Mikil eftirspurn þrýstir á áframhaldandi framleiðslu Defender Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 15:08 Land Rover Defender af lengri gerð. Jaguar Land Rover keppist nú við að framleiða uppí sívaxandi pantanir á hinum fornfræga Land Rover Defender, en meiningin var að hætta framleiðslu hans í enda þessa árs. Land Rover nær ekki að framleiða uppí þær pantanir sem þegar hafa borist í bílinn á þessu ári og því mun framleiðslan standa út janúar og ef til vill febrúar líka á næsta ári. Á síðasta ári seldi Land Rover 17.781 bíla en á fyrri helmingi þessa árs er salan orðin 11.511 bílar og hefur vaxið um heil 40% í Evrópu og 25% í heimalandinu Bretlandi. Arftaki Defender jeppans kemur ekki fyrr en árið 2018 og því verður engu að síður langt framleiðslubil á þessum sterka torfærubíl. Svo gæti farið að hann verði framleiddur í Slóvakíu þar sem framleiðslukostnaður er mun lægri en í Solihull í Bretlandi og hafa áætlanir Land Rover verið gagnrýndar í Bretlandi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent
Jaguar Land Rover keppist nú við að framleiða uppí sívaxandi pantanir á hinum fornfræga Land Rover Defender, en meiningin var að hætta framleiðslu hans í enda þessa árs. Land Rover nær ekki að framleiða uppí þær pantanir sem þegar hafa borist í bílinn á þessu ári og því mun framleiðslan standa út janúar og ef til vill febrúar líka á næsta ári. Á síðasta ári seldi Land Rover 17.781 bíla en á fyrri helmingi þessa árs er salan orðin 11.511 bílar og hefur vaxið um heil 40% í Evrópu og 25% í heimalandinu Bretlandi. Arftaki Defender jeppans kemur ekki fyrr en árið 2018 og því verður engu að síður langt framleiðslubil á þessum sterka torfærubíl. Svo gæti farið að hann verði framleiddur í Slóvakíu þar sem framleiðslukostnaður er mun lægri en í Solihull í Bretlandi og hafa áætlanir Land Rover verið gagnrýndar í Bretlandi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent