Opnar bruggsmiðju í gamla frystihúsinu á Siglufirði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2015 08:15 Marteinn við gatið þar sem pönnurnar voru áður sendar inn í frystiklefa. Klefinn mun nú hýsa bruggsmiðju. mynd/jón ólafur björgvinsson sigló.is „Það að brugga hefur lengi verið áhugamál mitt og ég hef gengið með þennan draum í maganum,“ segir Marteinn B. Haraldsson í samtali við Vísi en hann hefur komið á fót bruggsmiðjunni Segull 67 á Siglufirði. Hingað til hefur hann látið sér nægja að brugga í skúrnum heima. Upphaflega var sagt frá á Sigló.is. Brugghúsinu hefur verið valinn staður í gamla frystihúsinu á Siglufirði en Marteinn er uppalinn þar í bæ. Hann mun til að byrja með vera eini starfmaðurinn en fjölskylda og vinir munu hlaupa undir bagga þegar þörf er á. Með tíð og tíma vonast hann til að geta stækkað við sig þegar framleiðslan er farin á fullt.Merki brugghússins.„Til að byrja með munum við geta bruggað þúsund lítra í einu og það er stefnt að því að fyrstu flöskurnar mæti í búðir fyrir jólin. Vonandi verðum við komin á kranana hér á heimamörkuðum aðeins fyrr. Við munum líklega herja á árstíðarbundnu bjórana eins og aðrar míkró smiðjur hafa verið að gera.“ Áfengisleyfi Seguls 67 er komið í hús og getur vinna því hafist um leið og allt er tilbúið í húsinu. Að auki verður í húsinu aðstaða til að taka á móti gestum svo hægt verði að bjóða þeim upp á túra um húsið. „Ég hef ferðast talsvert um heiminn og víðast hvar er frelsi í áfengissölu umtalsvert meira en hér,“ segir Marteinn er regluverkið ber á góma. „Ég sjálfur væri til í að fá þetta í kjörbúðir en fyrirkomulagið virkar alveg með ÁTVR. Hins vegar finnst mér að það mætti aðeins slaka á reglum gagnvart minni brugghúsum. Vera mögulega með einhvern stimpil svipaðan Beint frá býli.“ Aðspurður um nafn smiðjunnar, Segull 67, segir Marteinn að það tengist fjölskyldunni. Segullinn vísi til nálar kompásins og talan 67 hafi lengi verið happatala ættar hans. „Afi og langaafi notuðu bílnúmerið F67 í gamla kerfinu. Ég vildi halda í það með nafninu.“Bruggkerin eru komin á sinn stað í húsinu.mynd/jón ólafur björgvinsson sigló.is Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
„Það að brugga hefur lengi verið áhugamál mitt og ég hef gengið með þennan draum í maganum,“ segir Marteinn B. Haraldsson í samtali við Vísi en hann hefur komið á fót bruggsmiðjunni Segull 67 á Siglufirði. Hingað til hefur hann látið sér nægja að brugga í skúrnum heima. Upphaflega var sagt frá á Sigló.is. Brugghúsinu hefur verið valinn staður í gamla frystihúsinu á Siglufirði en Marteinn er uppalinn þar í bæ. Hann mun til að byrja með vera eini starfmaðurinn en fjölskylda og vinir munu hlaupa undir bagga þegar þörf er á. Með tíð og tíma vonast hann til að geta stækkað við sig þegar framleiðslan er farin á fullt.Merki brugghússins.„Til að byrja með munum við geta bruggað þúsund lítra í einu og það er stefnt að því að fyrstu flöskurnar mæti í búðir fyrir jólin. Vonandi verðum við komin á kranana hér á heimamörkuðum aðeins fyrr. Við munum líklega herja á árstíðarbundnu bjórana eins og aðrar míkró smiðjur hafa verið að gera.“ Áfengisleyfi Seguls 67 er komið í hús og getur vinna því hafist um leið og allt er tilbúið í húsinu. Að auki verður í húsinu aðstaða til að taka á móti gestum svo hægt verði að bjóða þeim upp á túra um húsið. „Ég hef ferðast talsvert um heiminn og víðast hvar er frelsi í áfengissölu umtalsvert meira en hér,“ segir Marteinn er regluverkið ber á góma. „Ég sjálfur væri til í að fá þetta í kjörbúðir en fyrirkomulagið virkar alveg með ÁTVR. Hins vegar finnst mér að það mætti aðeins slaka á reglum gagnvart minni brugghúsum. Vera mögulega með einhvern stimpil svipaðan Beint frá býli.“ Aðspurður um nafn smiðjunnar, Segull 67, segir Marteinn að það tengist fjölskyldunni. Segullinn vísi til nálar kompásins og talan 67 hafi lengi verið happatala ættar hans. „Afi og langaafi notuðu bílnúmerið F67 í gamla kerfinu. Ég vildi halda í það með nafninu.“Bruggkerin eru komin á sinn stað í húsinu.mynd/jón ólafur björgvinsson sigló.is
Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira