Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. september 2015 22:45 Þórey Anna var öflug í kvöld. Vísir/Stefán Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór fyrir liði sínu í naumum 27-26 sigri á Fylki í 4. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og setti 18 mörk í leiknum eða 66,66% marka liðsins í leiknum og gekk Fylkisliðinu ekkert að stöðva hana. Lauk leiknum með naumum sigri Selfoss en Fylkiskonur eru eftir leikinn með fjögur stig eftir fjóra leiki. Íslandsmeistararnir í Gróttu eru líkt og Selfoss og ÍBV með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Grótta vann afar sannfærandi tólf marka sigur á KA/Þór í kvöld. Lovísa Thompson fór fyrir liði Gróttu sem leiddi 14-7 í hálfleik.Úr leik FH og Vals í kvöld.Vísir/StefánÞá vann ÍR sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag með 21-17 sigri á HK í Digranesi. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir fór fyrir liði ÍR í leiknum en staðan var 6-5 fyrir HK í hálfleik. Þá fengu Fjölniskonur skell í 19 marka tapi gegn Fram á heimavelli í kvöld en Fram leiddi með 12 mörkum í hálfleik. Lauk leiknum með 38-19 sigri Fram en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum en í liði Fjölnis var það Díana Sigmarsdóttir sem var atkvæðamest. Stórleikur Sigurlaugar Rúnarsdóttir kom í veg fyrir að FH næði fyrsta sigri sínum á tímabilinu í 22-18 sigri Vals á FH í Vodafone-höllinni. Jafnt var á liðunum framan af en Valskonur náðu að sigla fram úr í seinni hálfleik. Sigurlaug var atkvæðamest á vellinum með átta mörk en í liði FH var það Ingibjörg Pálmadóttir sem var atkvæðamest með sex mörk. Þá gerðu Haukakonur út um leikinn í seinni hálfleik í ellefu marka sigri á Aftureldingu á heimavelli í lokaleik kvöldsins. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik en settu í fluggír í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn.Aldís Ásta komst á blað í leiknum í kvöld.Vísir/stefánÚrslit kvöldsins:HK 17-21 ÍRMarkahæstar: Elva Arinbjarnar 5, Emma Sardarsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4 - Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 9, Silja Ísberg 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4.Grótta 24-12 KA/ÞórMarkahæstar: Lovísa Thompson 6, Sunna María Einarsdóttir 4 - Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 3.Valur 22-18 FHMarkahæstar: Sigurlaug Rúnarsdóttir 8, Elín Wöhler 4 - Ingibjörg Pálmadóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 5.Fjölnir 19-38 FramMarkahæstar: Díana Sigmarsdóttir 7, Andrea Jacobsen 4, Berglind Benediktsdóttir 4 - Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Elva Þóra Arnarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5.Selfoss 27-26 FylkirMarkahæstar: Hrafnhildur Anna Þrastardóttir 18, Adina Ghidoarca 3, Perla Albertsdóttir 3 - Thea Irmani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 6.Haukar 34-23 AftureldingMarkahæstar: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 10, Ramune Pekarskyte 8 - Thelma Rut Frímannsdóttir 8, Hekla Ingunn Daðadóttir 6. Olís-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór fyrir liði sínu í naumum 27-26 sigri á Fylki í 4. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og setti 18 mörk í leiknum eða 66,66% marka liðsins í leiknum og gekk Fylkisliðinu ekkert að stöðva hana. Lauk leiknum með naumum sigri Selfoss en Fylkiskonur eru eftir leikinn með fjögur stig eftir fjóra leiki. Íslandsmeistararnir í Gróttu eru líkt og Selfoss og ÍBV með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Grótta vann afar sannfærandi tólf marka sigur á KA/Þór í kvöld. Lovísa Thompson fór fyrir liði Gróttu sem leiddi 14-7 í hálfleik.Úr leik FH og Vals í kvöld.Vísir/StefánÞá vann ÍR sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag með 21-17 sigri á HK í Digranesi. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir fór fyrir liði ÍR í leiknum en staðan var 6-5 fyrir HK í hálfleik. Þá fengu Fjölniskonur skell í 19 marka tapi gegn Fram á heimavelli í kvöld en Fram leiddi með 12 mörkum í hálfleik. Lauk leiknum með 38-19 sigri Fram en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum en í liði Fjölnis var það Díana Sigmarsdóttir sem var atkvæðamest. Stórleikur Sigurlaugar Rúnarsdóttir kom í veg fyrir að FH næði fyrsta sigri sínum á tímabilinu í 22-18 sigri Vals á FH í Vodafone-höllinni. Jafnt var á liðunum framan af en Valskonur náðu að sigla fram úr í seinni hálfleik. Sigurlaug var atkvæðamest á vellinum með átta mörk en í liði FH var það Ingibjörg Pálmadóttir sem var atkvæðamest með sex mörk. Þá gerðu Haukakonur út um leikinn í seinni hálfleik í ellefu marka sigri á Aftureldingu á heimavelli í lokaleik kvöldsins. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik en settu í fluggír í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn.Aldís Ásta komst á blað í leiknum í kvöld.Vísir/stefánÚrslit kvöldsins:HK 17-21 ÍRMarkahæstar: Elva Arinbjarnar 5, Emma Sardarsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4 - Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 9, Silja Ísberg 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4.Grótta 24-12 KA/ÞórMarkahæstar: Lovísa Thompson 6, Sunna María Einarsdóttir 4 - Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 3.Valur 22-18 FHMarkahæstar: Sigurlaug Rúnarsdóttir 8, Elín Wöhler 4 - Ingibjörg Pálmadóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 5.Fjölnir 19-38 FramMarkahæstar: Díana Sigmarsdóttir 7, Andrea Jacobsen 4, Berglind Benediktsdóttir 4 - Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Elva Þóra Arnarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5.Selfoss 27-26 FylkirMarkahæstar: Hrafnhildur Anna Þrastardóttir 18, Adina Ghidoarca 3, Perla Albertsdóttir 3 - Thea Irmani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 6.Haukar 34-23 AftureldingMarkahæstar: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 10, Ramune Pekarskyte 8 - Thelma Rut Frímannsdóttir 8, Hekla Ingunn Daðadóttir 6.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira