Sport

Tvö á HM í undanúrslitum í dag | Anton Sveinn með Íslandsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn Mckee.
Anton Sveinn Mckee. Vísir/Getty
Ísland mun eiga tvo fulltrúa í undanúrslitum á HM í sundi í dag í Kazan í Rússlandi en Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn Mckee tryggðu sér bæði sæti í undanúrslitum í dag.

Hrafnhildur og Anton Sveinn settu bæði Íslandsmet í 200 metra bringusundi og keppa aftur í seinni keppnishluta dagsins eftir hádegið.

Anton Sveinn Mckee setti nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi þegar hann kom í mark á 2.10.21 mínútum. Þetta var tíundi besti tíminn í undanrásunum í morgun en sextán sundmenn komust í undanúrslitasundið.

Anton Sveinn er þegar búinn að tryggja sér A-Ólympíulágmark í bæði 100 og 200 metra bringusundi. A-lágmarkið í 200 metra bringusundinu var 2.11.66 mínútur.

Anton Sveinn hafði áður náð 19. sæti í 100 metra bringusundi þar sem hann sló Íslandsmet Jakobs Jóhanns Sveinssonar.

Ísland hefur því þegar átt fjóra sundmenn í undanúrslitum á þessu heimsmeistaramóti því Hrafnhildur fór í úrslit í 100 metra bringusundi og Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslitin í 100 metra baksundi.

6. ágúst 2015 er sögulegur dagur í sögu sundíþróttarinnar á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland á bæði sundmann og sundkonu í undanúrslitum á sama degi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug.


Tengdar fréttir

Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu

Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi.

Þetta kom mikið á óvart

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sögulegum árangri á heimsmeistaramótinu í sundi í gær þegar hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur setti auk þess nýtt Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki.

Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn

Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×