Lífið

Draumastaðsetning með bílastæði í kjallara ráðhússins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega smekkleg íbúð.
Virkilega smekkleg íbúð. vísir
Fasteignasalan Re/Max er með virkilega fallega íbúð til sögu í hjarta miðborgarinnar við Tjarnagötu.

Um er að ræða 123 fermetra sérhæð á fjórðu hæð við Tjarnargötu 10a móts við Ráðhús Reykjavíkur. Íbúðin er falleg 3-4 herbergja hæð með góðri lofthæð. Þar er stór og mikil stofa með útsýni yfir ráðhúsið og litlutjörn. Eikarparket er á gólfum.

Eldhúsið er með snyrtilegri innréttingu, góðu borð og skápaplássi, lítill borðkrókur og náttúrusteinn á gólfi. Úr hjónaherberginu er gengið út á svalir sem snúa til vesturs. Barnaherbergið er með litlum fataskáp og parketi á gólfi. Baðherbergið er nýlega endurnýjað.

Eignin er upphaflega teiknuð með þremur herbergjum, stofan var stækkuð á kostnað svefnherbergis. Með eigninni fylgir geymsla með glugga, rýmið er alls 26,2 fermetra sem er í dag nýtt sem svefnaðstaða. Íbúðinni fylgir réttur að bílastæði í bílakjallara ráðhússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×