Bassaleikari Kings of Leon spenntur fyrir næturlífi Reykjavíkur Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2015 11:22 Jared Followill Vísir/Getty Bassaleikari Kings of Leon, Jared Followill, veit ýmislegt um land þjóð. Hljómsveitin hans er væntanleg til landsins í ágúst þar sem hún mun leika á tónleikum í Laugardalshöllinni en hann veitti útvarpsþættinum Harmageddon viðtal í morgun þar sem ýmislegt fróðlegt kom í ljós. Frosti Logason benti honum á að útvarpsstöðin X-ið hefði verið fyrsta stöðin á Íslandi til að spila Kings of Leon árið 2003 og spurði í kjölfarið hvers vegna 12 ár liðu þar til sveitin dreif sig loksins til landsins til að spila á tónleikum. „Við höfum haft mikinn áhuga á að fara þangað og ég hef haft áhuga á að fara þangað í frí, á marga vini sem hafa farið þangað í frí, og Nathan bróðir minn (trommari sveitarinnar) ætlar að ferðast um landið eftir tónleikana. Þetta er góð spurning, kannski komum við oftar eftir að hafa spilað á tónleikunum í ágúst.“Hefur lesið um landið Spurður hvort hann hafi kynnt sér landið eitthvað svarar hann því játandi. „Ég veit að Norðmenn námu land þar árið 870. Ég veit að meðalhitinn fyrir ágúst er ekki svo slæmur. Það lægsta sem hefur mælst eru 0,7 gráður,“ svaraði Jared sem sagðist hafa gluggað yfir Wikipediu-síðuna um Ísland áður en hann mætti í viðtalið. Þá hafði hann einnig lesið opnu umfjöllun GQ-tímaritsins um Reykjavík. „Og það hljómar eins og þar sé mikið af flottum veitingastöðum og ótrúlegt næturlíf. Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ svaraði Jared sem sagði meðlimi sveitarinnar vera mjög spennta. Þegar hann var beðinn um að svara því hver væri uppáhaldsplatan hans með Kings of Leon svaraði hann því að Only by the night hefði notið mikillar velgengni og tryggt þeim lengri feril en uppáhalds platan hans er Come around sundown sem kom út árið 2010.Efast um að Íslendingar heyri nýtt efni Hann sagði sveitina vinna að nýjum lögum og komnar fram 8 – 10 hugmyndir að nýjum lögum en hann efast um að sveitin muni flytja nýtt efni á tónleiknum á Íslandi. „Við gætum gert það en yrðum okkur eflaust til skammar. Það er langt í land áður en þau verða nógu góð fyrir annað fólk.“ Meðlimir sveitarinnar eru þekktir fyrir mataráhuga sinn en þegar Jared var spurður hver væri skrýtnasti maturinn sem hann hefði smakkað svaraði hann að það væri réttur sem þeir fengu á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. Boðið var upp á nautatartar sem maurum hafði verið dreift yfir. „Það var ljúffengt,“ sagði Jared sem sagðist smakka allt þegar hann var spurður hvort hann legði í kæstan hákarl á Íslandi.Næturlífið heillar Hann sagði sveitina eiga eftir að dveljast hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikana til að venjast tímamismuninum og ná sér af flugþreytu og átti von á að þeir myndu skoða sig um. Sögur af næturlífi Reykjavíkur höfðu heillað hann og þá sagðist hann hafa augastað á Geysi og Bláa lóninu en sagði þær áætlanir geta breyst þegar þeir koma til landsins. Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Bassaleikari Kings of Leon, Jared Followill, veit ýmislegt um land þjóð. Hljómsveitin hans er væntanleg til landsins í ágúst þar sem hún mun leika á tónleikum í Laugardalshöllinni en hann veitti útvarpsþættinum Harmageddon viðtal í morgun þar sem ýmislegt fróðlegt kom í ljós. Frosti Logason benti honum á að útvarpsstöðin X-ið hefði verið fyrsta stöðin á Íslandi til að spila Kings of Leon árið 2003 og spurði í kjölfarið hvers vegna 12 ár liðu þar til sveitin dreif sig loksins til landsins til að spila á tónleikum. „Við höfum haft mikinn áhuga á að fara þangað og ég hef haft áhuga á að fara þangað í frí, á marga vini sem hafa farið þangað í frí, og Nathan bróðir minn (trommari sveitarinnar) ætlar að ferðast um landið eftir tónleikana. Þetta er góð spurning, kannski komum við oftar eftir að hafa spilað á tónleikunum í ágúst.“Hefur lesið um landið Spurður hvort hann hafi kynnt sér landið eitthvað svarar hann því játandi. „Ég veit að Norðmenn námu land þar árið 870. Ég veit að meðalhitinn fyrir ágúst er ekki svo slæmur. Það lægsta sem hefur mælst eru 0,7 gráður,“ svaraði Jared sem sagðist hafa gluggað yfir Wikipediu-síðuna um Ísland áður en hann mætti í viðtalið. Þá hafði hann einnig lesið opnu umfjöllun GQ-tímaritsins um Reykjavík. „Og það hljómar eins og þar sé mikið af flottum veitingastöðum og ótrúlegt næturlíf. Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ svaraði Jared sem sagði meðlimi sveitarinnar vera mjög spennta. Þegar hann var beðinn um að svara því hver væri uppáhaldsplatan hans með Kings of Leon svaraði hann því að Only by the night hefði notið mikillar velgengni og tryggt þeim lengri feril en uppáhalds platan hans er Come around sundown sem kom út árið 2010.Efast um að Íslendingar heyri nýtt efni Hann sagði sveitina vinna að nýjum lögum og komnar fram 8 – 10 hugmyndir að nýjum lögum en hann efast um að sveitin muni flytja nýtt efni á tónleiknum á Íslandi. „Við gætum gert það en yrðum okkur eflaust til skammar. Það er langt í land áður en þau verða nógu góð fyrir annað fólk.“ Meðlimir sveitarinnar eru þekktir fyrir mataráhuga sinn en þegar Jared var spurður hver væri skrýtnasti maturinn sem hann hefði smakkað svaraði hann að það væri réttur sem þeir fengu á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. Boðið var upp á nautatartar sem maurum hafði verið dreift yfir. „Það var ljúffengt,“ sagði Jared sem sagðist smakka allt þegar hann var spurður hvort hann legði í kæstan hákarl á Íslandi.Næturlífið heillar Hann sagði sveitina eiga eftir að dveljast hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikana til að venjast tímamismuninum og ná sér af flugþreytu og átti von á að þeir myndu skoða sig um. Sögur af næturlífi Reykjavíkur höfðu heillað hann og þá sagðist hann hafa augastað á Geysi og Bláa lóninu en sagði þær áætlanir geta breyst þegar þeir koma til landsins.
Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira