. Ef lýðræðið er súpa þá er anarkisminn krydd. Hann gerir súpuna bragðmeiri. Anarkisminn er að svo stórum hluta kjarninn í því sem lýðræði er. Nútíminn og framtíðin eru spennandi tímar fyrir anarkista. Heimspeki anarkismans á sér djúpar rætur í austurlenskum fræðum. Kínverski heimspekingurinn Lao Tse er talinn upphafsmaður taóismans. Taóisminn er mjög líkur anarkisma. Bókin um veginn er í raun kennslubók í stjórnunarfræði; hvernig eigi að stjórna án stjórnunar og láta hluti gerast af sjálfu sér frekar en að þröngva þeim áfram. Annar frægur upphafsmaður taóismans er heimspekingurinn Sjúangsí. Hann er líka af mörgum talinn fyrsti anarkistinn. Þræðir anarkismans liggja víða og ekki bara í stjórnmálum og aktívisma heldur og í bókmenntum, listum og heimspeki. Súrrealisminn er runninn undan anarkisma. Súrrealisminn er jafn pólitískur og hann er listrænn. Rússneski rithöfundurinn og heimspekingurinn Leo Tolstoy var anarkisti og einn helsti upphafsmaður kristilegs anarkisma, sem er líklega það afbrigði anarkisma sem hefur haft hvað víðtækust samfélagsleg áhrif. Tolstoy skrifaði opið bréf í indverskt dagblað um hugmyndir sínar. Tolstoy hafði mikil áhrif á Gandhi. Gandhi var undir mjög miklum áhrifum frá anarkisma í starfi sínu sem stjórnmálamaður.Skapar þversagnir og flækjur Ég er oft spurður um anarkisma og hvort ég telji mig enn slíkan. Það getur oft verið ansi snúið að vera anarkisti og það skapar alls konar þversagnir og flækjur. Ég er því alltaf tilbúinn að útskýra mínar hugmundir og afstöðu. Margir hafa mjög ákveðnar skoðanir á anarkisma og anarkistum og tengja þá ofbeldi og heimskupörum. Ég samþykki ekki ofbeldi sem aðferð og tel að mannkynið þurfi að reyna að þroskast upp úr því eins fljótt og auðið er. Og það má vissulega finna marga galla í hugmyndafræðinni. En að anarkismi sé bara barnaleg útópía get ég ekki fallist á. Mér finnst til dæmis rómantísk ást og trú á guð töluvert barnalegri. Og stjórnmál og stjórnmálaflokkar eiginlega líka. Sá kúltúr finnst mér oft líkjast börnum í fullorðinsleik. Ég er ennþá anarkisti. Ekki vegna þess að mér finnist anarkisminn vera hið fullkomna þjóðfélagsform heldur vegna þess að það er ekkert slíkt kerfi til. Satt best að segja þá hef ég aldrei fundið neitt sem mér hefur fundist betra en anarkisminn. Í starfi mínu sem stjórnmálamaður byggði ég mjög mikið á því sem ég hef lært af taóisma. Ég hef ekki fundið betri stjórnunarleiðbeiningar en eru í Bókinni um veginn. Þær virka. Og ég held að samfélag okkar gæti orðið miklu betra ef fleiri tækju mark á þeim og reyndu að fylgja þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór
Ég var þrettán ára þegar ég uppgötvaði anarkisma. Það var í gegnum pönktónlist. Fyrst var það líklega Sex Pistols með lagið Anarchy in the UK. Ég heillaðist af þessu orði og vildi vita allt um það. Ég notast við orðið anarkismi því mér finnst orðið „stjórnleysi“ lélegt orð. Eins og með svo mörg íslensk orð sem eru fabríkeruð af fræðimönnum þá er það mjög gildishlaðið. Anarkismi er dregið af gríska orðinu anarchos, sem þýðir „án stjórnar“. En það er ekki þar með sagt að allt það sem ekki er stjórnað sé þarafleiðandi stjórnlaust. Og nákvæmlega þar liggur kjarninn í heimspeki anarkismans. Anarkismi er ekki það sama og kaos. Hann byggir á grundvallarrétti sérhverrar manneskju til að leita og finna sér sína hamingju og lífsfyllingu svo framarlega sem gjörðir hennar ganga ekki á rétt annarra til að gera hið sama. Það finnst mér líka vera það sem hvert heilbrigt samfélag hlýtur að stefna að ef það vill verða sivílíseraðra en það er. Ábyrgð er mikilvæg í því samhengi. Hún er best geymd hjá einstaklingum. Yfirvöld eiga ekki að taka ábyrgð af einstaklingum nema í undantekningartilfellum eða þegar þeir reyna að koma sér undan henni. Það er betra að fólk sé svo sivílíserað að það hendi ekki drasli á göturnar heldur en að það sé öflugt yfirvald sem sér um að hreinsa eftir það. Það dregur úr ábyrgð og eflir ábyrgðarleysi. Yfirvald og stjórnun er jafnan réttlætt með því að fólk sé ábyrgðarlaust og því þurfi að stjórna. Í því felst mikið vald og sérhagsmunir sem menn eru svo ekki til í að láta af hendi þótt fólk sé orðið þroskaðra og með ríkari sjálfsábyrgð. Gott dæmi er umræðan um einkasölu ríkisins á áfengi sem er í eðli sínu frumstæð og hallærisleg aðferð.Ef lýðræðið er súpa er anarkisminn krydd Ég held að hugmyndafræði anarkismans hafi alla burði til að þróast og þroskast. Hann er eitt af innihaldsefnunum í lýðræðinu. Ef lýðræðið er súpa þá er anarkisminn krydd. Hann gerir súpuna bragðmeiri. Anarkisminn er að svo stórum hluta kjarninn í því sem lýðræði er. Nútíminn og framtíðin eru spennandi tímar fyrir anarkista. Heimspeki anarkismans á sér djúpar rætur í austurlenskum fræðum. Kínverski heimspekingurinn Lao Tse er talinn upphafsmaður taóismans. Taóisminn er mjög líkur anarkisma. Bókin um veginn er í raun kennslubók í stjórnunarfræði; hvernig eigi að stjórna án stjórnunar og láta hluti gerast af sjálfu sér frekar en að þröngva þeim áfram. Annar frægur upphafsmaður taóismans er heimspekingurinn Sjúangsí. Hann er líka af mörgum talinn fyrsti anarkistinn. Þræðir anarkismans liggja víða og ekki bara í stjórnmálum og aktívisma heldur og í bókmenntum, listum og heimspeki. Súrrealisminn er runninn undan anarkisma. Súrrealisminn er jafn pólitískur og hann er listrænn. Rússneski rithöfundurinn og heimspekingurinn Leo Tolstoy var anarkisti og einn helsti upphafsmaður kristilegs anarkisma, sem er líklega það afbrigði anarkisma sem hefur haft hvað víðtækust samfélagsleg áhrif. Tolstoy skrifaði opið bréf í indverskt dagblað um hugmyndir sínar. Tolstoy hafði mikil áhrif á Gandhi. Gandhi var undir mjög miklum áhrifum frá anarkisma í starfi sínu sem stjórnmálamaður.Skapar þversagnir og flækjur Ég er oft spurður um anarkisma og hvort ég telji mig enn slíkan. Það getur oft verið ansi snúið að vera anarkisti og það skapar alls konar þversagnir og flækjur. Ég er því alltaf tilbúinn að útskýra mínar hugmundir og afstöðu. Margir hafa mjög ákveðnar skoðanir á anarkisma og anarkistum og tengja þá ofbeldi og heimskupörum. Ég samþykki ekki ofbeldi sem aðferð og tel að mannkynið þurfi að reyna að þroskast upp úr því eins fljótt og auðið er. Og það má vissulega finna marga galla í hugmyndafræðinni. En að anarkismi sé bara barnaleg útópía get ég ekki fallist á. Mér finnst til dæmis rómantísk ást og trú á guð töluvert barnalegri. Og stjórnmál og stjórnmálaflokkar eiginlega líka. Sá kúltúr finnst mér oft líkjast börnum í fullorðinsleik. Ég er ennþá anarkisti. Ekki vegna þess að mér finnist anarkisminn vera hið fullkomna þjóðfélagsform heldur vegna þess að það er ekkert slíkt kerfi til. Satt best að segja þá hef ég aldrei fundið neitt sem mér hefur fundist betra en anarkisminn. Í starfi mínu sem stjórnmálamaður byggði ég mjög mikið á því sem ég hef lært af taóisma. Ég hef ekki fundið betri stjórnunarleiðbeiningar en eru í Bókinni um veginn. Þær virka. Og ég held að samfélag okkar gæti orðið miklu betra ef fleiri tækju mark á þeim og reyndu að fylgja þeim.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun