Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP ingvar haraldsson skrifar 12. nóvember 2015 16:00 Hlutafjáraukninguna á að nýta í þróun á tölvuleikjum á sviði sýndarveruleika. ccp Leggja á tæplega fjóra milljarða króna, þrjátíu milljónir dollara, af nýju hlutafé í tölvuleikjafyrirtækið CCP. Þetta var tilkynnt á hluthafafundi CCP síðdegis í dag. Að baki fjárfestingunni standa einn stærsti framtakssjóður heims, New Enterprise Associates (NEA), sem leiðir fjárfestinguna, og Novator Partners, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar.Hyggja á sókn í sýndarveruleikaheimumFjárfestingin á að efla starfsemi félagsins á sýndarveruleika sem hyggur á stórsókn á því sviði. Á næstu átta mánuðum hyggst félagið gefa út tvo slíka leiki. Leikurinn Gunjack sem hefur verið í þróun á starfsstöð fyrirtækisins í Shanghai mun koma út fyrir Gear VR búnað Samsung þann 20. nóvember. Þá mun EVE Valkyrie koma út næsta vor fyrir Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun og fyrir PlayStation VR á fyrri helming næsta árs.Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, á von á því að félagið skili hagnaði á þessu ári.vísir/ernir„Það er okkar trú að sýndarveruleiki muni ekki aðeins umbylta tölvuleikjum og gerð þeirra, heldur tækniiðnaðinum í heild sinni. Við vorum með í þessari þróun frá byrjun, og þessi fjárfesting gerir okkur kleift að viðhalda forskoti CCP á þessu sviði,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Eftir hlutafjáraukninguna á CCP um 7,5 milljarða í sjóðum til að styðja við ný verkefni og vöxt félagsins. Búast við að skila hagnaði á árinuHilmar Veigar býst við að félagið skili hagnaði á þessu ári eftir tæplega níu milljarða tap í fyrra. Tapið skýriðist að stórum hluta af afskriftum óefnislegra eigna, sérstaklega ákvörðun félagsins um að hætta þróun leiksins World of Darkness sem hafði verið í þróun frá árinu 2006. „Við vorum búin að koma rekstrinum þannig að við vorum í fínum hagnaði,“ segir Hilmar. NEA mun eiga fulltrúa í stjórnSamhliða hlutafjáraukningunni mun Harry Weller, einn af stjórnendum NEA, taka sæti í stjórn fyrirtækisins og annar fulltrúi NEA, Andrew Schoen, verða varamaður í stjórn. Weller segir félagið hafa fylgst með starfsemi CCP um nokkurt skeið. „Reynsla fyrirtækisins af útgáfu EVE Online og brautryðjendastarf þess á sviði sýndarveruleika hefur komið fyrirtækinu í fremstu röð á þessum vettvangi, og við viljum vera samstarfsaðilar þess í enn frekari landvinningum á þessu sviði,” segir Weller í tilkynningu. NEA er risavaxinn að stærð, eignir hans eru metnar á rúma 17 milljarða bandaríkjadala, ríflega 2.200 milljarðar íslenskra króna. Sjóðurinn var stofnaður árið 1977 og hefur fjárfest í um 650 fyrirtækjum í sex heimsálfum, meðal annars í hátæknifyrirtækjum og heilsugæslu. Ítarlegt viðtal við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, mun birtast í Fréttablaðinu og Vísi á morgun. Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Leggja á tæplega fjóra milljarða króna, þrjátíu milljónir dollara, af nýju hlutafé í tölvuleikjafyrirtækið CCP. Þetta var tilkynnt á hluthafafundi CCP síðdegis í dag. Að baki fjárfestingunni standa einn stærsti framtakssjóður heims, New Enterprise Associates (NEA), sem leiðir fjárfestinguna, og Novator Partners, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar.Hyggja á sókn í sýndarveruleikaheimumFjárfestingin á að efla starfsemi félagsins á sýndarveruleika sem hyggur á stórsókn á því sviði. Á næstu átta mánuðum hyggst félagið gefa út tvo slíka leiki. Leikurinn Gunjack sem hefur verið í þróun á starfsstöð fyrirtækisins í Shanghai mun koma út fyrir Gear VR búnað Samsung þann 20. nóvember. Þá mun EVE Valkyrie koma út næsta vor fyrir Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun og fyrir PlayStation VR á fyrri helming næsta árs.Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, á von á því að félagið skili hagnaði á þessu ári.vísir/ernir„Það er okkar trú að sýndarveruleiki muni ekki aðeins umbylta tölvuleikjum og gerð þeirra, heldur tækniiðnaðinum í heild sinni. Við vorum með í þessari þróun frá byrjun, og þessi fjárfesting gerir okkur kleift að viðhalda forskoti CCP á þessu sviði,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Eftir hlutafjáraukninguna á CCP um 7,5 milljarða í sjóðum til að styðja við ný verkefni og vöxt félagsins. Búast við að skila hagnaði á árinuHilmar Veigar býst við að félagið skili hagnaði á þessu ári eftir tæplega níu milljarða tap í fyrra. Tapið skýriðist að stórum hluta af afskriftum óefnislegra eigna, sérstaklega ákvörðun félagsins um að hætta þróun leiksins World of Darkness sem hafði verið í þróun frá árinu 2006. „Við vorum búin að koma rekstrinum þannig að við vorum í fínum hagnaði,“ segir Hilmar. NEA mun eiga fulltrúa í stjórnSamhliða hlutafjáraukningunni mun Harry Weller, einn af stjórnendum NEA, taka sæti í stjórn fyrirtækisins og annar fulltrúi NEA, Andrew Schoen, verða varamaður í stjórn. Weller segir félagið hafa fylgst með starfsemi CCP um nokkurt skeið. „Reynsla fyrirtækisins af útgáfu EVE Online og brautryðjendastarf þess á sviði sýndarveruleika hefur komið fyrirtækinu í fremstu röð á þessum vettvangi, og við viljum vera samstarfsaðilar þess í enn frekari landvinningum á þessu sviði,” segir Weller í tilkynningu. NEA er risavaxinn að stærð, eignir hans eru metnar á rúma 17 milljarða bandaríkjadala, ríflega 2.200 milljarðar íslenskra króna. Sjóðurinn var stofnaður árið 1977 og hefur fjárfest í um 650 fyrirtækjum í sex heimsálfum, meðal annars í hátæknifyrirtækjum og heilsugæslu. Ítarlegt viðtal við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, mun birtast í Fréttablaðinu og Vísi á morgun.
Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira