Hið skipulagða líf Rikka skrifar 14. mars 2015 12:00 Vísir/Getty Tíminn, tíminn, þessa blessaði tími sem virðist rjúka burt í rokinu. Ég er mikið búin að velta því fyrir mér undanfarið hvernig sé best að skipuleggja lífið þannig að ég nái nú að klára þau verkefni sómasamlega sem ég er búin að taka að mér. Samstarfskona mín var svo yndisleg að kynna mig fyrir Google Docs og annar samstarfsaðili fyrir Evernote, nú og svo er vinkona mín óskaplega hrifin af Trello-kerfinu, sem ég kynnti mér líka um daginn. Aðrir í kringum mig sverja að venjuleg dagbók sé allra best, svo er það síminn sem allt man og getur. Allra síst dettur mér í hug að nota á mér hausinn til þess að halda utan um þetta allt saman. Hvernig getur verið að það sé svona flókið að skipuleggja sig? Stundum fallast mér hendur en einhvern veginn gengur þetta allt upp að lokum og þá sérstaklega þegar maður er með rétta hugarfarið, er það ekki alltaf lausnin? Jákvætt og raunsætt hugarfar hjálpar manni við að halda rétt á spilunum og koma hlutum í verk með það að markmiði að klára og gera eins vel og maður getur hverju sinni. Við höfum öll mismunandi nálgun á það hvernig okkur finnst best að klára hlutina. Sumir vinna best undir álagi, aðrir þurfa ramma og enn aðrir vilja klára verkefni vel áður en þarf að skila þeim.Vísir/GettyPersónulega vinn ég best undir álagi og finnst mikil hjálp í því að hafa eftirfarandi hluti í huga: - Notaðu tímastjórnunartæki eins og Pomodoro en það virkar þannig að þú vinnur af fullum fókus í 25 mínútur og tekur þér svo hlé í 5-10 mínútur. - Stundum þegar ég er í erfiðum verkefnum verð ég eirðarlaus og enda á því að hanga á samfélagsmiðlunum. Self Control-forritið hefur hjálpað mér mikið en þá get ég lokað fyrir ákveðnar síður í ákveðið langan tíma. - Mér finnst best að skipuleggja daginn eftir áður en ég fer í háttinn. Þá sef ég betur og er búin að tæma hugann. Ég er komin með markmið fyrir daginn. - Lærðu að segja nei. Það er enginn greiði gerður með því að taka of mikið að sér. Hugaðu að því hversu mikilvægt verkefnið er, hversu umfangsmikið og hversu mikill tími fari í það áður en þú segir já. - Ekki gleyma að hugsa um sjálfa/n þig og taka frá tíma fyrir fjölskylduna, vinina og ekki síst sjálfið. Þú þarft stundum að gera ekki neitt. Heilsa Tengdar fréttir 10 leiðir að hollari eldamennsku Með því að tileinka þér eftirfarandi einföld og fljótleg ráð getur þú gert mataræðið örlítið hollara en það er fyrir. 6. mars 2015 14:00 Hrist fram úr erminni Væri ekki dásamlegt að vakna í rólegheitum, byrja á því að fá sér ljúfan kaffibolla og skella svo í einn hristing án vandkvæða? Þetta er kjörinn morgumverður til að taka með sér út í daginn. 7. mars 2015 12:00 Leynist ærsladraugur líka heima hjá þér? Heimilið er athvarf í augum flestra fjölskyldna og er það dagleg barátta okkar flestra að halda því réttum megin við ruslahaugana. En hver er besta leiðin til þess að fá heimilisfólkið í lið með sér? 7. febrúar 2015 14:00 Svona verðurðu morgunhani Morgunstund gefur gull í mund er málsháttur sem svo sannarlega hittir naglann á höfuðið. Þeir sem að vakna snemma á morgnana koma meiru í verk og eru víst almennt glaðari en þeir sem að snúsa fram á síðustu mínútu. Hljómar vel, ekki satt? En hvað getur þú gert til þess að vakna fyrr á morgnana? 4. mars 2015 14:00 Óttinn rekinn á brott Stjórnar ótti þínu lífi? Fyrsta skrefið til þess að losna undan óttanum er að vera meðvitaður um það hvar hann stígur niður í þínu lífi. 1. mars 2015 10:00 10 litlar breytingar sem gera lífið heilsusamlegra Oft þarf ekki mikið til þess að gera lífið örlítið heilbrigðara. Hér koma tíu ráð sem gott er að tileinka sér. 12. febrúar 2015 14:00 Hver væri versta mögulega útkoman? Neikvæðar hugsanir er hægt að yfirstíga 22. febrúar 2015 12:00 Má bjóða þér súkkulaðimola úr tómum konfektkassa? Á morgun er komið að degi ástarinnar, Valentínusardeginum. Sumir halda hann hátíðlegan en aðrir fussa og sveia. Hvernig væri að bæta einum sjálfshátíðardegi við almanakið? 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Tíminn, tíminn, þessa blessaði tími sem virðist rjúka burt í rokinu. Ég er mikið búin að velta því fyrir mér undanfarið hvernig sé best að skipuleggja lífið þannig að ég nái nú að klára þau verkefni sómasamlega sem ég er búin að taka að mér. Samstarfskona mín var svo yndisleg að kynna mig fyrir Google Docs og annar samstarfsaðili fyrir Evernote, nú og svo er vinkona mín óskaplega hrifin af Trello-kerfinu, sem ég kynnti mér líka um daginn. Aðrir í kringum mig sverja að venjuleg dagbók sé allra best, svo er það síminn sem allt man og getur. Allra síst dettur mér í hug að nota á mér hausinn til þess að halda utan um þetta allt saman. Hvernig getur verið að það sé svona flókið að skipuleggja sig? Stundum fallast mér hendur en einhvern veginn gengur þetta allt upp að lokum og þá sérstaklega þegar maður er með rétta hugarfarið, er það ekki alltaf lausnin? Jákvætt og raunsætt hugarfar hjálpar manni við að halda rétt á spilunum og koma hlutum í verk með það að markmiði að klára og gera eins vel og maður getur hverju sinni. Við höfum öll mismunandi nálgun á það hvernig okkur finnst best að klára hlutina. Sumir vinna best undir álagi, aðrir þurfa ramma og enn aðrir vilja klára verkefni vel áður en þarf að skila þeim.Vísir/GettyPersónulega vinn ég best undir álagi og finnst mikil hjálp í því að hafa eftirfarandi hluti í huga: - Notaðu tímastjórnunartæki eins og Pomodoro en það virkar þannig að þú vinnur af fullum fókus í 25 mínútur og tekur þér svo hlé í 5-10 mínútur. - Stundum þegar ég er í erfiðum verkefnum verð ég eirðarlaus og enda á því að hanga á samfélagsmiðlunum. Self Control-forritið hefur hjálpað mér mikið en þá get ég lokað fyrir ákveðnar síður í ákveðið langan tíma. - Mér finnst best að skipuleggja daginn eftir áður en ég fer í háttinn. Þá sef ég betur og er búin að tæma hugann. Ég er komin með markmið fyrir daginn. - Lærðu að segja nei. Það er enginn greiði gerður með því að taka of mikið að sér. Hugaðu að því hversu mikilvægt verkefnið er, hversu umfangsmikið og hversu mikill tími fari í það áður en þú segir já. - Ekki gleyma að hugsa um sjálfa/n þig og taka frá tíma fyrir fjölskylduna, vinina og ekki síst sjálfið. Þú þarft stundum að gera ekki neitt.
Heilsa Tengdar fréttir 10 leiðir að hollari eldamennsku Með því að tileinka þér eftirfarandi einföld og fljótleg ráð getur þú gert mataræðið örlítið hollara en það er fyrir. 6. mars 2015 14:00 Hrist fram úr erminni Væri ekki dásamlegt að vakna í rólegheitum, byrja á því að fá sér ljúfan kaffibolla og skella svo í einn hristing án vandkvæða? Þetta er kjörinn morgumverður til að taka með sér út í daginn. 7. mars 2015 12:00 Leynist ærsladraugur líka heima hjá þér? Heimilið er athvarf í augum flestra fjölskyldna og er það dagleg barátta okkar flestra að halda því réttum megin við ruslahaugana. En hver er besta leiðin til þess að fá heimilisfólkið í lið með sér? 7. febrúar 2015 14:00 Svona verðurðu morgunhani Morgunstund gefur gull í mund er málsháttur sem svo sannarlega hittir naglann á höfuðið. Þeir sem að vakna snemma á morgnana koma meiru í verk og eru víst almennt glaðari en þeir sem að snúsa fram á síðustu mínútu. Hljómar vel, ekki satt? En hvað getur þú gert til þess að vakna fyrr á morgnana? 4. mars 2015 14:00 Óttinn rekinn á brott Stjórnar ótti þínu lífi? Fyrsta skrefið til þess að losna undan óttanum er að vera meðvitaður um það hvar hann stígur niður í þínu lífi. 1. mars 2015 10:00 10 litlar breytingar sem gera lífið heilsusamlegra Oft þarf ekki mikið til þess að gera lífið örlítið heilbrigðara. Hér koma tíu ráð sem gott er að tileinka sér. 12. febrúar 2015 14:00 Hver væri versta mögulega útkoman? Neikvæðar hugsanir er hægt að yfirstíga 22. febrúar 2015 12:00 Má bjóða þér súkkulaðimola úr tómum konfektkassa? Á morgun er komið að degi ástarinnar, Valentínusardeginum. Sumir halda hann hátíðlegan en aðrir fussa og sveia. Hvernig væri að bæta einum sjálfshátíðardegi við almanakið? 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
10 leiðir að hollari eldamennsku Með því að tileinka þér eftirfarandi einföld og fljótleg ráð getur þú gert mataræðið örlítið hollara en það er fyrir. 6. mars 2015 14:00
Hrist fram úr erminni Væri ekki dásamlegt að vakna í rólegheitum, byrja á því að fá sér ljúfan kaffibolla og skella svo í einn hristing án vandkvæða? Þetta er kjörinn morgumverður til að taka með sér út í daginn. 7. mars 2015 12:00
Leynist ærsladraugur líka heima hjá þér? Heimilið er athvarf í augum flestra fjölskyldna og er það dagleg barátta okkar flestra að halda því réttum megin við ruslahaugana. En hver er besta leiðin til þess að fá heimilisfólkið í lið með sér? 7. febrúar 2015 14:00
Svona verðurðu morgunhani Morgunstund gefur gull í mund er málsháttur sem svo sannarlega hittir naglann á höfuðið. Þeir sem að vakna snemma á morgnana koma meiru í verk og eru víst almennt glaðari en þeir sem að snúsa fram á síðustu mínútu. Hljómar vel, ekki satt? En hvað getur þú gert til þess að vakna fyrr á morgnana? 4. mars 2015 14:00
Óttinn rekinn á brott Stjórnar ótti þínu lífi? Fyrsta skrefið til þess að losna undan óttanum er að vera meðvitaður um það hvar hann stígur niður í þínu lífi. 1. mars 2015 10:00
10 litlar breytingar sem gera lífið heilsusamlegra Oft þarf ekki mikið til þess að gera lífið örlítið heilbrigðara. Hér koma tíu ráð sem gott er að tileinka sér. 12. febrúar 2015 14:00
Má bjóða þér súkkulaðimola úr tómum konfektkassa? Á morgun er komið að degi ástarinnar, Valentínusardeginum. Sumir halda hann hátíðlegan en aðrir fussa og sveia. Hvernig væri að bæta einum sjálfshátíðardegi við almanakið? 14. febrúar 2015 12:00