Mikil eftirspurn þrýstir á áframhaldandi framleiðslu Defender Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 15:08 Land Rover Defender af lengri gerð. Jaguar Land Rover keppist nú við að framleiða uppí sívaxandi pantanir á hinum fornfræga Land Rover Defender, en meiningin var að hætta framleiðslu hans í enda þessa árs. Land Rover nær ekki að framleiða uppí þær pantanir sem þegar hafa borist í bílinn á þessu ári og því mun framleiðslan standa út janúar og ef til vill febrúar líka á næsta ári. Á síðasta ári seldi Land Rover 17.781 bíla en á fyrri helmingi þessa árs er salan orðin 11.511 bílar og hefur vaxið um heil 40% í Evrópu og 25% í heimalandinu Bretlandi. Arftaki Defender jeppans kemur ekki fyrr en árið 2018 og því verður engu að síður langt framleiðslubil á þessum sterka torfærubíl. Svo gæti farið að hann verði framleiddur í Slóvakíu þar sem framleiðslukostnaður er mun lægri en í Solihull í Bretlandi og hafa áætlanir Land Rover verið gagnrýndar í Bretlandi. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Jaguar Land Rover keppist nú við að framleiða uppí sívaxandi pantanir á hinum fornfræga Land Rover Defender, en meiningin var að hætta framleiðslu hans í enda þessa árs. Land Rover nær ekki að framleiða uppí þær pantanir sem þegar hafa borist í bílinn á þessu ári og því mun framleiðslan standa út janúar og ef til vill febrúar líka á næsta ári. Á síðasta ári seldi Land Rover 17.781 bíla en á fyrri helmingi þessa árs er salan orðin 11.511 bílar og hefur vaxið um heil 40% í Evrópu og 25% í heimalandinu Bretlandi. Arftaki Defender jeppans kemur ekki fyrr en árið 2018 og því verður engu að síður langt framleiðslubil á þessum sterka torfærubíl. Svo gæti farið að hann verði framleiddur í Slóvakíu þar sem framleiðslukostnaður er mun lægri en í Solihull í Bretlandi og hafa áætlanir Land Rover verið gagnrýndar í Bretlandi.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent