Lífið

Fjallið styður sýrlenskar flóttakonur - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafþór Júlíus sendir skýr skilaboð.
Hafþór Júlíus sendir skýr skilaboð. vísir/getty
Hafþór Júlíus Björnsson blandar sér í baráttuna í sameiginlegu átaki hjá UN Women og Kaffitárs.

Fjallið hvetur kaffiunnendur til að veita kraft til sýrlenskra kvenna. Hafþór Júlíus Björnsson, eða „The Mountain“ eins og hann er gjarnan kallaður, sendir baráttukveðjur í sameiginlegu átaki UN Women og Kaffitárs, Kraftur til kvenna.

En átakið miðar að því að hvetja landsmenn til að greiða 100 kr. aukalega með kaffibollanum á kaffistöðum Kaffitárs dagana 4. - 13. september.

Í ljósi mesta flóttamannavanda sem heimsbyggðin hefur staðið frammi fyrir síðan í seinni heimsstyrjöld er átakið í ár tileinkað sýrlenskum flóttakonum og börnum þeirra.

Í myndbandinu má sjá Hafþór Júlíus, mana landsmenn til að leggja átakinu lið og bæta 100 kr. við kaffibollann og veita sýrlenskum flóttakonum þar með kraft og betra líf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×