Lífið

Kötturinn Monty slær í gegn á Facebook

Samúel Karl Ólason skrifar
Kötturinn Monty í sparifötunum.
Kötturinn Monty í sparifötunum. Mynd/Facebook
Michael Bjørn og Mikala Klein ættleiddu köttinn Monty í Danmörku í ágúst 2013. Enginn hafði viljað ættleiða Monty í langan tíma, þar sem hann „leit furðulega út“. Þau áttuðu sig fljótlega á því að hann væri sérstakur og hefur hann gengið í gegnum margt.

Monty fæddist með litningagalla sem líkist Downs heilkenninu. Nú eru Monty og eigendur hans að safna pening fyrir Kattens Vaers kattaskýlisins, þar sem honum var bjargað.

Monty er mjög háður Michael, sem segir hann vera ávalt ánægðan og til í að leika sér. Um leið og Michael og Mikala hittu Monty segjast þau hafa orðið ástfangin af honum. 

Monty var fljótur að öðlast mikla athygli og nú fylgjast rúmlega 136 þúsund manns með Facebookasíðu hans. Fjölmiðlar hafa fjallað um hann og fólk er að kaupa boli með myndum af honum og annan varning. Michael og Mikala gefa allan hagnaðinn af slíkum sölum til skýlisins.



Share and like if you think it's time to do like Monty #relax #behappy

Posted by Monty on Thursday, May 28, 2015

Happy funny Fridayyy everyone :PThis is what I'm doing hours a day since I got this tunnel of fun! Have an awesome Friday and please remember my important campaign towards helping the wonderful cat shelter from where I was rescued and adopted. The shelter needs help helping all the homeless cats <3https://www.indiegogo.com/projects/help-the-cats-at-monty-s-shelter/x/12048482#/Please share <3Love and Happiness Monty #FunnyFriday #PleaseRememberTheShelterCats

Posted by Monty on Friday, September 11, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×