Facebook-stríð(ni) gamalla vinnufélaga magnast Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2015 13:02 Bergsteinn og Atli Fannar takast á í einni sérstæðustu ritdeilu sinni tíma. Bergsteinn Sigurðsson útvarps- og sjónvarpsmaður svarar Atla Fannari Bjarkasyni bakþankahöfundi Fréttablaðsins á Facebooksíðu sinni; af nokkurri hörku. Nú stefnir í einhverja furðulegustu ritdeilu sem litið hefur dagsins ljós þar sem í raun þetta er undir: Hvor er fyndnari, Atli Fannar eða Bergsteinn?Maðurinn sem lifði fyrir lækinAtli Fannar Bjarkason, ritstjóri og eigandi Nútímans, er einn af bakþankahöfundum Fréttablaðsins og í dag birtist pistill eftir Atla Fannar þar sem hann rifjar upp gamlan Facebook-hrekk, sem hann hafði í frammi gagnvart gömlum vinnufélaga sínum. Atli Fannar sparar sig hvergi í fyrirsögninni: Besti Facebook-hrekkur sögunnar. Pistill Atla Fannars er kostulegur en hann lýsir því hvernig vinnufélagi hans fyrrverandi fékk að kenna á hrekkjum sínum, sem fólust í því að setja inn falskar Facebookfærslur í hans nafni. Myndin sem Atli Fannar dregur upp af vinnufélaga sínum er sú að þarna fari fremur hégómlegur maður, sem lagði allt uppúr því að vera með snjallar athugasemdir á Facebook; og lifði nánast fyrir lækin. Og, eitt sinn breytti Atli Fannar stillingum á Facebookvegg viðkomandi þannig að enginn gat séð skrif mannsins á Facebook nema hann sjálfur. Og svo lýsir hann fjálglega sálarangist Facebook-mannsins sem fékk ekki lækin sín; sama hversu sniðugur hann reyndi að vera.Sjálfhverfur gleiðgosiÞeir sem til þekkja þurfa ekki að velkjast í vafa um að þar fer Bergsteinn Sigurðsson, fyrrum starfsmaður Fréttablaðsins og nú útvarpsmaður á Rás 2. Enda hefur það nú komið á daginn. Vísir hafði samband við Bergstein og spurði hvort hann teldi sig ekki þurfa að svara þessum háðsyrðum ritstjórans, og Bergsteinn sagðist ætla að gera það á Facebook. Og, það hefur hann gert. Og dregur hvergi af sér. Bergsteinn lýsir Atla Fannari sem sjálfhverfum gleiðgosa sem hafi stundað það að frussa af hlátri yfir eigin fyndni sem reyndist oft öðrum illskiljanleg. Bergsteinn segir að oft hafi ekki verið vinnufriður vegna galsaláta í Atla Fannari og einkum þá í tengslum við þetta atvik: „Nema hvað, okkar maður hafði verið að horfa yfir öxlina á mér og verður upp úr þessu ekki mönnum sinnandi, spígsporar um gólf í einhverju óútskýrðu hláturskasti og spyr mig hvort það sé eitthvað að gerast á Facebook. „Ég veit það ekki Atli minn, ég er að vinna.“,“ skrifar Bergsteinn í langri færslu þar sem hann lýsir vinnufélaga sínum.Færsla Bergsteins í heild sinniFyrir áhugamenn um ritdeilur hlýtur þessi að teljast með þeim hinum sérstæðari, bæði er vettvangurinn sérstakur þar sem Facebook og Bakþankapistlar kallast á auk þess sem talsvert er undir, nefnilega það hvort þeirra telst snjallari með pennann og eitursnjallar pillur. Hér fyrir neðan er færsla Bergsteins í heild sinni en pistil Atla Fannars má finna hér. „Þetta er víst ár skáldævisögunnar og ágætt að Atli Fannar Bjarkason leggur eitthvað til í þann sarp. Í Kiljunni í gær var sagt eitthvað á þá leið að þótt skáldævisögur hniki til staðreyndum fjalli þær um sannar tilfinningar. Mér ekki til efs um að upplifun Atla sé í þeim dúr auk þess sem hann smyr duglega á til að gleðja aðdáendur sína en umræðunnar vegna og fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar er kannski rétt að halda réttri atburðarás til haga. Jú, eitt sinn var ég að vinna með ungum gleiðgosa að nafni Atli Fannar og hann átti það sannarlega til að brjótast inn í tölvuna mína, fara á samfélagsmiðla og skrifa níð um annað fólk í mínu nafni eða fullyrðingar sem hann hélt af einhverjum sökum að ég myndi fyrirverða mig fyrir. Einhvern tímann kom ég að honum frussandi af hlátri við tölvuskjáinn minn þar sem hann hafði skrifað „það er ólíðandi að kynbundnum launamun hafi ekki verið eytt“. Þegar ég fórnaði höndum og spurði af hverju í ósköpunum hann héldi að hann væri að gera mér einhvern grikk með að skrifa eitthvað sem ég gæti tekið fyllilega undir, greip hann um magann og hló enn þá hærra þangað til hann valt úr stólnum. Ég er enn engu nær með hvað hann var að fara. Alla vega. Einn dag er ég að sinna minni vinnu, sem var oft hægara sagt en gert með þennan blaðskellandi samstarfsmann í sama rými. Hann var hins vegar óvenju uppnæmur þennan dag, var sífellt að koma að borðinu mínu og spyrja hvernig gengi og fór að flissa af minnsta tilefni. Þegar leið á daginn gerði ég eitt sinn stundarhlé á vinnu minni og skellti inn einni færslu á Facebook, svona til að létta aðeins á hinu daglega amstri. Hvað ég skrifaði man ég ekki, ég er sjaldnast að dvelja lengi við það sem ég set á netið. Nema hvað, okkar maður hafði verið að horfa yfir öxlina á mér og verður upp úr þessu ekki mönnum sinnandi, spígsporar um gólf í einhverju óútskýrðu hláturskasti og spyr mig hvort það sé eitthvað að gerast á Facebook. „Ég veit það ekki Atli minn, ég er að vinna.“ Þannig leið dagurinn og ég neita því ekki að það hvarflaði að mér að vinnufélagi minn væri undir áhrifum kannabis efna. Upp úr hádegi er ég að hreinskrifa grein sem ég var að vinna að þegar Atli kemur að mér enn eina ferðina og bókstaflega veinar úr hlátri. „Ég get þetta ekki lengur, ég get þetta ekki lengur.“ „Geturðu ekki hvað Atli minn?“ „Þetta er ábyggilega búið að vera að bögga þig í allan dag. Þú veist ekkert hvað er að gerast.“ Ég gat tekið undir seinni hluta fullyrðingarinnar. Nú fór annað fólk á vinnustaðnum farið að drífa að enda Atli undirlagður af svo vitfirringslegum hlátri að fólki stóð hreinlega ekki á sama. Inn á milli rokanna gat hann þó einhvern veginn komið því til skila að hann hefði breytt aðgangsstillingunum á Facebook-síðunni minni, sem ég hafði ekki farið á síðan um morguninn (og hafði þar af leiðandi ekki haft tækifæri til að sjá nokkuð athugavert), þannig að enginn sæi færslurnar mínar nema ég. „Núnú,“ sagði ég, sneri mér að tölvuskjánum, færði músarbendilinn og hakaði við viðeigandi stillingar. Málið leyst. Atli þurrkaði hláturtárin og komst smám saman aftur til sjálfs síns, aðrir sneru aftur til vinnu, allir með sinn deadline. Ég viðurkenni að það fór að fara svolítið í taugarnar á mér að það sem eftir lifði mánaðar mátti ég ekki rekast á Atla án þess að hann veðraðist upp og talaði sigri hrósandi um hvernig hann „hefði nú tekið mig þarna um daginn“. Mig langaði að malda í móinn. Ég sleppti því hins vegar því þegar ég sá hvað gleði hans og kátína yfir þessu „afreki“ var sönn og fölskvalaus. Og það er ekki rétt að svipta menn því, þótt það byggi á rofi milli skynjunar og veruleika.“Atli Fannar vísar því á bug að vera gleiðgosi ... Uppfært 13:30 Vísir fylgist grannt með gangi mála og Atli Fannar var nú rétt í þessu að svara Bergsteini á Facbook, svohljóðandi: „Pistill Bergsteins Sigurðssonar er auðvitað ekki svaraverður. Þið sem þekkið mig vitið að ég er langt frá því að vera sá „gleðigosi“ sem hann lýsir. Ég vil þó taka fram að ónafngreindur samstarfsmaður okkar Bergsteins sagði mér að viðbrögð hans, sem ég lýsi í bakþönkunum, hafi örugglega verið ýktari í raunveruleikanum. Ég þyki semsagt fara um hann silkihönskum sem var reyndar alltaf ætlunin, af virðingu við hann og fjölskyldu hans.“Bullrantur ... Uppfært 13:50 Bergsteinn Sigurðsson hefur svarað og nú hefur færst aukin harka í þessa ritdeilu, sem lýsir sér fyrst og fremst í því að ásakanirnar ganga á víxl. Bergsteinn segir á þræði við ofangreinda athugasemd Atla Fannars: „Vonandi fer vel um þig þarna á hásæti lyganna. Kollegi okkar af blaðinu sem varð vitni að þessum atburðum staðfestir mína útgáfu og kallaði svargrein mína „hægeldun á þessu bullranti.““ Atli Fannar hefur látið hafa eftir sér á Twitter að þetta mál verði ekki rekið í fjölmiðlum. Tengdar fréttir Besti Facebook-hrekkur sögunnar Einu sinni vann ég með manni sem fannst fátt skemmtilegra en að vera sniðugur á Facebook. Hann var líka mjög góður í því og uppskar oftar en ekki fjölda læka sem glöddu hann mikið. Dag einn komst ég í tölvuna hans 12. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Börn eigi ekki að ilma Lífið Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Lífið Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Varð að fara gubbandi í Herjólf Tónlist Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Lífið Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Lífið Happy Gilmore snýr aftur Bíó og sjónvarp Elle Woods er fyrirmyndin Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Sjá meira
Bergsteinn Sigurðsson útvarps- og sjónvarpsmaður svarar Atla Fannari Bjarkasyni bakþankahöfundi Fréttablaðsins á Facebooksíðu sinni; af nokkurri hörku. Nú stefnir í einhverja furðulegustu ritdeilu sem litið hefur dagsins ljós þar sem í raun þetta er undir: Hvor er fyndnari, Atli Fannar eða Bergsteinn?Maðurinn sem lifði fyrir lækinAtli Fannar Bjarkason, ritstjóri og eigandi Nútímans, er einn af bakþankahöfundum Fréttablaðsins og í dag birtist pistill eftir Atla Fannar þar sem hann rifjar upp gamlan Facebook-hrekk, sem hann hafði í frammi gagnvart gömlum vinnufélaga sínum. Atli Fannar sparar sig hvergi í fyrirsögninni: Besti Facebook-hrekkur sögunnar. Pistill Atla Fannars er kostulegur en hann lýsir því hvernig vinnufélagi hans fyrrverandi fékk að kenna á hrekkjum sínum, sem fólust í því að setja inn falskar Facebookfærslur í hans nafni. Myndin sem Atli Fannar dregur upp af vinnufélaga sínum er sú að þarna fari fremur hégómlegur maður, sem lagði allt uppúr því að vera með snjallar athugasemdir á Facebook; og lifði nánast fyrir lækin. Og, eitt sinn breytti Atli Fannar stillingum á Facebookvegg viðkomandi þannig að enginn gat séð skrif mannsins á Facebook nema hann sjálfur. Og svo lýsir hann fjálglega sálarangist Facebook-mannsins sem fékk ekki lækin sín; sama hversu sniðugur hann reyndi að vera.Sjálfhverfur gleiðgosiÞeir sem til þekkja þurfa ekki að velkjast í vafa um að þar fer Bergsteinn Sigurðsson, fyrrum starfsmaður Fréttablaðsins og nú útvarpsmaður á Rás 2. Enda hefur það nú komið á daginn. Vísir hafði samband við Bergstein og spurði hvort hann teldi sig ekki þurfa að svara þessum háðsyrðum ritstjórans, og Bergsteinn sagðist ætla að gera það á Facebook. Og, það hefur hann gert. Og dregur hvergi af sér. Bergsteinn lýsir Atla Fannari sem sjálfhverfum gleiðgosa sem hafi stundað það að frussa af hlátri yfir eigin fyndni sem reyndist oft öðrum illskiljanleg. Bergsteinn segir að oft hafi ekki verið vinnufriður vegna galsaláta í Atla Fannari og einkum þá í tengslum við þetta atvik: „Nema hvað, okkar maður hafði verið að horfa yfir öxlina á mér og verður upp úr þessu ekki mönnum sinnandi, spígsporar um gólf í einhverju óútskýrðu hláturskasti og spyr mig hvort það sé eitthvað að gerast á Facebook. „Ég veit það ekki Atli minn, ég er að vinna.“,“ skrifar Bergsteinn í langri færslu þar sem hann lýsir vinnufélaga sínum.Færsla Bergsteins í heild sinniFyrir áhugamenn um ritdeilur hlýtur þessi að teljast með þeim hinum sérstæðari, bæði er vettvangurinn sérstakur þar sem Facebook og Bakþankapistlar kallast á auk þess sem talsvert er undir, nefnilega það hvort þeirra telst snjallari með pennann og eitursnjallar pillur. Hér fyrir neðan er færsla Bergsteins í heild sinni en pistil Atla Fannars má finna hér. „Þetta er víst ár skáldævisögunnar og ágætt að Atli Fannar Bjarkason leggur eitthvað til í þann sarp. Í Kiljunni í gær var sagt eitthvað á þá leið að þótt skáldævisögur hniki til staðreyndum fjalli þær um sannar tilfinningar. Mér ekki til efs um að upplifun Atla sé í þeim dúr auk þess sem hann smyr duglega á til að gleðja aðdáendur sína en umræðunnar vegna og fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar er kannski rétt að halda réttri atburðarás til haga. Jú, eitt sinn var ég að vinna með ungum gleiðgosa að nafni Atli Fannar og hann átti það sannarlega til að brjótast inn í tölvuna mína, fara á samfélagsmiðla og skrifa níð um annað fólk í mínu nafni eða fullyrðingar sem hann hélt af einhverjum sökum að ég myndi fyrirverða mig fyrir. Einhvern tímann kom ég að honum frussandi af hlátri við tölvuskjáinn minn þar sem hann hafði skrifað „það er ólíðandi að kynbundnum launamun hafi ekki verið eytt“. Þegar ég fórnaði höndum og spurði af hverju í ósköpunum hann héldi að hann væri að gera mér einhvern grikk með að skrifa eitthvað sem ég gæti tekið fyllilega undir, greip hann um magann og hló enn þá hærra þangað til hann valt úr stólnum. Ég er enn engu nær með hvað hann var að fara. Alla vega. Einn dag er ég að sinna minni vinnu, sem var oft hægara sagt en gert með þennan blaðskellandi samstarfsmann í sama rými. Hann var hins vegar óvenju uppnæmur þennan dag, var sífellt að koma að borðinu mínu og spyrja hvernig gengi og fór að flissa af minnsta tilefni. Þegar leið á daginn gerði ég eitt sinn stundarhlé á vinnu minni og skellti inn einni færslu á Facebook, svona til að létta aðeins á hinu daglega amstri. Hvað ég skrifaði man ég ekki, ég er sjaldnast að dvelja lengi við það sem ég set á netið. Nema hvað, okkar maður hafði verið að horfa yfir öxlina á mér og verður upp úr þessu ekki mönnum sinnandi, spígsporar um gólf í einhverju óútskýrðu hláturskasti og spyr mig hvort það sé eitthvað að gerast á Facebook. „Ég veit það ekki Atli minn, ég er að vinna.“ Þannig leið dagurinn og ég neita því ekki að það hvarflaði að mér að vinnufélagi minn væri undir áhrifum kannabis efna. Upp úr hádegi er ég að hreinskrifa grein sem ég var að vinna að þegar Atli kemur að mér enn eina ferðina og bókstaflega veinar úr hlátri. „Ég get þetta ekki lengur, ég get þetta ekki lengur.“ „Geturðu ekki hvað Atli minn?“ „Þetta er ábyggilega búið að vera að bögga þig í allan dag. Þú veist ekkert hvað er að gerast.“ Ég gat tekið undir seinni hluta fullyrðingarinnar. Nú fór annað fólk á vinnustaðnum farið að drífa að enda Atli undirlagður af svo vitfirringslegum hlátri að fólki stóð hreinlega ekki á sama. Inn á milli rokanna gat hann þó einhvern veginn komið því til skila að hann hefði breytt aðgangsstillingunum á Facebook-síðunni minni, sem ég hafði ekki farið á síðan um morguninn (og hafði þar af leiðandi ekki haft tækifæri til að sjá nokkuð athugavert), þannig að enginn sæi færslurnar mínar nema ég. „Núnú,“ sagði ég, sneri mér að tölvuskjánum, færði músarbendilinn og hakaði við viðeigandi stillingar. Málið leyst. Atli þurrkaði hláturtárin og komst smám saman aftur til sjálfs síns, aðrir sneru aftur til vinnu, allir með sinn deadline. Ég viðurkenni að það fór að fara svolítið í taugarnar á mér að það sem eftir lifði mánaðar mátti ég ekki rekast á Atla án þess að hann veðraðist upp og talaði sigri hrósandi um hvernig hann „hefði nú tekið mig þarna um daginn“. Mig langaði að malda í móinn. Ég sleppti því hins vegar því þegar ég sá hvað gleði hans og kátína yfir þessu „afreki“ var sönn og fölskvalaus. Og það er ekki rétt að svipta menn því, þótt það byggi á rofi milli skynjunar og veruleika.“Atli Fannar vísar því á bug að vera gleiðgosi ... Uppfært 13:30 Vísir fylgist grannt með gangi mála og Atli Fannar var nú rétt í þessu að svara Bergsteini á Facbook, svohljóðandi: „Pistill Bergsteins Sigurðssonar er auðvitað ekki svaraverður. Þið sem þekkið mig vitið að ég er langt frá því að vera sá „gleðigosi“ sem hann lýsir. Ég vil þó taka fram að ónafngreindur samstarfsmaður okkar Bergsteins sagði mér að viðbrögð hans, sem ég lýsi í bakþönkunum, hafi örugglega verið ýktari í raunveruleikanum. Ég þyki semsagt fara um hann silkihönskum sem var reyndar alltaf ætlunin, af virðingu við hann og fjölskyldu hans.“Bullrantur ... Uppfært 13:50 Bergsteinn Sigurðsson hefur svarað og nú hefur færst aukin harka í þessa ritdeilu, sem lýsir sér fyrst og fremst í því að ásakanirnar ganga á víxl. Bergsteinn segir á þræði við ofangreinda athugasemd Atla Fannars: „Vonandi fer vel um þig þarna á hásæti lyganna. Kollegi okkar af blaðinu sem varð vitni að þessum atburðum staðfestir mína útgáfu og kallaði svargrein mína „hægeldun á þessu bullranti.““ Atli Fannar hefur látið hafa eftir sér á Twitter að þetta mál verði ekki rekið í fjölmiðlum.
Tengdar fréttir Besti Facebook-hrekkur sögunnar Einu sinni vann ég með manni sem fannst fátt skemmtilegra en að vera sniðugur á Facebook. Hann var líka mjög góður í því og uppskar oftar en ekki fjölda læka sem glöddu hann mikið. Dag einn komst ég í tölvuna hans 12. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Börn eigi ekki að ilma Lífið Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Lífið Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Varð að fara gubbandi í Herjólf Tónlist Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Lífið Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Lífið Happy Gilmore snýr aftur Bíó og sjónvarp Elle Woods er fyrirmyndin Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Sjá meira
Besti Facebook-hrekkur sögunnar Einu sinni vann ég með manni sem fannst fátt skemmtilegra en að vera sniðugur á Facebook. Hann var líka mjög góður í því og uppskar oftar en ekki fjölda læka sem glöddu hann mikið. Dag einn komst ég í tölvuna hans 12. nóvember 2015 07:00