Viðskipti innlent

Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð

ingvar haraldsson skrifar
Allir fjórir sakborningar í málinu voru sakfelldir og hlutu þunga fangelsisdóma.
Allir fjórir sakborningar í málinu voru sakfelldir og hlutu þunga fangelsisdóma. vísir/gva
„Þessi niðurstaða sendir skýr skilaboð og mun skapa umræðu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um dóminn í Al-Thani málinu í samtali við fréttastofu Reuters. Allir fjórir sakborningar í málinu voru sakfelldir og hlutu þunga fangelsisdóma.

Ólafur segir að málið sýndi að þó saksókn í efnahagsbrotamálum virtist erfið að þá væri hægt að ná árangri. Hann sagði einnig mikilvægt að ákveðnir aðilar teldu sig ekki vera undanskilda frá lögum. „Af hverju hættum hluti samfélagsins að vera utan við arm laganna eða undanskilinn ábyrgð?“ segir Ólafur.

Ólafur telur að  dómar sem þegar hafa fallið í efnahagsbrotamálum dragi úr líkunum á sambærilegum lögbrotum í dag. „Það eru vísbendingar um að bankarnir séu varkárari núna. Við höfum sent skýr skilaboð um hvað sé glæpsamlegt athæfi,“ segir Ólafur.

Aðspurður hvort hann hefði tekið starf sérstaks saksóknara að sér vitandi hversu flókin málsókn í mörgum málum hefur verið segir Ólafur hlægjandi: „Já, og ég yrði sennilega eini umsækjandinn aftur.“


Tengdar fréttir

Skyldi maðurinn vera drukkinn?

Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×