Dustin Johnson efstur eftir fyrsta hring á St. Andrews 16. júlí 2015 19:36 Dustin Johnson og Jordan Spieth eru farnir að þekkjast vel. Getty. Dustin Johnson lék best allra á fyrsta degi á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en þessi högglangi Bandaríkjamaður lék St. Andrews á 65 höggum eða sjö undir pari í dag. Dustin lék gallalaust golf, fékk fimm fugla og einn örn, en hann virðist vera búinn að jafna sig á lokahringnum á US Open þar sem hann þrípúttaði á 18. flöt og færði Jordan Spieth sigurinn. Spieth lék einnig vel í dag en hann er meðal efstu manna á fimm höggum undir pari eftir hring upp á 67 högg. Þá deila nokkrir kylfingar öðru sætinu á sex undir, meðal annars gamla brýnið Retief Goosen og heimamaðurinn Paul Lawrie. Raunir Tiger Woods halda áfram en hann lék hræðilega í dag, kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari og situr hann meðal neðstu manna eins og svo oft áður í ár. Tiger virtist stressaður í byrjun og náði sér aldrei á strik en púttin og slátturinn voru alls ekki í lagi hjá þessum þrefalda meistara á Opna breska. Aðstæður til þess að skora vel á St. Andrews voru frábærar í dag en völlurinn var mjúkur eftir vætuveður á undanförnum dögum og því gátu bestu kylfingar heims tekið fleiri sénsa í innáhöggunum en gengur og gerist. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Dustin Johnson lék best allra á fyrsta degi á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en þessi högglangi Bandaríkjamaður lék St. Andrews á 65 höggum eða sjö undir pari í dag. Dustin lék gallalaust golf, fékk fimm fugla og einn örn, en hann virðist vera búinn að jafna sig á lokahringnum á US Open þar sem hann þrípúttaði á 18. flöt og færði Jordan Spieth sigurinn. Spieth lék einnig vel í dag en hann er meðal efstu manna á fimm höggum undir pari eftir hring upp á 67 högg. Þá deila nokkrir kylfingar öðru sætinu á sex undir, meðal annars gamla brýnið Retief Goosen og heimamaðurinn Paul Lawrie. Raunir Tiger Woods halda áfram en hann lék hræðilega í dag, kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari og situr hann meðal neðstu manna eins og svo oft áður í ár. Tiger virtist stressaður í byrjun og náði sér aldrei á strik en púttin og slátturinn voru alls ekki í lagi hjá þessum þrefalda meistara á Opna breska. Aðstæður til þess að skora vel á St. Andrews voru frábærar í dag en völlurinn var mjúkur eftir vætuveður á undanförnum dögum og því gátu bestu kylfingar heims tekið fleiri sénsa í innáhöggunum en gengur og gerist. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira