Reykjavíkurdætur leggja land undir fót Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 08:00 Hér má sjá hluta af hópnum þegar þær komu fram á Iceland Airwaves. Mynd/Aðsend Við fengum mikla umfjöllun á Iceland Airwaves og mikla athygli frá erlendum gestum og fjölmiðlum og erum búnar að fá fyrirspurnir og tilboð frá hinum ýmsu hátíðum um allan heim,“ segir Steinunn Jónsdóttir, ein Reykjavíkurdætra leyndardómsfull en rapphópurinn vakti heldur betur athygli á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í upphafi mánaðarins. Hópurinn hefur verið áberandi síðan hún gaf út sitt fyrsta lag um jólin 2013 og vöktu eins og áður sagði mikla athygli á Airwaves þar sem fjallað var um þær í erlendum miðlum á borð við The Guardian, I-D Magazine og Rolling Stone. „Okkur hefur verið tekið misopnum örmum hérna á Íslandi, sem er allt í góðu en það er svo gaman að sjá hvað þessir erlendu fjölmiðlar og gestir voru að skilja þetta og hvað þetta gengur út á þrátt fyrir að öll lögin okkar séu á íslensku.“ Steinunn segir þó að þær geti ekki upplýst sem stendur um nákvæmlega hvaða hátíðir það eru en segir að spennandi tímar séu framundan og þær muni að öllum líkindum verða á farandsfæti í maí og fram í júlí á næsta ári. Reykjavíkurdætur eru sautján talsins og spiluðu í fyrsta sinn í útlöndum í september síðastliðnum á tónlistarhátíðinni Nordisk Panorama sem fram fór í Malmö. „Við erum náttúrulega sautján þannig við höfðum heyrt að við gætum aldrei spilað í útlöndum af því við erum svo margar þannig við höfðum eiginlega bara aldrei þorað að hugsa um það. Við trúðum þessu varla fyrr en við fengum flugmiðana í hendurnar og núna bara trúir maður að allt geti gerst og þorir að stefna hvert sem er,“ segir Steinunn hlær. Reykjavíkurdætur halda utan um öll sín mál sjálfar og eru ekki með umboðsmann heldur eru hinar ýmsu nefndir innan hópsins sem tækla og halda utan um það sem þarf að gera. „Við erum svo margar að við skiptum bara niður verkum. Einhverjar sjá um að skipuleggja túra erlendis og tónleika og svo aðrar sem halda utan um plötugerð.“ Útlandaferðir og erlendar tónlistarhátíðir eru ekki það eina sem er á döfinni hjá hópnum sem stefnir einnig á að gefa út sinn fyrsta geisladisk í vor og segir Steinunn hann verða í svipuðum fíling og efnið sem þær hafa sent frá sér hingað til og blandað verið saman gömlu og nýju smellum sveita. „Við erum einmitt að fara í sumarbústað yfir helgina og vinna í því að gera eitthvað nýtt saman. Við höfum svolítið verið að vinna hver í sínu horni eða tvær og tvær saman og núna ætlum við að sjá hvað gerist þegar við komum allar saman,“ segir hún og bætir við að þeir sem hafi áhuga geti fylgst með þeim á Snapchat undir notendanafninu Rvkdaetur. Fram til þessa hafa Reykjavíkurdætur sammælst um þema, tímaramma og viðlag við gerð lagana og svo hist áður en þær fara í stúdíóið og segir Steinunn það verða gaman að sjá hvað gerist þegar þær koma allar saman og virkja sköpunarkraftinn. „Það er dálítið spennandi af því það eru kannski sumar sem hafa verið að vinna mikið saman og aðrar unnið minna saman þannig það er gaman að mixa því öllu upp og sjá hvað kemur út úr því,“ segir hún hress að lokum. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Við fengum mikla umfjöllun á Iceland Airwaves og mikla athygli frá erlendum gestum og fjölmiðlum og erum búnar að fá fyrirspurnir og tilboð frá hinum ýmsu hátíðum um allan heim,“ segir Steinunn Jónsdóttir, ein Reykjavíkurdætra leyndardómsfull en rapphópurinn vakti heldur betur athygli á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í upphafi mánaðarins. Hópurinn hefur verið áberandi síðan hún gaf út sitt fyrsta lag um jólin 2013 og vöktu eins og áður sagði mikla athygli á Airwaves þar sem fjallað var um þær í erlendum miðlum á borð við The Guardian, I-D Magazine og Rolling Stone. „Okkur hefur verið tekið misopnum örmum hérna á Íslandi, sem er allt í góðu en það er svo gaman að sjá hvað þessir erlendu fjölmiðlar og gestir voru að skilja þetta og hvað þetta gengur út á þrátt fyrir að öll lögin okkar séu á íslensku.“ Steinunn segir þó að þær geti ekki upplýst sem stendur um nákvæmlega hvaða hátíðir það eru en segir að spennandi tímar séu framundan og þær muni að öllum líkindum verða á farandsfæti í maí og fram í júlí á næsta ári. Reykjavíkurdætur eru sautján talsins og spiluðu í fyrsta sinn í útlöndum í september síðastliðnum á tónlistarhátíðinni Nordisk Panorama sem fram fór í Malmö. „Við erum náttúrulega sautján þannig við höfðum heyrt að við gætum aldrei spilað í útlöndum af því við erum svo margar þannig við höfðum eiginlega bara aldrei þorað að hugsa um það. Við trúðum þessu varla fyrr en við fengum flugmiðana í hendurnar og núna bara trúir maður að allt geti gerst og þorir að stefna hvert sem er,“ segir Steinunn hlær. Reykjavíkurdætur halda utan um öll sín mál sjálfar og eru ekki með umboðsmann heldur eru hinar ýmsu nefndir innan hópsins sem tækla og halda utan um það sem þarf að gera. „Við erum svo margar að við skiptum bara niður verkum. Einhverjar sjá um að skipuleggja túra erlendis og tónleika og svo aðrar sem halda utan um plötugerð.“ Útlandaferðir og erlendar tónlistarhátíðir eru ekki það eina sem er á döfinni hjá hópnum sem stefnir einnig á að gefa út sinn fyrsta geisladisk í vor og segir Steinunn hann verða í svipuðum fíling og efnið sem þær hafa sent frá sér hingað til og blandað verið saman gömlu og nýju smellum sveita. „Við erum einmitt að fara í sumarbústað yfir helgina og vinna í því að gera eitthvað nýtt saman. Við höfum svolítið verið að vinna hver í sínu horni eða tvær og tvær saman og núna ætlum við að sjá hvað gerist þegar við komum allar saman,“ segir hún og bætir við að þeir sem hafi áhuga geti fylgst með þeim á Snapchat undir notendanafninu Rvkdaetur. Fram til þessa hafa Reykjavíkurdætur sammælst um þema, tímaramma og viðlag við gerð lagana og svo hist áður en þær fara í stúdíóið og segir Steinunn það verða gaman að sjá hvað gerist þegar þær koma allar saman og virkja sköpunarkraftinn. „Það er dálítið spennandi af því það eru kannski sumar sem hafa verið að vinna mikið saman og aðrar unnið minna saman þannig það er gaman að mixa því öllu upp og sjá hvað kemur út úr því,“ segir hún hress að lokum.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira