Rezvani Beast X er 2,5 sekúndur í 100 Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 09:29 Rezvani Beast X. Rezvani Motors í Kaliforníu kynnti í júní í fyrra Rezvani Beast sportbíl sinn sem skartaði 500 hestöflum og vó aðeins 750 kíló. Hann komst á 100 km hraða á aðeins 2,7 sekúndum. Nú hefur Rezvani framleitt Rezvani Beast X sem er 700 hestöfl og er aðeins 2,5 sekúndur í hundraðið. Sá bíll er aðeins þyngri, eða 840 kíló, enda búið að bæta meðal annars í hann tveimur stórum forþjöppum frá Borg Warner. Bíllinn er afturhjóladrifinn, með engar hurðir og ekkert þak. Rezvani þurfti að auka niðurþrýsting X-bílsins svo öll hestöflin skiluðu sér í malbikið og til þess að hann yrði ekki eins hættulegur með allt sitt afl. Vélin í bílnum er með 2,4 lítra sprengirými, svo afl á hvern líter sprengirýmis er 292 hestöfl og vart dæmi um annað eins. Til stendur hjá Rezvani að smíða aðeins 5 eintök af Rezvani Beast X og mun hver bíll kosta 325.000 dollara, eða 43 milljónir króna. Það er um helmingi hærra verð en 500 hestafla Rezvani Beast kostar. Chris Brown keypti eintak af Razvani Beast í fyrra og notaði bílinn í upptökum tónlistarmyndbands við lagið „Liquor“. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent
Rezvani Motors í Kaliforníu kynnti í júní í fyrra Rezvani Beast sportbíl sinn sem skartaði 500 hestöflum og vó aðeins 750 kíló. Hann komst á 100 km hraða á aðeins 2,7 sekúndum. Nú hefur Rezvani framleitt Rezvani Beast X sem er 700 hestöfl og er aðeins 2,5 sekúndur í hundraðið. Sá bíll er aðeins þyngri, eða 840 kíló, enda búið að bæta meðal annars í hann tveimur stórum forþjöppum frá Borg Warner. Bíllinn er afturhjóladrifinn, með engar hurðir og ekkert þak. Rezvani þurfti að auka niðurþrýsting X-bílsins svo öll hestöflin skiluðu sér í malbikið og til þess að hann yrði ekki eins hættulegur með allt sitt afl. Vélin í bílnum er með 2,4 lítra sprengirými, svo afl á hvern líter sprengirýmis er 292 hestöfl og vart dæmi um annað eins. Til stendur hjá Rezvani að smíða aðeins 5 eintök af Rezvani Beast X og mun hver bíll kosta 325.000 dollara, eða 43 milljónir króna. Það er um helmingi hærra verð en 500 hestafla Rezvani Beast kostar. Chris Brown keypti eintak af Razvani Beast í fyrra og notaði bílinn í upptökum tónlistarmyndbands við lagið „Liquor“.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent