Viðskipti innlent

Seldu heilsufæði fyrir hálfan milljarð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sólveig Eiríksdóttir er einn eigenda Gló.
Sólveig Eiríksdóttir er einn eigenda Gló. Vísir/Stefán Karlsson
Gló veitingar ehf. sem rekur veitingastaði og verslun undir heitinu Gló seldi vörur fyrir 572 milljónir króna á síðasta ári. Sala jókst um tæpar 150 milljónir milli ára. Tap varð af rekstri félagsins á árinu 2014 að fjárhæð 11,9 milljóna króna samkvæmt rekstrarreikningi, samanborið við 5 milljónir árið áður. Eigið fé félagsins var neikvætt um 19,4 milljónir króna, þar af nemur hlutafé félagsins 540 þúsund krónur. Árið 2013 var eigið fé félagsins hins vegar neikvæt t um 5,5 milljónir króna.

Eignir í lok árs námu 233 milljónum, samanborið við 66 milljónir í árslok 2013. Á árinu störfuðu að meðaltali 40 starfsmenn hjá félaginu og námu launagreiðslur samtals 196,9 millj. kr. Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur út arður á árinu 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×